Slökkviliðsmaðurinn - 01.06.2007, Page 19

Slökkviliðsmaðurinn - 01.06.2007, Page 19
19 Guðmundur fullyrðir að menntun ogþekking íslenskra sjúkraflutningamanna jafnist á viðþað besta sem þekkist í Bandaríkjunum og hefur orð bandarískra sérfrœðinga fyrirþví. áherslan á að fá þau leiðrétt, enda voru þau svo léleg að þau voru ekki bjóðandi mönn- um með starfsmenntun. Við fórum þá leið að byrja á að hífa menn upp eftir ábyrgð og faglegum forsendum og það fór saman við þá áherslu okkar og stjórnenda slökkviliða að bæta kjörin til samræmis við aukna þekkingu og menntun þannig að menn sæju sér akk í að þróa sig í starfi. Síðan hófst sú barátta sem hefur verið að skila sér á síðari árum að gera launin almennt þann- ig að menn geti haft það sem aðalstarf að vera slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn, segir Guðmundur Vignir. „Þegar ég gekk í Slökkvilið Reykjavíkur var þar mikil verk- menntun en verulega skorti á faglega menntun starfsmanna. Nú er svo komið að sjúkraflutningar almennt og neyðarflutningar hér- lendis jafnast á við það besta sem gerist í Bandaríkjunum.“ Bylting í menntunarmálum Fjölmörg verkefni biðu forystu nýja sam- bandsins. Gera þurfti samninga fyrir sjúkraflutningamenn í hlutastarfi sem höfðu verið samningslausir. Hið sama gilti um hlutastarfandi slökkviliðsmenn. En eitt af því sem stendur uppúr í huga Guð- mundar Vignis er sú bylting sem orðið hefur í menntunarmálum slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. - Þegar ég gekk í Slökkvilið Reykjavík- ur var þar mikil verkmenntun en verulega skorti á faglega menntun starfsmanna. Nú er svo komið að sjúkraflutningar almennt og neyðarflutningar hérlendis jafnast á við það besta sem gerist í Bandaríkjunum. Það er ekki bara eitthvað gort í mér heldur höfum við orð bandarískra sérfræðinga fyrir því. Það hefur kostað mikla þrautseigju að koma málum á þetta stig. Heilbrigð- isstarfsfólki þótti það um skeið tímaskekkja að vera að kenna iðnaðarmönnum sjúkra- flutninga en okkur tókst að yfirvinna slíkar hindranir og með okkur og heilbrigðisstétt- unum tókst gott samstarf í menntunarmál- um. Við sýndum einfaldlega fram á að við værum hæfir til þessara starfa og nú getum við sagt með sanni að það besta á Islandi er í fararbroddi á heimsvísu á þessu sviði. - Gífurlegt átak hefur einnig orðið í menntun slökkviliðsmanna og það þakka ég bæði atvinnuslökkviliðunum og stofnun Brunamálaskólans 1994. Það hafði verið eitt af metnaðarmálum LSS og náðist að setja ákvæði um skólann í reglugerð um réttindi og skyldur í tíð Rannveigar Guð- mundsdóttur í félagsmálaráðuneytinu. Það hefur ekki alltaf verið eining um hvernig haga skyldi starfsemi skólans og náminu en fulltrúar okkar hafa haft afgerandi áhrif Slökkviliðsmaöurinn

x

Slökkviliðsmaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.