Slökkviliðsmaðurinn - 01.06.2007, Page 18

Slökkviliðsmaðurinn - 01.06.2007, Page 18
Lðndssamband slökkviliðs og sjukraflutníngamanna ~ '<? * : Það sem heillaði mig einna mest í störjum mínum aðfélagsmálum var aðfmnajýrir vaxandiþekkingu og reynslu ogfinna að mín varþörfíþessari baráttu. Eggaf afmér og uppskar í vaxandi viðurkenningu og virðingu jyrir stéttinni, auk bœttra kjara, segir Guðmundur í viðtali við Slökkviliðsmanninn. á stöðu sinni sem fullgildur samningsaðili. Sú viðurkenning var ekki auðfengin. - Ríkið og sveitarfélögin sáu öll tormerki á að fá enn einn viðsemjandann, enn eitt áreitið um aukin útgjöld. Það varð því fyrsta stóra baráttumál okkar að fá þessa aðila til að hlusta á okkur og viðurkenna samningsrétt okkar. Jóhanna Sigurðardótt- ir, þáverandi og núverandi félagsmálaráð- herra, hafði sett fyrstu reglugerðina um réttindi og skyldur slökkviliðsmanna 1991. Viðsemjendur okkar hjá ríki og borg báru því hins vegar við að skýra lagastoð þyrfti. — I apríl 1993, um ári eftir stofnun LSS, fylktum við liði í mótmæla- og kröfu- göngum, fyrst að Alþingi, svo að Ráðhúsi Reykjavíkur og að ráðhúsinu á Akureyri til að krefjast sjálfstæðs samningsréttar. Gíf- urlegur hugur var í mönnum og mikil sam- staða enda skiluðu þessar aðgerðir árangri. Markús Orn Antonsson borgarstjóri lagði til að við legðum mál okkar í félagsdóm en því höfnuðum við þegar í stað. Borgin reyndi einnig að skapa sundrungu í stétt- inni með því að bjóðast til að semja beint við slökkviliðsmenn hjá Reykjavíkurborg. Okkur þótti það argasta ósvífni og varla svara vert. Það var því stór stund 21. des- ember 1993 þegar við mættum á okkar fyrsta samningafund með samninganefnd ríkisins, Reykjavíkurborgar og launanefnd- ar sveitarfélaga í Rúgbrauðsgerðinni. Við undirrituðum okkar fyrsta kjarasamning að morgni 13. júní 1994 við Reykjavík- urborg eftir langar og strangar samninga- viðræður og samningar við aðra viðsemj- endur og viðurkenning Kaupskrárnefndar vegna slökkviðsmanna á Keflavíkurflug- velli komu í kjölfarið. Björninn var unn- inn. Við vorum orðnir fullgildir aðilar við samningaborðið og höfðum fengið sömu viðurkenningu og réttindi og aðrir, segir Guðmundur. Hann bætir við að deilan á Keflavíkurflugvelli hafi verið mjög hörð og var þar efnt til setuverkfalls sem telja má einsdæmi í herstöð. „Það var því stór stund 21. desember 1993 þegar við mættum á okkar fyrsta samningafund með samninga- nefnd ríkisins, Reykjavíkurborgar og iaunanefndar sveitarfélaga í Rúgbrauðsgerðinni.“ Áhersla á faglegar forsendur Um það snerist fyrsti samningurinn, segir hann, að fá að semja. LSS gerði sinn annan kjarasamning 1995 og þá var kapp lagt á að semja vel fyrir stjórnendur til að skapa svigrúm fyrir aðra síðar. Síðan tók við hver samningurinn af öðrum. Vaxandi áhersla var lögð á viðurkenningu ýmissa faglegra réttinda, svo sem vegna reykköfunar, björg- unarköfunar og neyðarbílsréttinda. - Við skildum byrjunarlaunin vísvit- andi eftir framan af en þegar frá leið jókst Slökkviliðsmaöurinn

x

Slökkviliðsmaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.