Slökkviliðsmaðurinn - 01.06.2007, Qupperneq 12
Vaskir SHS-menn gengu
á hæsta fjall Evrópu
Áttunda apríl síðastliðinn hélt sex manna
hópur af stað til Rússlands í þeim tilgangi
að ganga á Elbrus, hæsta fjall Evrópu, og
leika sér á fjallaskíðum. Hópurinn keypti
pakka hjá Pilgrimtours sem er rússnest fyrir-
tæki og sáu þeir um hótel og fararstjórn á
fjallið. Ferðalangarnir voru Ari Hauksson,
slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður hjá
SHS, Elías Níelsson, íþróttafræðingur SHS,
Einar Stefánsson, Ingólfur Gissurarson,
Kristán Maack og Magnús Friðjónsson,
allir þaulvanir fjallamenn.
Flogið var í gegnum Stokkhólm til
Moskvu og daginn eftir til bæjarins Mine-
ralniyeVody. Þaðan var fjögurra tíma
keyrsla upp í Kákasusfjöllin í bæinn Azau
sem er í 2.300 metra hæð og þar gistum
við fyrstu þrjár næturnar. Elbrus er 5.642
metrar á hæð, 832 metrum hærri en Mont
Blanc. Eftir fall Sovétríkjanna fluttist
Elbrus yflr til Evrópu og varð þá hæsta fjall
álfunnar.
Sexmenningunum sóttist gangan á toppinn vel.
Slökkviliðsmaöurinn