Slökkviliðsmaðurinn - 01.11.1981, Qupperneq 22

Slökkviliðsmaðurinn - 01.11.1981, Qupperneq 22
í reyk og um annan fróðleik sem kom fram á námskeiði Brunamálastofnunarinnar s.l. haust, flutt af öðrum námskeiðsþega. Kynnisferð var farin um borð í skuttogara sem verið var að ganga frá byggingu á. Sú ferð var mjög athyglisverð og lærdómsrík. Tæplega er nóg að gert að kynna sér innréttingu skipa, þegar hægt er að tapa áttum í öllu upplýstu, hvað þá í reyk og myrkri. Með stofnun Landssambands slökkviliðs- 'manna vaknaði áhugi manna almennt fyrir ýmsum hagsmunamálum slökkviliðsmanna svo sem kjaramálum, tryggingum, öryggismálum og ýmsum aðbúnaði og útbúnaði slökkviliðsins. Ýmsum góðum málum var hrint í framkvæmd og unnið mikip starf til hagsbóta fyrir félagsmenn fyrstu árin. En áfram skal halda að settu marki þó nokkuð hafi verið misvindasamt innan samtakanna undanfarið. Vinna þarf betur að fræðslumálum í samráði við Brunamálastofnun, t.d með auknu námskeiðshaldi með einstökum liðum eða fleiri saman þar sem því verður við komið. Starfsheitið þarf að fá viðurkennt. í sambandi við þinghald L.S.S. hafa gefist tækifæri til að kynnast slökkviliðum á viðkomandi stöðum. T.d. hjá Suðurnesjamönnum í Grindavík ’79, Húsavík ’80 sem tóku sérstaklega vel á móti þingfulltrúum og gerðu dvölina ánægjulega í alla staði. Það lærist alltaf eitthvað af að skoða aðstöðu og ræða við slökkviliðsmenn. Tækifæri eru of fá sem gefast til heimsókna. Slökkviliðsmenn í Reykjavík tóku frábærlega vel á móti okkur Landsliðsmönnum er sóttum námskeið Brunamálastofnunarinnar s.l. haust. Skipst var á að standa með þeim næturvaktir og gafst þá tímitil að njóta fræðslu um ýmsa atburði og viðbrögð þeirra við þeim, var það mjög góður viðauki við sjálft námskeiðið. Mér gafst einnig tækifæri að heimsækja slökkviliðið á Keflavíkur- flugvelli, tóku þeir okkur opnum örmum og sýndu okkur -allt sem hægt var að sjá á jafn stuttum tíma og um var að ræða. Vonandi gefst lengri stund næst. Ef þið slökkviliðsmenn eigið leið um Akranes eruð þið velkomnir á stöðina, starfsmaðurinn er oftast við. Aðeins ein breyting hefur orðið á stjórn Félags slökkviliðsmanna Akraness frá stofnun félagsins, ritarinn Þorbergur Þórðarson hvarf frá liðinu af heilsufarsástæðum en við ritarastörfum tók Þórhallur Björnsson. Ég sendi öllum slökkviliðsmönnum bestu kveðjur frá Félagi slökkviliðsmanna Akranesi. Þórhallur Björnsson, ritari. Ökukennsla - Bifhjólakennsla - Æfingatímar Kennslubifreið Volvo 244 GL. - Kennsluhjól Honda400sp'76 Nemendur greiða aðeins fyrir tekna tíma í kennslunni. ÓLAFUR ÓLAFSSOIM, ökukennari Vesturgötu 117 - Akranesi - S: 1072 20 SLOKKVILIÐSMAÐURINN

x

Slökkviliðsmaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.