Slökkviliðsmaðurinn - 01.11.1981, Qupperneq 16

Slökkviliðsmaðurinn - 01.11.1981, Qupperneq 16
Reglugerð um öryggi og öryggisbúnað slökkviliðsmanna Hér á eftir koma drög að reglugerð um öryggi og öryggisbúnað slökkviliðsmanna er gerð var af Höskuldi Einarssyni form. L.S.S. og Guðmundi Magnússyni verkfræðingi ásamt umsögn stjórnar L.S.S. og öryggis og heilbrigðisnefndar 9. þings sambandsins en þingið fól stjórn L.S.S. að samræma umsögnina í ljósi þeirra umræðna er urðu um drögin á þinginu. (Drög) 1. Reykköfunartæki og rey kköfun á veg- um slökkviliða sveitarfélaga. 1.1. Öll reykköfunartæki slökkviliða sveitar- félaga skulu vera viðurkennd af Bruna- málastofnun ríkisins. Stofnunin skal skrásetja öll slík tæki og sjá til þess, að spjaldskrá yfír þau sé sífellt í góðu lagi. 1.2. í samræmi við reglugerð um brunavarnir og brunamál nr. 269/1978 gr. 7.5.6., er sala reykköfunartækja háð samþykki Brunamálastofnunar ríkisins. Seljanda (innflytjanda) slíkra tækja og til- heyrandi búnaðar er skylt að láta bruna- málastofnuninni í té lýsingu á íslensku af tækjunum, uppbyggingu þeirra og notkun, áður en til sölu kemur. 1.3. Brunamálastofnun ríkisins skal tryggja, að öll slökkvilið á landinu geti látið prófa reykköfunartæki sín reglulega. í því skyni skal stofnunin koma á fót eða vera í samn- ingi við prófunarstöð með fullnægjandi 1.7. prófunarbúnaði fyrir þau reykköfunar- tæki, sem eru viðurkennd og í notkun hjá slökkviliðum sveitarfélaga skv. gr. 1.1. 14 SLÖKKVILIÐSMAÐURINN Stöðin skal annast viðgerðir slíkra tækja eftir því sem henta þykir og skal leitast við að hún hafi alltaf tiltæka nauðsynlegustu varahluti í þau. Einnig skal stöðin búin tækjum til að þrýstiprófa loftkúta. 1.4. Öll reykköfunartæki í landinu skulu koma til skoðunar minnst á tveggja ára fresti. Loftkúta skal þrýstiprófa minnst á fímm ára fresti. Bilað tæki eða bilaður maski skal sendur til skoðunar og viðgerðar strax og bilunar verður vart, án viðgerðartilrauna utan prófunarstöðvar. Brunamálastofnun ríkisins eða prófunarstöðinni i hennar umboði skal heimilt að kalla inn einstök tæki til eftirlits og/eða prófunar hvenær sem þurfa þykir. Úrskurður prófunarstöðvarinnar um hvort reykköfunartæki sé í nothæfu ástandi og/eða hæft til viðgerðar og notkunar skal vera bindandi. 1.5. Spjaldskrá yfir öll reykköfunartæki slökkviliða sveitarfélaga skal vera í vörslu prófunarstöðvarinnar. Hvert slíkt tæki skal skráð með sérstöku númeri í spjald- skránni. Númer þetta fylgi alla lífdaga þess. 1.6. Þegar hætt er notkun reykköfunartækja af einhverjum orsökum, skulu þau send Brunamálastofnun ríkisins eða prófunar- stöðinni, til notkunar á æfingum og til skipta vegna tækja sem eru í prófun. Eigendur reykköfunartækja (slökkvilið o.fl.) greiða fyrir prófun og viðhald tækja skv. gjaldskrá prófunarstöðvar, er Brunamálastofnun ríkisins samþykkir.

x

Slökkviliðsmaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.