Slökkviliðsmaðurinn - 01.06.2007, Side 22

Slökkviliðsmaðurinn - 01.06.2007, Side 22
Guðmundur Helgi Sigfusson, slökkviliðsstjóri nýja atvinnumannaliðsins í Fjarðabyggð: Við höjum sett okkurþað markmið að hafa á að skipa velþjáljuðu liði sem fljótt er að bregðast við. Við munum leggja áherslu á forvarnir, eldvarnaefiirlit ogþjálfun sem nœr til hlutastarfandi liðanna og styrkirþau. Aukið öryggi með nýju atvinnuliði í Fjarðabyggð Eftir Gunnar Gunnarsson I byrjun maí var staðfestur samstarfssamn- ingur milli Alcoa Fjarðaáls og Fjarðabyggð- ar um brunavarnir í Fjarðabyggð. Samning- urinn felur í sér stofnun atvinnuslökkviliðs sem verður hið fyrsta á Austfjörðum en tólf manns verða atvinnuslökkviliðsmenn. Heildarmannafli slökkviliðs Fjarðabyggðar er þó 120 manns að hlutastarfandi liðum meðtöldum. - Alcoa Fjarðaál þarf að sjá um bruna- varnir á sinni lóð og frá árinu 2003 hefur verið í skoðun hugmynd um samvinnu við slökkvilið Fjarðabyggðar þar sem stofnað væri atvinnulið með sólarhringsvakt, sem sinnti álverinu, Eskifirði og Reyðarfirði, segir Guðmundur Helgi Sigfússon, slökkvi- liðsstjóri um aðdraganda stofnunar slökkvi- liðsins. - A síðasta ári var ákveðið að hrinda hugmyndinni í framkvæmd og stefnt að því að hafa liðið klárt við gangsetningu álversins. Jafnframt var bætt við samn- ingi slökkviliðsins og Heilbrigðisstofnunar Austurlands (HSA) um sjúkraflutninga- þjónustu í Fjarðabyggð. Verið er að ganga frá þeim samningi og er gert ráð fyrir að taka við sjúkraflutningunum þann 1. júlí. Það hentar vel að slökkviliðið taki að sér sjúkraflutninga. Brunaútköll eru sem betur fer ekki mörg á ári en gera má ráð fyrir að þeim fjölgi þar sem atvinnustarfsemi á svæðinu er að aukast, byggðin að stækka og álverið og mikil hafnarstarfsemi að Mjóeyri að bætast við. Auk útkalla vegna bruna og bílslysa þar sem beita þarf klippum, sér slökkviliðið einnig um viðbrögð gegn mengunarslysum og sinnir eldvarnaeftirliti. Fimmtíu manns úr álverinu I álveri Fjarðaáls er þörf fyrir sérþjálfað slökkvilið þar sem margar hættur leynast inni á álverslóðinni. Slökkviliðsmaðurinn

x

Slökkviliðsmaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.