Slökkviliðsmaðurinn - 01.11.1981, Page 41

Slökkviliðsmaðurinn - 01.11.1981, Page 41
I heimsókn í Norska brunaskólanum. felldan niður söluskattinn (momsið) af þeim vörum er við keyptum og gekk á ýmsu með það. Kl. 14.00 hófst síðan ráðstefnan af fullum krafti vorum við mættir þar fjórir fulltrúar frá Islandi og hlustuðum með sperrt eyru á athyglis- verða fyrirlestra og kynningar á skólamálum Svía ^b.a. tillögur um aukna skólagöngu sænskra slökkviliðsmanna. Voru tillögurnar í þá áttina að byrjað var strax í grunnskóla, þaðan yfir í 'ðnskóla, tvær til þrjár vikur í praktiskri vinnu á slökkvistöð og síðan áfram allt uppí 2280 klst. ttámstími. T.d. var björgunarþjónusta með allt að 480 klst., kemisk fræðsla allt að 123 klst., fyrirbyggjandi fræðsla allt að 341 klst., húsbyggingatækni allt að 275 klst. og vélfræði allt að 75 klst. Vorum við félagarnir sammála um að v>ð gætum svo sem notfært okkur eitthvað af allri hessari námsskrá heima á íslandi. Um kvöldið var siglt um höfnina á tveim bátum °g var tækifærið notað til að kynnast svolítið innbyrðis. Rektor norska brunaskólans varð °kkur síðan samferða heim á hótel og voru íslensk hrunaskólamál þar efst á baugi, einnig lýstum við ahuga okkar á að koma í formlega heimsókn í skól- ann, skoða hann og ræða um hvort ekki væri hugsanleg einhver samvinna á milli væntanlegs íslensks brunaskóla og þess norska. Folde rektor tók öllum okkar málaleitunum með miklum ágætum og mæltum við okkur mót föstudaginn 11. 9. í húsnæði skólans, sem er í Grorud, rétt fyrir utan Osló. Þriðjudagurinn hófst með fyrirlestrum um nánara samstarf hinna norrænu slökkviliða, rætt var um stórslys og stórbruna utan Svíþjóðar og kom Island þar inní myndina með eldsumbrot- unum í Heimaey 1973, sýnd voru ýmis línurit og myndir um tíðni þessarra slysa og orsakir. Fór um flesta ráðstefnugesti vegna óhugnaðar sumra myndanna. Enskur slökkviliðsmaður ræddi um flutning á hættulegum efnum í tankbílum og um hversu nauðsynlegt væri að koma á skipulagi og reglum um merkingu þessara bifreiða. Fluttur var fyrirlestur um búnað og fjölda danskra slökkvistöðva og almannavarnastöðva. Rætt var um hversu marga menn þyrfti til að svara elds- útköllum, niðurröðun þeirra á bíla og hversu lengi þeir mega vera á leiðinni. Danir miða við að vera 10 mínútur í bæjum og borgum annars staðar 15 mínútur. Rætt var um sparnað þann er víða virðist vera landlægur og var borinn saman kostnaður við slökkvilið í Danmörku, Bretlandi og Þýskalandi. SLÖKKVILIÐSMAÐURINN 39

x

Slökkviliðsmaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.