Slökkviliðsmaðurinn - 01.11.1981, Blaðsíða 28

Slökkviliðsmaðurinn - 01.11.1981, Blaðsíða 28
Þorgeirs & Ellerts hefur eflst og þar starfa nú um 130 starfsmenn. Margir Akurnesingar starfa hjá Járnblendifé- laginu á Grundartanga, en þar starfa um 150 starfsmenn. Byggingariðnaður hefur eflst á undanförnum árum og hafin hefur verið bygging 50-80 íbúða árlega. ÞJÓNUSTA. Sjúkrahús Akraness hefur 96 legupláss, þar starfa 200 starfsmenn, margir í hlutastarfi. Sjúkrahúsið er rómað fyrir góða aðhlynningu. A dvalarheimilinu Höfða eru 38 íbúðir fyrir 44 vistmenn. Heimilið var tekið í notkun 1978. Hver einstaklingsíbúð er 28 fermetrar. Aðstaða öll þykir ágæt. Þrír leikskólar starfa með hálfsdagsvistun fyrir 150 börn og tvö dagheimili með heilsdagsvistun fyrir liðlega 40 börn. Samt eru biðlistar, en þó minni en víðast hvar. Bókasafn hefur starfað frá 1964 en flutti í nýtt hús 1972. Útlán eru komin yfir 60.000 á ári. I grunnskóla eru um 1000 börn. Þar af eru 160 í nýjum skóla, Grundarskóla, sem enn er í byggingu. Fjölbrautaskóli tók til starfa haustið 1977 og var þá með 186 nemendur. Nemendafjöldi er nú 550 auk 100 nemenda í öldungadeild. Skólinn hefur vaxið og eflst ótrúlega hratt. BYGGÐASAFNIÐ AÐ GÖRÐUM. Gamla húsið að Görðum var byggt á árunum 1880-85 og er fyrsta hús á íslandi byggt úr steinsteypu. Nýja safnhúsið var tekið í notkun í júlí 1974. Séra Jón M. Guðjónsson var aðalhvatamaður að stofnun safnsins. Safnið er mjög ríkt af munum. Þar er t. d. kútter Sigurfari, eini kútterinn sem nú er í eigu landsmanna. ÍÞRÓTTIR OG FÉLAGSLÍF. Félagslíf er mjög mikið. I bænum starfa á annað hundrað félög og félagasamtök. Iþróttalíf er öflugt og Akranes er þekkt fyrir góða íþróttamenn, sérstaklega knattspyrnumenn. Iþróttahúsið er hið stærsta utan Reykjavíkur og var tekið í notkun árið 1976. Hér er ágætur knattspyrnuvöllur og góður 9 - hola golfvöllur. Hestamennska hefur aukist mikið á síðustu árum og í uppbyggingu er hesthúsahverfi við Æðarodda, ásamt aðstöðu fyrir hestamennsku. Akranesi 1981 Magnús Oddsson. Brunabótafélag íslands Húseigendur athugið að brunatrygging hússins sé í /agi. Það er hagkvæmt að hafa al/ar trygg- ingar á sama stað. B/ býður yður at/ar tryggingar. ----------------------Akranesumboð BÍ— 26 SLOKKVILIÐSMAÐURINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Slökkviliðsmaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.