Slökkviliðsmaðurinn - 01.11.1981, Síða 17
1-8. Reykköfunartæki skal geyma á þurrum
stað, hengd upp í lokuðum skáp.
Áður en slökkviliðsmenn eru settir til
starfa í reykköfun skulu þeir gangast undir
lágmarksþjálfun sem er:
4-8 klst. bókleg kennsla (uppbygging
tækja o.fl.)
16-20 klst. verklegar æfíngar undir stjórn
kennara viðurkenndra af Brunamálastofn-
un ríkisins.
Brunamálastofnun ríkisins skal gangast
fyrir námskeiðum í þessu skyni og séu að
þeim loknum gefín út sérstök reykköfun-
arskírteini að undangengnum hæfnispróf-
um og læknisrannsóknum, skv. nánari
reglum er stofnunin setur.
1-10. Brunamálastofnun ríkisins er heimilt án
undangengis hæfnisprófs að gefa út reyk-
köfunarskírteini til slökkviliðsmanna, sem
sannanlega hafa hlotið fullnægjandi þjálf-
un í reykköfun fyrir gildistöku reglugerð-
ar þessarar, enda liggi fyrir í hverju tilviki
meðmæli frá viðkomandi slökkviliðsstjóra
og Landssambandi slökkviliðsmanna.
Utgáfa skírteinis skv. þessari grein er þó
aðeins heimil innan eins árs frá gildistöku
reglugerðar þessarar.
1-11. Reykköfunarskírteini skal endurnýja á
tveggja ára fresti og skal með umsókn um
endurnýjun leggja fram fullnægjandi
læknisvottorð og vottorð frá viðkomandi
slökkviliðsstjóra um að æfingarskyldu sé
fullnægt.
Handhafí reykköfunarskírteinis sé ekki
yngri en fullra 20 ára og ekki eldri en 45
ára.
1-12. Óheimilt er að setja til reykköfunarstarfa í
slökkviliðum sveitarfélaga a$ra en
handhafa slíkra skírteina, nema sérstök
undanþága brunamálastjóra liggi fyrir
hverju sinni.
1.13. Æfingar skulu haldnar með reykköfurum
a.m.k. 20 klst. á ári undir stjórn kennara
viðurkenndra af Brunamálastofnun ríkis-
ins. Séu æfíngar þessar óháðar annarri
æfingarskyldu slökkviliðanna.
1.14. Um framkvæmd reykköfunar á vegum
slökkviliða sveitarfélaga skulu gilda eftir-
farandi öryggisreglur:
Ekki skulu fara færri en tveir reykkafarar
saman inn í eld eða reyk. Skal a.m.k. einn
úr reykkafarahóp búinn talstöð, og geti
hann haft talstöðvarsamband við stjórn-
endur slökkvihópsins.
2. Um hlífðarfatnað slökkviliðsmanna.
2.1. Sveitarfélög, sem hafa slökkvilið, skv.
lögum nr. 55/1969 um brunavarnir og
brunamál, skulu sjá slökkviliðsmönnum
sínum fyrir hentugum hlífðarfatnaði til
nota við slökkvistarf.
Þar sem slökkvilið er að verulegum hluta
myndað af mönnum sem að jafnaði stunda
önnur störf, skal vera til reiðu ákveðinn
fjöldi hlífðarbúninga skv. reglum er
Brunamálastofnun ríkisins setur hverju
slökkviliði.
2.2. Hlífðarbúningur skal a.m.k. vera eftir-
farandi:
Öryggishjálmur með hettu, jakki, buxur,
vettlingar og stígvél.
Hlífðarfamaðurinn skal vera þannig að gerð
og efni til, að hann verji slökkviliðsmann-
inn eftir föngum þeim sérstöku hættum
sem slökkvistarfinu fylgja.
2.3. Allur hlífðarfatnaður, sem sveitarfélag
kaupir í þessu skyni, skal vera viður-
kenndur af Brunamálastofnun ríkisins og
einnig skal hann hafa hlotið umsögn
Landssambands slökkviliðsmanna.
2.4. Endurnýjun eldri hlífðarfatnaðar slökkvi-
SLÖKKVILIÐSMAÐURINN 15