Slökkviliðsmaðurinn - 01.11.1981, Qupperneq 51

Slökkviliðsmaðurinn - 01.11.1981, Qupperneq 51
þess að aðeins sex ferþumlungar íssins snerta það. Ef sama ísmola er skipt í 512 1/8 þumlunga mola °g settur í vatn, snertir það 48 ferþumlunga af ísnum. Þetta lögmál gildir einnig um vatn í vökvaformi. Ef vatni er skipt í marga dropa eykst hraði hitaupptökunnar mörg hundruð sinnum. Ef þessu lögmáli eðlishita er beitt á vatnsstróka, gerir það okkur kleift að skilja hversvegna fingerðar vatnsagnir í úðaflaumi taka hraðar í sig hita en samfelldur flaumur vatns. Dulinn hiti uppgufunar er magn þess hita, sem efai tekur í sig, er það breytist úr vökva í gufu. Við s)ávarmál (við meðal loftþrýsting) sýður vatn við 100°C. Við þettahitastig breytist það í gufu. Þessi Uppgufun á sér þó ekki stað á því andartaki sem vatnið nær suðumarki. Sérhvert pund vatns þarfnast u.þ.b. 970 Btu viðbótarhita til að það breytist fullkomlega í gufu, sbr. mynd 21. Þetta atriði er þýðingarmikið við slökkvistörf, því að hiti vatnsins fer ekki yfir 100°C meðan hvert pund af vatni tekur í sig 970 Btu. Eitt gallón (4 1/2 lítri) af vatni mun þess vegna við 21°C taka í sig meira en 9000 Btu af hita, ef öllu vatninu er breytt í gufu. BEIN LOGASNERTING Ef vatni frá úðastút, sem gefur frá sér 100 gallon á mínútu, er beint að mjög heitu svæði, getur það tekið í sig nálægt 926.000 Btu hitaeiningar á mínútu. Hitinn sem myndast, þegar eitt pund af kolum brennur, er nálægt 10.000 Btu; sama magn af timbri myndar um 8000 Btu og eitt gallon af benzíni um 130.000 Btu. Hitinn, sem brennanlegt efni getur myndað, er háður efnasamsetningu þess. Hversu hratt efnið gefur frá sér hitann er komið undir lögun þess, yfirborði og aðstreymi lofts. Einnig er talað um dulda hitaútlausn þegar lofttegundir breytast í vökva og vökvi í fast efni. 10. ÚTÞENSLA LOFTTEGUNDA Lofttegundir hafa enga ákveðna lögun eða rúmtak. Þessi eiginleiki lofttegunda stafar af mjög örum sameindasveiflum og næstum algjörum skorti á samloðun. Þegar innbyrgð lofttegund er Mynd 19 BEIN LOGASNERTING SLÖKKVILIÐSMAÐURINN 49

x

Slökkviliðsmaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.