Slökkviliðsmaðurinn - 01.11.1981, Síða 50

Slökkviliðsmaðurinn - 01.11.1981, Síða 50
er venjulega orsök hitaflutnings af einni hæð á aðra, frá einni vistarveru til annarrar og frá einu svæði til annars. Teikningin á mynd 18 lýsir þesskonar hitaflutningi. Útbreiðsla elds gegnum ganga, upp stiga eða lyftugöng, milli veggja og gegnum súð, orsakast mestmegnis af streymi heitra loftstrauma. LÖGMÁL EÐLISHITA Eldur flyst einnig eftir og gegnum efni, sem brennur, með beinni logasnertingu. Þegar efnið er hitað upp að því marki, að það byrjar að gefa frá sér eldfimar gufur, getur kviknað í þessum gufum. Öll önnur eldfim efni, sem eru í snertingu við hinar brennandi gufur eða loga, geta hitnað að því marki að í þeim kvikni einnig, og þær brenni. Flutningur hita með logasnertingu er sýndur á mynd 19. LÖGMÁL DULINS HITA VIÐ UPPGUFUN Frá eldvarnarsjónarmiði er eðlishiti mæli- kvarði á hæfni efnis til að taka í sig hita. Þótt vatn brenni ekki, getur það tekið í sig mikinn hita. Hitamagnið er mælt í breskum hitaeiningum (British Therval Units), eða Btu. Btu er skilgreint sem magn þess hita, sem þarf til að hækka hitastigið á einu pundi af vatni um eina gráðu a Fahrenheit, við eða nálægt hámarksþéttni þess (39.1 F.) eins og sýnt er á mynd 20. Eðlishiti er skilgreindur sem hlutfallið milli þess hitamagns sem nauðsynlegt er til að hækka hitann á tilteknu magni efnis og magni þess hita, sem þarf til að hækka hitastigið á sama magni af vatni um sama gráðufjölda. Líkt og loft er valið sem mælikvarði við samanburð á þyngd lofttegunda, er vatn valið sem mælikvarði við samanburð á öðrum efnum. Eðlishiti vatns er 1. Eðlishiti hinna ýmsu efna er mismunandi. Hraði hitaupptöku eins efnis úr öðru eykst i réttu hlutfalli við yfirborðið, sem hitinn nær til- Ef t.d. eins ferþumlungs ísmoli er settur i vatnsglas, tekur það töluverðan tíma fynf ísmolann að taka í sig hitann úr vatninu vegna 48 SLÖKKVILIÐSMAÐURINN

x

Slökkviliðsmaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.