Slökkviliðsmaðurinn - 01.11.1981, Page 21

Slökkviliðsmaðurinn - 01.11.1981, Page 21
Félag slökkviliðsmanna Akranesi Aðdragandinn að stofnun Félags slökkviliðs- manna á Akranesi var sá að verið var að stofna landssamband slökkviliðsmanna. Fyrir forgöngu slökkviliðsstjórans Stefáns Teitssonar var hafist handa um stofnun félags. Aflað var laga frá samsvarandi félagi og ýmissa upplýsinga sem að gagni mættu koma. Stofnfundur var haldinn 29. Sept. ’73. Var þar gengið endanlega frá félagsstofnun, samþykkt lög og kosin stjórn. Fyrstu stjórn skipuðu Arsæll Jónsson formaður, Þorbergur Þórðarson ritari, Sigurbjöm Jónsson gjaldkeri og Þorsteinn Jónsson meðstjórnandi. Endurskoðendur Eggert Sæ- mundsson og Stefán Teitsson. Ársgjald félagsmanna var ákveðið sem svaraði launum fyrir eina æfingu, hefur það haldist óbreytt síðan. Gjaldkeri innheimtir gjaldið hjá bæjargjaldkera og gengur um leið frá greiðslum á Slökkviliðsmanninum og gjöldum til L.S.S. Þingfararkostnaður tekur svo bróðurpartinn af því sem eftir er. Félagið sendi fulltrúa sína á framhaldsstofnfund L.S.S., þá Stefán Teitsson slökkviliðsstjóra og Ársæl Jónsson formann félagsins. Stefán Teitsson átti sæti í sambands- stjórninni í mörg ár og hefur félagið sent fulltrúa á öll þing L.S.S. Starfsemi félagsins var frekar léttvæg fyrstu arin vegna aðstöðuleysis og þrengsla. En með stækkun á stöðinni fengu slökkviliðsmenn rúmgott herbergi með húsbúnaði til afnota fyrir félagsstarfsemi sína. Slökkviliðsmenn á Akranesi hafa yFirleitt notið velvildar bæjaryfirvalda gagnvart launum og öðru er lítur að þeirra starfi. En eins og gerist og gengur í sveitarstjórnar- ntálum verða mannaskipti í ýmsum stöðum. Fyrra samkomulag er misskilið eða mistúlkað og Verða því óhjákvæmilega árekstrar, jafnvel útaf smámunum. Við slíkar aðstæður er nauðsynlegt fyrir hvert félag að gera sinn kjara- og starfssamn- ing sem kveður á um hin ýmsu réttindamál. Félag slökkviliðsmanna Akraness gerði slíkan samning 1979. Samningurinn er í megindráttum samhljóða samningsuppkasti L.S.S. um kaup og kjör slökkviliðsmanna. Með samningi þessum er líka fengin viss viðurkenning á félaginu sem slíku og L.S.S. Fræðslumál eru ofarlega á stefnuskrá félagsins. Fenginn var maður frá Brunamálastofnun Islands til fræðslustarfsemi, flutti hann erindi og sýndi kvikmyndir um brunavarnir og slökkvilið auk ýmiss annars fróðleiks sem féll í góðan jarðveg. Þökk sé Guðmundi Péturssyni. Fyrirlestur var fluttur um reykköfun og eiturefni Núverandi stjórn Félags slökkviliðsmanna á Akranesi. F.v. Sigurbjörn Jónsson gjaldkeri, Ársæll Jónsson form., Þórhallur Björnsson ritari, Guðjón Bjarnason starfsm. slökkviliðsins. SLÖKKVILIÐSMAÐURINN 19

x

Slökkviliðsmaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.