Slökkviliðsmaðurinn - 01.11.1981, Síða 38

Slökkviliðsmaðurinn - 01.11.1981, Síða 38
ASKORUN TIL SLÖKK VILIÐ S STJÓR A Brunamálastofnun ríkisins sendi á þessu ári frá sér til umsagnar drög að tveimur reglugerðum, sem tvímælalaust stuðla að bættum starfsskilyrð- um og auka öryggi slökkviliðsmanna við störf sín. Reglugerðirnar munu einnig stuðla að aukinni vernd á lífí og eignum hins almenna borgara, þegar settar verða lágmarks kvaðir í reglugerð um búnað og tækjakost slökkviliðanna. Reglugerðirnar eru: 1. Drög að reglugerð um reykköfunartœki og reykköfun á vegum slökkviliða sveitarfélaga og um hlífðarfatnað slökkviliðsmanna. Aðeins hafa borist svör frá 6 aðilum. 2. Drög að reglugerð um búnað og tœkjakost slökkviliða og vatn til slökkvistarfa. Aðeins hafa borist svör frá 9 aðilum. Einmitt þessi mál hafa verið ofarlega á baugi hjá slökkviliðsmönnum og er þeim málið skylt. Slökkviliðsstjórar, sveitarstjórnir og fleiri aðilar, sem með brunamál fara hér á landi, fengu reglu- gerðardrögin til umsagnar og rann skilafrestur út í september. Það fer vart milli mála, að undirtektir eru allt of daufar og geta umsagnir frá svo fáum aðilum tæplega talist marktækar fyrir heildina. Brunamálastjóra er ljóst, að ýmsu má breyta og vafalaust færa til betri vegar í báðum þessum reglugerðum, og er öllum ábendingum tekið með þökkum í því efni. Skorað er á slökkviliðsstjóra, að bregðast nú skjótt við og sjá til þess, hver í sínu sveitarfélagi, að strax verði gengið frá tilheyrandi umsögnum til Brunamálastofn- unar, hafl það ekki þegar verið gert. Með kveðju, Þórir Hilmarsson brunamálastjóri ríkisins. 36 SLOKKVILIÐSMAÐURINN

x

Slökkviliðsmaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.