Slökkviliðsmaðurinn - 01.06.2007, Side 25

Slökkviliðsmaðurinn - 01.06.2007, Side 25
25 Samstarfssamningur milli Alcoa Fjarðaáls og Fjarðabyggðar um brunavarnir í Fjarðabyggð var staðfestur í byrjun maí. Samningurinn felur í sér stofnun atvinnuslökkviliðs sem verður hiðfyrsta á Austfjörðum en tólfmanns verða atvinnuslökkviliðsmenn. gildi fyrir vakthafandi starfsmenn og við ráðum níu menn til að sinna þeim til að eiga fyrir hluta af afleysingum. Gert er ráð fyrir að ráða tímabundið afleysingamenn eins og aðrir á orlofstímum. Þar horfum við meðal annars til hlutastarfandi liðanna, því þar eru menn sem hafa fengið þjálfun. Við eigum því að vera ágætlega tryggir í afleys- ingum. Það getur reynst erfitt að fá menn með full réttindi til að leysa af en við erum bjartsýnir. Við höfum fundað með okkar hlutastarfandi mönnum og virðist vera áhugi meðal þeirra að koma að afleysingum í atvinnuliðinu. Það er ákveðið tækifæri til að bæta við sig þekkingu og reynslu. Ekki lengra viðbragð Slökkviliðin á Eskifirði og Reyðarfirði fá um sjö útköll vegna bruna á ári, en sjúkra- útköllin á þeim stöðum eru hátt í tvö hundruð svo ljóst er að sjúkraflutningarnir verða stór hluti af þjónustu slökkviliðsins. — Það eru ákveðnir staðlar sem við þurf- um að uppfylla og eru í samningnum við HSA. Sinna skal neyðarflutningi innan átta mínútna frá útkalli í 90 prósent tilvika í þéttbýli. — Það hafa ekki verið mikil viðbrögð frá bæjarbúum enda er liðið ekki fyllilega tekið til starfa. Hlutastarfandi liðin á Eskifirði og á Reyðarfirði verða ekki lögð niður fyrr en þetta lið er tilbúið til starfa. Við höfum aðeins heyrt gagnrýnisraddir um að verið sé að færa sjúkra- og slökkvibíla frá Eskifirði og Reyðarfirði, sem er rétt. Oryggismið- stöðin er staðsett á milli þessara þéttbýlis- kjarna og það var meðvituð ákvörðun. Ein- hverjir hafa áhyggjur af því að viðbragðs- tíminn lengist þar með en það á ekki að vera því í stöðinni eru menn á vakt allan sólarhringinn, viðbúnir að stökkva strax í útkall. I dag eru til dæmis þeir sem eru á vöktum á sjúkrabílunum að vinna annars staðar. Þegar útkall kemur eiga þeir eftir að sækja bílinn og klæða sig. Tíminn sem tekur að keyra frá Öryggismiðstöðinni á Hrauni er ekki það langur að hann ætti að breyta miklu, en við leggjum allt kapp á að hafa viðbragðstímann sem stystan, segir Guðmundur Helgi. Á innan við mínútu Vaktir atvinnuslökkviliðsins hófust um páskana og síðan hefur liðið farið í fjögur útköll, að sögn Guðmundar Helga. - Það hafa orðið þrjú bílslys á Hólma- hálsinum og við álverið. I bílveltu sem varð við starfsmannaþorpið var tækjabíllinn kominn á staðinn innan við mínútu eftir útkallið og sjúkrabíllinn skömmu síðar. Utkallið kom á sunnudagsmorgni og rétt eftir vaktaskipti. Tækjabíllinn var á ferð- inni á álverslóðinni þannig að viðbrögðin voru snögg. — Við höfum sett okkur það markmið að hafa á að skipa vel þjálfuðu liði sem fljótt er að bregðast við. Við leggjum áherslu á for- varnir, eldvarnaeftirlit og þjálfun sem nær til blutastarfandi liðanna og styrkir þau. Allt í allt erum við með tæplega 120 manna lið og við viljum að hluta- og atvinnuliðið nái vel saman. Það verða möguleikar fyrir þá sem keyra sjúkrabíla á Norðfirði og Fáskrúðsfirði að koma á vaktir á stöðinni og fá um leið þjálfun og endurmenntun sem eykur öryggi og færni. Slökkviliðsmaðurinn

x

Slökkviliðsmaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.