Slökkviliðsmaðurinn - 01.11.1981, Blaðsíða 25

Slökkviliðsmaðurinn - 01.11.1981, Blaðsíða 25
Við slökkvistörf í 47 ár Stefán Teitsson rœðir við Guðjón Bjarnason umsjónarmann slökkvistöðvarinnar á Akranesi Guðjón, hvencer byrjar þú hjá Slökkvthði A kraness? Það er árið 1934 þegar fyrsta véldælan kemur hingað og slökkviliðið er þá stofnað um svipað leyti. Ég byrja strax að vera umsjónarmaður dæl- unnar og dælustjóri ásamt Gísla Sigurðssyni og hef ég verið nær óslitið síðan umsjónarmaður búnaðar slökkviliðsins. Guðjón, hvernig var slökkviliðið kallað út hérfyrstu árin, áður en sírenurnar voru teknar í notkun eða brunalúðrarnir eins og þeir voru oft kallaðir? Það hefði ekki þótt fljótvirkt í dag, það voru 2 menn valdir til að hlaupa um bæinn og blása í horn eða lúðra og kalla á milli hvar eldur væri laus. Fannst þér ekki vonlítið fyrir slökkviliðið að geta ráðið við nema minnstu elda hér fyrstu árin, svo vanbúið sem það var? Jú, það var lítil von að geta bjargað húsi sem einhver verulegur eldur var kominn í, það var mest um vert að geta bjargað næstu húsum. Vatn var yfirleitt ekkert að fá fyrir dæluna nema í brunnum sem dugðu lítið eða þá að fara með dæluna niður í fjöru og taka í hana sjó, en það var ekki hægt nema sjór væri kyrr og gott veður. Slökkviliðið fær aðra dælu 1938 og eykst þá öryggi nokkuð, þessar dælur voru stundum óþekkar í gang, enda viðkvæmar fyrir raka og bleytu. Þessar dælur eru látnar duga fram til ársins 1946 er slökkviliðið fær fyrsta slökkvibílinn, þá er einnig byrjað að setja niður brunahana enda vatnsveita þá nýkomin í bæinn. Með tilkomu slökkvibílsins er fjölgað í slökkviliðinu og hafðar æfingar öðru hvoru, eins er þá byrjað að greiða eitthvað lítillega fyrir slökkvistörfin. Hvencer ertu svo ráðinn ífullt starfhjá slökkviliðinu tem umsjónarmaður og eldvarnar-eftirlitsmaður? Það er 1964 og hef verið það óslitið síðan. Guðjón Bjarnason, tækjavörður. Hvaða bruni hér á A kranesi er þér eftirminnilegast- ur? Það er þegar Hótel Akranes brann 1946 skömmu áður en við fengum slökkvibílinn, en þá stóð ég blautur upp í mitti niður í fjöru með dæluna, það var erfitt að halda sogbarkanum hreinum því þang og slý vildi loka honum. Hótelið var stórt 2 hæða timburhús og brann það til kaldra kola, en hægt að bjarga næstu húsum enda var veður stillt. Hvernig finnst þér búið að slökkviliðinu í dag? Mér finnst vel að því búið með flesta hluti, það hefur ágætan tækjakost þó bílarnir séu orðnir gamlir þeir elstu, en þegar við erum búnir að fá nýja bílinn sem er á leiðinni til okkar ættum við að vera mjög vel útbúnir. Guðjón, þú verður sjötugur núna 16. des. ncestkomandi og þar með fer að styttast vera þín í þessu starfi, hvað viltu segja hér að lokum? Eg hef alla tíð haft mikinn áhuga á slökkvistörfum frá því að ég fór að hafa vit á þessum málum og gera mér grein fyrir þeirri ábyrgð sem þeim fylgja. Ég vil óska slökkviliði Akraness gæfu í störfum í framtíðinni. Undirritaður vill nota þetta tækifæri til að þakka Guðjóni samstarfið í þessi 17 ár sem við höfum starfað saman, einnig vil ég óska honum til hamingju með sjötugsafmælið og alls hins besta á ókomnum dögum. Stefán Teitsson SLÖKKVILIÐSMAÐURINN 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Slökkviliðsmaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.