Slökkviliðsmaðurinn - 01.11.1981, Side 54

Slökkviliðsmaðurinn - 01.11.1981, Side 54
Nýjar fréttir frá stjórn L.S.S. Þann 21. nóvember s.l. var haldinn á Akureyri kynningar og fræðslufundur á vegum L.S.S. og Brunamálastofnunar ríkisins fyrir slökkviliðs- og sveitarstjórnarmenn á Norðurlandi. Fundinn sóttu 30 menn frá 11 slökkviliðum og stjórnum sveitarfélaga. A þessum fundi var saga,núverandi staða og stefna L.S.S. kynnt af formanni sambandsins og þá sérstaklega hvað varðar fræðslu og öryggismál slökkviliðsmanna. Þórir Hilmarsson brunamálastjóri skýrði og sömuleiðis frá starfsemi B.M.S.R. uppbyggingu hennar og stjórn. Þá skýrði hann einnig vel frá þeim örðugleikum er stofnunin hefur átt við að glíma að undanförnu en sagðist líta björtum augum til framtíðarinnar. Þá kynnti hann einnig hugmyndir sínar að fræðslumálum slökkviliðs- manna og lagði fram gögn til kynningar í því sambandi. Þá skýrði Gísli Lórenzson frá störfum sínum í nefnd þeirri er skipuð var af félagsmálaráðherra til að endurskoða m.a. lögin um brunavarnir og brunamál og skýra út þær helstu breytingar er nu liggja fyrir Alþingi og væntanlega verða ræddar og samþykktar á þessu þingi. Þá voru einnig a þessum fundi rædd flest þau mál er varða slökkviliðsmenn og þeirra samtök og komu fram hugmyndir í því efni sem stjórn L.S.S. mun kynna sér nánar. Þar sem þessi fundur gafst svo vel hefur verið ákveðið að halda fleiri slíka fundi út um land og hefur næsti fundur verið ákveðinn í byrjun desember og þá á Suðurnesjum og síðan eftir áramót á Suðurlandi. Vonumst við í stjórn L.S.S- að þessir fundir verði til þess að auka kynni og koma á nánara sambandi á milli stjórnar og aðild' arfélaganna og einnig fá menn þar gullið tækifæri til að kynnast málefnum B.M.S.R. Jónas Marteinsson ritari AKRANESI - SÍMAR 2584 & 2364 Höfum allt efnitilhitaveitutenginga Danfossvörur o.fl. Einnig hitaþolin frárennslisrör og tengistykki 52 SLÖKKVILIÐSMAÐURINN

x

Slökkviliðsmaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.