Slökkviliðsmaðurinn - 01.11.1981, Blaðsíða 12

Slökkviliðsmaðurinn - 01.11.1981, Blaðsíða 12
Hin nýja stjórn L.S.S. f.v. Sigurbjörn Jónsson meðstj. Akranesi, Þorbjörn Sveinsson gjaldk., Hafnarfírði, Höskuldur Einarsson form. Reykjavík, Jónas Marteinsson ritari, Keflav.fl., Ágúst Magnússon varaform., Selfossi, Ólafur Sigurðsson meðstj., Reykjav.fl. Á myndina vantar Jón Ólaf Sigurðsson meðstj., ísafírði. við hvetja lausráðna slökkviliðsmenn til að kynna sér vel launatöflu þá er Landssamband slökkvi- liðsmanna sendir út og birt er hér í blaðinu. Atvinnumannaslökkviliðin þurfa að sameinast í að koma launamálum sínum í lag og er t.d. alveg ófært að slökkviliðið á Reykjavíkurflugvelli sé tveimur launaflokkum neðar en hin atvinnuliðin og mun stjórn L.S.S. vinna að því að fá þetta lagfært. Þá lýsti formaður Starfsmannafélags slökkviliðsmanna á Keflavíkurflugvelli Karl Taylor að hans félagar væru einu atvinnuslökkvi- liðsmennirnir í landinu er ekki nytu neinna eftir- launa og fór fram á aðstoð L.S.S. í þeirri baráttu hans félaga. Þá hefur stjórn L.S.S. birt hér í blaðinu hugmyndir um fræðslusjóð í hverju aðildarfélagi fyrir sig og viljum við hvetja stjórnir félaganna að kynna sér þessi mál gaumgæfilega. Eins ogáður mun stjórn L.S.S. hafa fasta fund- artíma og hefur fyrsti miðvikudagur í hverjum mánuði verið ákveðinn og verður þá stjórn L.S.S. á skrifstofunni frá kl. 17:00 og framúr en síðan eru fundir eftir þörfum, en félagar geta alltaf hringt heim til stjórnarmanna ef þeir þurfa að koma upplýsingum á framfæri eða fá upplýsingar. Eitt er það atriði sem vert er að hafa í huga þegar verið er að gagnrýna stjórn L.S.S. fyrir slæleg störf en það er að öll mál slökkviliðsmanna eru mjög seinunnin og er það vafalaust vegna þess að við erum ekki svokallaður þrýstihópur og annað ekki kannski síður að þeir menn sem veljast í stjórnir L.S.S. fá ekki launað fyrir sín störf og þurfa jafnvel að greiða ferðakostnað s jálfir á fundi hjá stjórn L.S.S. þannig að þessi störf eru öll unnin utan venjulegs vinnutíma. Það hlýtur að verða framtíðin að ráðinn verði maður í hlutastarf til að sjá um rekstur blaðsins og sambandsins og mætti bæði stjórn L.S.S. og aðildarfélaganna hugleiða framtiðina hjá Lands- sambandi slökkviliðsmanna. Jónas Marteinssor ritari 10 SLÖKKVILIÐSMAÐURINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Slökkviliðsmaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.