Slökkviliðsmaðurinn - 01.11.1981, Qupperneq 29

Slökkviliðsmaðurinn - 01.11.1981, Qupperneq 29
Yflrskrift JC-dags á Islandi í ár „Jákvætt hugarfar“ Yfirskrift JC dags á íslandi var í ár „Jákvætt hugarfar“. Þess vegna helguðum við í JC Akranes deginum Rauða boltanum því við töldum þetta verkefni vera mjög jákvætt fyrir okkar byggðarlag, eins og allt það er lýtur að auknu öryggi bæjarbúa í brunamálum. Vikuna 24.-31. október munu því líklega flestir Akurnesingar hafa heyrt setningu eitthvað í þess- um dúr, þegar bankað var uppá, á heimilum þeirra af félögum í JC Akranes: j,Góðan daginn ég er hér á vegum J C Akraness og mig langar til að kynna þig fyrir rauða boltanum“. Þessi rauði bolti sem þarna er rætt um er rúmlega 9 cm hringlaga límmiði rauður að lit með gulum eldtungum í miðju og er endurskin í þeim. Símanúmer lögreglu Akraness 1166 er prentað á bakhlið límmiðans, sem snýr inn í herbergið. Ætlunin með dreifingu þessa miða var sá að ef eldur kæmi upp að næturlagi yrði hann fyrsta vís- bending til slökkviliðsmanna um það hvar í húsinu væri sofandi fólk sem þyrfti hjálpar við. Því eitt það fyrsta sem slökkviliðsmenn gera er þeir koma að brennandi húsi er að athuga glugga- tjöld með það í huga hvað af þeim gæti hugsanlega verið í svefnherbergjum. Ef þessi litli rauði bolti er til staðar í öllum svefniherbergisgluggum þá sparar það dýrmætan tíma og sá tími getur þýtt mannslíf. Fyrirmynd rauða boltans er fengin frá Banda- ríkjunum þar sem hann er notaður í smærri bæjum og byggðarlögum þar sem eins og hér á Akranesi eru slökkvilið skipuð af áhugamönnum. Þar er það viðurkennd staðreynd að þessi litli rauði bolti hefur bjargað fjölda mannslífa. Þær viðtökur sem við fengum hjá bæjarbúum við þessu verkefni voru í einu orði sagt frábærar því aðeins 1 af hverjum 100 að meðaltali töldu sig ekki geta tekið þátt í þessu og kváðust ekki hafa áhuga. Þar sem kostnaður í kringum rauða boltann var þó nokkuð mikill og ákveðið var að selja hann undir kostnaðarverði var leitað til tryggingar- félaganna og fengum við styrk frá 5 af þeim 7 tryggingarfélögum sem starfandi eru hér á staðn- um. Einnig var ákveðið að ef um einhvern tekju- afgang yrði að ræða skyldi hann renna óskiptur til tækjakaupa fyrir slökkvilið staðarins. Ég undirrituð vil fyrir hönd JC Akraness færa þeim sem studdu okkur og styrktu og einnig öllum þeim er tóku vel á móti okkur þessa viku bestu þakkir og óskir um að þessi herferð okkar hafi orðið til þess að vekja upp umræður sem svo aftur stuðli að auknu öryggi bæjarbúa. Sigrún Á. Ámundadóttir, Forseti JC Akraness, starfsárið 1981-82. .....—...... ■ —s Hótel Akranes Ával/t viðbúnir Allar veitingar Gisting V / SLÖKKVILIÐSMAÐURINN 27

x

Slökkviliðsmaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.