Slökkviliðsmaðurinn - 01.06.2007, Side 11
11
Öll börninfá möppu meÖ skemmtilegum verkefnum og upplýsingum um eldvarnir, auk viÖurkenn-
ingarskjals fýrir aÖ aÖstoÖa slökkviliÖiÖ sitt. Bergur SigurÖsson, verkefhisstjóri hjá SHS, afhendir einu
barnanna á Noröurbergi gögnin.
Fræðsla til starfsfólks,
barna og fjölskyldna
Markmið verkefnisins er þríþætt:
1. Að tryggja að eldvarnir í leikskól-
unum verði ávallt eins og best verður
á kosið.
2. Að veita elstu börnunum fyrstu
fræðslu um eldvarnir og kynna fyrir
þeim störf slökkviliðsmanna og
búnað.
3. Að minna foreldra og forráðamenn
barnanna á mikilvægi þess að hafa
eldvarnir heimilisins í lagi og veita
þeim leiðbeiningar um hvernig ná má
því marki.
Utbúið hefur verið fjölbreytt og vand-
að fræðsluefni og önnur gögn sem nýtast
ofangreindum markhópum. SHS þróaði
verkefnið í samvinnu við Garðar H. Guð-
jónsson kynningarráðgjafa, Þrúði Osk-
arsdóttur hönnuð, Höllu Sólveigu Þor-
valdsdóttur myndskreyti og menntasvið
Reykjavíkurborgar. Sérstakir aðstoðarmenn
slökkviliðanna í verkefninu eru slökkviálf-
arnir Logi og Glóð sem eru jafnframt helsta
auðkenni verkefnisins.
EBI lét aðlaga fræðsluefnið þannig að
það nýtist öðrum slökkviliðum í landinu og
I upphafi ergerÖur samningur milli slökkviliÖs
og leikskóla. Birgir Finnsson frá SHS ogAnna
Borg, leikskólastjóri á NorÖurbergi, handsala hér
samninginn. MeÖþeim á myndinni eru Anna
SigurÖardóttir, framkvœmdastjóri EBI, og Bjarni
Kjartansson frá SHS.
lætur þeim það í té án endurgjalds. Verk-
efnið hefur verið kynnt fyrir slökkviliðs-
stjórum um allt land og hefur það fengið
góðar undirtektir. Ljóst er að ráðist verður í
það meðal annars á Suðurnesjum, í Árnes-
sýslu, Fjarðabyggð, á Héraði og víðar.
Börnin taka þátt í
eldvarnaeftirliti
Verkefnið fer þannig fram að slökkvilið-
in heimsækja leikskólana tvisvar sinnum
á hverju ári. I fyrri heimsókn er gengið úr
skugga um að eldvarnir leikskólans séu í
lagi. I þeirri síðari heimsækja slökkviliðs-
menn elstu börnin á leikskólanum og fræða
þau um störf sín og eldvarnir. Þá fá börn-
in sérstaka viðurkenningu og möppu með
verkefnum og upplýsingum um eldvarnir.
Börnin hafa möppuna með sér heim og
skilar fræðslan sér þannig til heimilanna.
Á milli heimsókna slökkviliðsins annast
leikskólinn eigið eldvarnaeftirlit mánaðar-
lega með þátttöku barnanna. Leikskólinn
skuldbindur sig einnig til að gera rýming-
aráætlun og æfa rýmingu árlega, samkvæmt
samkomulagi sem aðilar gera með sér í
upphafi.
Slökkviliösmaðurinn