Slökkviliðsmaðurinn - 01.11.1981, Qupperneq 32

Slökkviliðsmaðurinn - 01.11.1981, Qupperneq 32
Astvaldur Eiríksson, Keflavíkurflugvelli: BRUNARANNSÓKNIR Um sumarið 1980 sótti ég nokkra vikna námskeið, vestur í Bandaríkjunum, sem fjallaði um brunarannsóknir. Slökkviliðsstjóri hafði um langt árabil reynt að koma manni úr okkar röðum á umrætt námskeið en ekki tekist fyrr, vegna geysilegrar ásóknar, og ekki hverjum sem er hleypt inn á slík námskeið því brennuvargar hafa gjarnan hug á að nema slíka hluti. Á þetta námskeið, sem er haldið á vegum flughersins og talið með þeim bestu sem völ er á komast aðeins menn með mikla reynslu í slökkviliði og eldvarn- areftirliti. Vegna hinnar miklu eftirspurnar er mikið námsefni afgreitt á stuttum tíma. Skólinn var frá kl. 06:00 á morgnana til kl. 15:00 á daginn 6 daga vikunnar. Aðstaða er þarna öll hin ákjósanlegasta bæði til rannsókna og verklegrar kennslu. Álagið á mannskapinn var geysilegt, í hverri viku voru viðhöfð próf til að fylgjast með hvort menn voru með á nótunum, ef einhver slakaði á og náði ekki þeim árangri sem til var ætlast var viðkomandi sendur viðstöðulaust heim. Að námskeiðinu loknu þreyttu allir bæði verklegt og bóklegt próf og þeir sem það stóðust voru út- skrifaðir með viðeigandi og myndarlegt skjal upp á vasann og geymi ég mitt með virðingu og ánægjulegum minningum um mjög áhugavert tímabil. Ritstjórn Slökkviliðsmannsins hefur farið þess á leit við mig að ég gerði þessum málaflokki nokkur skil í blaðinu og hef ég fallist á að reyna eftir bestu getu og þeim aðstæðum sem takmarkast af stuttri grein í tímariti, því ég tel að slíkt eigi brýnt erindi til allra slökkviliðsmanna og sérstaklega þeirra aðila sem þurfa að kveða á um eldsupptök hverju sinni. Reynsla Bandaríkjamanna í þessum efnum er sú að þar sem brunarannsóknir hafa verið teknar föstum tökum, þ.e. fólk menntað til hlutanna og allir eldar krufnir gaumgæfilega, hefur komið í ljós að viljandi íkveikjur eru margfalt fleiri en talið var áður. í byggðarlögum þar sem áður var talið að 30 SLÖKKVILIÐSMAÐURINN Ástvaldur Eiríksson forst.m. eldvarnar- eftirlitsins á Keflavikurflugvelli. hlutfall viljandi ikveikja hafi verið um og innan við 5% breyttist hlutfallið uppí 20-25% sem talið er vera meðaltal brunaorsaka í því landi, en fróðir menn telja að þetta hlutfall sé í raun enn hærra. Ástæðan er sú að brennuvargar kveikja gjarnan í á þann veg að öll sönnunargögn eyðileggist í eldinum og hitt að málin væru ekki nógu vandlega krufin og menn kunnu ekki nógu vel til slíkra verka. Annað atriði í þessu sambandi er að tjón það sem verður í íkveikjueldum er talið vera 30-50% af heildarbrunatjóni Bandaríkjamanna. Ástæðan er sú, að brennuvargar kveikja gjarnan í á þann hátt að tjónið verður algert. Sagt er að engin glæpastarfsemi blómstri eins mikið og starfsenn brennuvarga, en fyrirtæki og einstaklingar ku geta leigt slíkt fólk til að hafa fé út úr tryggingar- fyrirtækjum, og þeir klárustu í bransanum fa ákveðna prósentu af tryggingarupphæðinni fynr vikið. Mér er ekki kunnugt hvað talið sé hlutfall viljandi íkveiktra elda hér á landi, en líklegt ma telja að raunverulega sé það töluvert hærra en

x

Slökkviliðsmaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.