Slökkviliðsmaðurinn - 01.04.1988, Page 14

Slökkviliðsmaðurinn - 01.04.1988, Page 14
bygging þegar eldur verður laus. Aðalmunur- inn á úðastútunum er sá að nýju stútarnir opnast mun fyrr, eða vel innan við 60 sek. eftir að hitastig upp við loft nær ákveðnu marki, vatnsdreifingin er á annan veg og úðinn fínni. Miklar tilraunir hafa verið gerð- ar til að ná þessum árangri, fjármagnaðar af nefndinni og að lokum skrifuð sérstök reglu- gerð um lágmarks kröfur og frágang. Kerfi í íbúðarhúsi af venjulegri stærð kostar í dag líklega innan við 10.000 krónur fyrir utan vinnu. Lokaorð Vatnsúðunarkerfi er það sem koma skal og eru reyndar þegar byrjuð að ryðja sér til rúms, ef svo má að orði komast. Þó að reynsla af þeim sé mjög góð hjá öðrum þjóðum má gera ráð fyrir nokkrum byrjunar- erfiðleikum. Vandinn er nefnilega sá að okkur hefur ekki lærst enn að umgangast þessi kerfi með tilhlýðilegri virðingu. Reglu- gerð sem gerir kröfur um úðunarkerfi í vissum húsgerðum er fyrir hendi og er það vel. En kröfur til þeirra sem hanna slík kerfi og setja þau upp eru engar og takmörkuð eða engin sérstök úttekt er gerð eftir uppsetningu af sérfróðum aðilum. Að vísu er brunamála- stofnun ríkisins eini fasti punkturinn og fara teikningar þangað til samþykktar, en fá- mennið á þeim bæ hefur verið slíkt að þeir komast ekki yfir þau verkefni sem fyrir eru hvað þá að þeir geti bætt á sig slíku eftirliti sem viðhafa þarf varðandi vatnsúðunarkerfi. Drög að reglugerð um eftirlit hafa verið skrifuð en ekki unnist tími til að ganga frá henni. Er það með ólíkindum hvað trygging- arfélögin eru rólynd í þessum efnum, þau gefa fullan afslátt út á vatnsúðunakerfi án þess að hafa nokkra vissu fyrir því hvort þau eru rétt upp sett, vatnsmagn nægjanlegt eða hvort viðahald þeirra er eðlilegt. Reyndar hefur þessi vandi þegar komið fram er kviknaði í „Ljóninu" á Isafirði, smá hönnun- ar og uppsetningargalli varð til þess að verulegar tafir urðu á að kerfið fór í gang með tilheyrandi óþarfa tjóni, en kerfið bjarg- aði þó líklega húsinu. En við skulum vona að SLÖKKVILIÐSMAÐURINN

x

Slökkviliðsmaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.