Slökkviliðsmaðurinn - 01.06.2007, Side 16

Slökkviliðsmaðurinn - 01.06.2007, Side 16
16 Guðmundur Vignir Óskarsson Guðmundur Vignir er 55 ára gamall (fæddur 26. nóvember 1951), fram- kvæmdastjóri sameiginlegs rekstr- arfélags Reykjavíkurborgar, Þróttar og Armanns. Hann er kvæntur Ornu Hólmfríði Jónsdóttur lektor við KHI og saman eiga þau soninn Vigni Örn. Börn Guðmundar frá fyrra hjónabandi eru Björn Elmar og Inga Dóra. Sonur Örnu frá fyrra hjónabandi er Hrafn Kristjánsson. Guðmundur tók sveinspróf í pípu- lögnum 1971 en starfaði sem slökkvi- liðs- og sjúkraflutningamaður hjá Slökkviliði Reykjavíkur 1976-1992. Hann var formaður og framkvæmda- stjóri LSS 1992-2002. Hann gegndi fjölmörgum trúnaðar- störfum á ferli sínum sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður og formaður LSS. Hann sat í stjórn Starfsmanna- félags Reykjavíkur 1985-1992 og átti sæti í stjórn BSRB 2000-2002. Hann tók virkan þátt í ýmsum félagsmálum á vegum BSRB. Guðmundur sat í stjórn Brunamálastofnunar 1997-2000 og í brunamálaráði frá 2001 og var varafor- maður skólanefndar Brunamálaskólans frá stofnun hans 1994 til 1996. Guð- mundur tók auk þess virkan þátt í að móta lög og reglur um starfsumhverfi og réttindi slökkviliðs- og sjúkraflutn- ingamanna. Hann tók þátt í vinnu við gerð fyrstu reglugerðar um mennt- un, réttindi og skyldur slökkviliðs- manna sem sett var 1991 og sat í nefnd umhverfisráðherra um endurskoðun laga um brunamál, gerð reglugerðar um Brunamálaskólann og um réttindi og skyldur slökkviliðsmanna sem tók gildi í árslok 2001. Fyrstu kynnin af félagsmálum Hann hafði ekki reynslu af réttinda- og kjarabaráttu þegar hann hóf störf hjá Slökkviliði Reykjavíkur, enda ungur að árum. Hann segir það þó ekki hafa verið neina tilviljun að hann hóf afskipti af þess- um efnum, hann hafi snemma sýnt áhuga, látið skoðanir sínar í ljós, og staðið á sinni sannfæringu. - Mín fyrstu formlegu kynni af félags- málum urðu þegar ég gaf kost á því við Sig- urjón Kristjánsson, fulltrúa starfsmanna, að verða fulltrúi í verkfallsnefnd Starfsmanna- félags Reykjavíkurborgar 1978. Eftir það leiddi eitt af öðru og ég sogaðist smám saman inn í iðu mikillar gerjunar og átaka sem urðu í verkalýðsmálum á 9. áratugn- um. Starfsmenn slökkviliðanna voru þá félagar í starfsmannafélögum bæjarfélag- anna víða um landið og við hjá Slökkviliði Reykjavíkur í Starfsmannafélagi Reykjavík- urborgar. Einnig voru flugvallarslökkviliðs- menn í Félagi ríkisstarfsmanna og slökkvi- liðsmenn á Keflavíkurflugvelli heyrðu undir Kaupskrárnefnd varnarsvæða, segir Guðmundur. Eldskírn í verkalýðsbaráttu Guðmundur varð síðar varaformaður verk- fallsnefndar og tók við formennsku þegar BSRB setti samfélagið nánast á annan endann í hörðum verkfallsátökum haustið 1984. Slökkviliðsmenn höfðu þá verkfallsrétt aðeins að nafninu til og Guðmundur segir að í þeirra hópi hafi ríkt djúpstæð óánægja með stöðu sína. Hann fékk sína eldskírn í verkalýðsbaráttu í verkfallsátökunum 1984 og árið eftir var hann kominn í stjórn Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar. Þar átti hann sæti allt til 1992 þegar hann varð fyrsti formaður LSS. Virkir í verkalýðsbaráttunni - Haraldur Hannesson, sem nú er látinn, var formaður starfsmannafélagsins á þess- um tíma en við vorum mörg mjög óánægð með hve höll forystan var undir yfirvöldin í ráðhúsinu og því var ákveðið að ég gerði atlögu að því að fella Harald úr emb- ætti formanns 1990. Ur því varð gífurlega hörð barátta sem ég tapaði með hundrað atkvæða mun. Eg vil taka það fram að milli okkar Haraldar urðu aldrei persónuleg ill- indi en við vorum ákaflega ósammála um markmið og leiðir í kjarabaráttu. Oll verka- lýðsbarátta á þessum árum litaðist mjög af flokkspólitískum átökum, ekki síst milli íhaldsins sem kallað var og svo kommanna, en svo voru meðal annars Alþýðubanda- lagsmenn kallaðir. Sjálfur tilheyrði ég hvor- ugum hópnum en mér fannst þetta flokks- pólitíska þras standa í vegi fyrir umbótum og framförum Guðmundur. Hann segir að þegar á þessum árum hafi verið uppi raddir um það meðal slökkviliðs- manna að segja skilið við starfsmannafélög- in þar sem fagstéttir töldu að gengið væri fram hjá þeim í kjarasamningum. Við upp- „Við uppreisnarástandi lá til dæmis hjá Slökkviliði Reykjavík- ur árið 1987 þegar starfsmenn hugðust fara af vaktinni og sækja baráttufund vegna óánægju með nýundirritaðan kjarasamning og segist Guðmundur hafa vissu fyrir því að lögreglan hafi verið í við- bragðsstöðu að fyrirmælum Davíðs Oddssonar, þáverandi borgarstjóra.11 reisnarástandi lá til dæmis hjá Slökkviliði Reykjavíkur árið 1987 þegar starfsmenn hugðust fara af vaktinni og sækja baráttu- fund vegna óánægju með nýundirritaðan kjarasamning og segist Guðmundur hafa vissu fyrir því að lögreglan hafi verið í við- bragðsstöðu að fyrirmælum Davíðs Odds- sonar, þáverandi borgarstjóra. Guðmundur segir allt hafa verið í hers höndum á stöð- inni enda létu starfsmenn sem þeir ætluðu að sækja fundinn. Þeir ákváðu þó á síðustu stundu að láta það ógert. Geta má þess að kjarasamningurinn var síðar brenndur fyrir framan slökkvistöðina, svo mikill var hitinn Slökkviliðsmaðurinn

x

Slökkviliðsmaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.