Slökkviliðsmaðurinn - 01.11.1981, Síða 23
Bílafloti Slökkviliðs Akraness.
Slökkvilið Akraness
Það mun hafa verið síðla árs 1934, að
hreppsnefnd Ytri-Akranesshrepps samþykkti að
skipa þyrfti ákveðna menn í slökkviliðið og kaupa
tæki til þeirra starfa.
Síðan skipar þessi hreppsnefnd fyrstu
slökkviliðsmennina hér á Akranesi með
skipunarbréfi dags. 28. jan. 1935, og munu þetta
hafa verið 12 til 14 menn.
Áður en slökkvilið voru stofnsett, voru allir
verkfærir menn skyldugir að mæta á brunastað og
aðstoða við björgun og að slökkva eldinn, sem
tókst víst sjaldan, því lengi var vatnsfatan eina
slökkvitækið sem til var og langt í vatn.
Eftir lýsingum eldri manna, hefur starf
slökkviliðsmannsins verið erfitt hér fyrstu árin,
°g ekki á færi nema hraustustu manna að vera þar.
Það hefur ekki verið létt verk að hlaupa bæinn á
enda með þunga dælu í eftirdragi eða slöngu og
verkfærakerru og kom það víst fyrir að menn
væru illa móðir þegar komið var á brunastað og
þeirra beið kannski erfitt starf. Þetta breytist ekki
SLÖKKVILIÐSMAÐURINN 21
fyrr en 1946 hér á Akranesi þegar Akranes eignast
sinn fyrsta slökkvibíl, sem enn er í þjónustu
okkar.
Eftir að þessi bíll kom, sáu ráðamenn bæjarins
að ekki þýddi að geyma svo mikilvægt
Stefán Teitsson núverandi slökkviliðsstjóri.