Slökkviliðsmaðurinn - 01.06.2007, Page 10

Slökkviliðsmaðurinn - 01.06.2007, Page 10
Slökkvilið og leikskólar um allt land í samstarf um eldvarnir og fræðslu Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins (SHS) og fleiri slökkvilið í samvinnu við Eign- arhaldsfélagið Brunabótafélag Islands (EBl) eru að heí]a samstarf við leikskólana um eldvarnaeftirlit og fræðslu til að auka öryggi á leikskólunum og heimilum barnanna. A höfuðborgarsvæðinu nær verkefnið árlega til um 150 leikskóla og 2.500 barna og fjölskyldna þeirra. Verkefnið var kynnt á leikskólanum Norðurbergi í Hafnarfirði nýverið. Um er að ræða eitt stærsta einstaka for- varnaverkefni slökkviliðanna til þessa en þau hafa einnig tekið þátt í Eldvarnaátaki Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutn- ingamanna með heimsóknum til átta ára barna í grunnskólum. Tilefni þess að ráðist var í þetta verkefni er meðal annars könn- un sem sýndi að eldvörnum heimilanna er verulega áfátt og á það ekki síst við um heimili ungs fólks. Þegar slökkviliðsmenn heimsœkja Leikskólanafá börnin aS skoða bíla og tœki. Slökkviliðsmaðurinn

x

Slökkviliðsmaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.