Slökkviliðsmaðurinn - 01.04.1988, Síða 16

Slökkviliðsmaðurinn - 01.04.1988, Síða 16
Landssamband slökkviliðsmanna: Skýrsla stjórnar Fljótlega eftir að stjórnin tók til starfa hóf hún að leita að hentugu húsnæði fyrir skrif- stofur L.S.S. Eigandi þess húsnæðis sem við höfðum þurfti sjálfur á því að halda og áttum við að rýma það um áramót. Það er alveg ótrúlegt hve erfitt er fyrir fjárvana samband að finna húsnæði sem hentar á viðráðanlegu verði. Ófáar voru þær kompurnar og kytrurn- ar sem skoðaðar voru bæði af stjórn L.S.S. og Emil Pálssyni. f desember gerðum við leigusamning og töldum þar með málið úr sögunni, en það fór á annan veg. Leigusalinn stóð ekki við neitt af því sem um samdist og urðum við að fá lögfræðiaðstoð við að rifta samningnum. Að lokum fengum við ágætt húsnæði að Laugavegi 59 (Kjörgarði). Þetta eru ca. 50 fermetrar og skiptist í tvö herbergi. Við fluttum svo í nýja húsnæðið í apríl og buðum af því tilefni ýmsu aðilum til smá- veislu. Okkur bárust margar góðar gjafir þann dag, m.a. ný og fullkominn ritvél frá Brunabótafélaginu. Rekstur skrifstofunnar var með hefðbund- nu sniði en salan minnkaði mikið eftir að við fluttum, eru nefndar ýmsar ástæður fyrir dræmri sölu nú í sumar. Húsnæðið er í kjallara og hefur því ekki glugga að götu. Þá var starfsemin með rólegra móti yfir sumar- mánuðina en nú í haust er salan farin að aukast aftur. Er það von mín að salan haldi áfram að aukast, en að öðru leyti vísa ég til reikninga í sambandi við rekstur skrifstofu. Starfsmaður okkar á skrifstofunni, Emil Pálsson hætti störfum hjá okkur þann 31. ágúst. Ég vil nota þetta tækifæri og færa Emil sérstakar þakkir fyrir störf hans í þágu L.S.S. Við starfi Emils tók Guðmundur Fylkisson úr slökkviliði Hafnarfjarðar. Guðmundur er starfsmaður okkar hér á þinginu og geta fulltrúar leitað til hans ef þá vanhagar um eitthvað. Samstarfið við B.M.S.R. hefur verið gott á árinu. Ekki var unnið neitt sameiginlegt verkefni með B.M.S.R. eins og í fyrra. Stjórnin hélt þó þrjá formlega fundi með brunamálastjóra þar sem fjallað var og skipst á skoðunum um alla þætti íslenskra bruna- mála. Gífurlegur fjárhagsvandi er nú hjá B.M.S.R. og hefur stjórn stofnunarinnar haft af þessu miklu áhyggjur. Undirritaður fór ásamt Halldóri Vilhjálmssyni þrisvar á fund félagsmálaráðherra. Á þeim fundum lögðum við þunga áherslu á að fjárhagsvandi B.M.S.R. yrði leystur. L.S.S. hefur ætíð verið þess fylgjandi að brunamálastofnun verði efld og starf hennar aukið, en L.S.S. hefur fullan rétt á að fylgjast með og taka þátt í að móta störf B.M.S.R. Það starf hefur hvílt á herðum Gísla Lórenssonar og hefur hann, að mati undirritaðs, skilað því með stakri prýði. Gísli nýtur fulls trausts allra stjórnameðlima L.S.S. Talsvert hefur verið unnið að undirbúningi að kennslubók í brunavörnum, sem ætluð er börnum á grunnskólastigi. Málið hefur verið kynnt ýtarlega fyrir ráðhera, en bókin hefur verið þýdd og búin til prentunar af Höskuldi Einarssyni. Höskuldur gaf L.S.S. bókina á því vinnslustigi sem hún er nú. Og sýnir það enn og aftur hvern hug sá heiðursmaður ber til L.S.S. Kunnum við honum bestu þakkir fyrir. Stjórnin óskaði eftir því við Þóri Gunnars- son að hann sæti áfram í skólanefnd félags- málaráðuneytisins. Þórir féllst fúslega á að klára verkið og í vor leit skýrsla nefndarinnar dagsins ljós. Ekki er vafi á að sitt sýnist hverjum um skýrslunar, en undirritaður bendir þingfulltrúum á, að í fyrsta skipti liggur fyrir opinber skýrsla og tillögur um menntunarmál slökkviliðsmanna á íslandi. Þórir varð við ósk okkar um að kynna skýrsluna hér á þinginu og mun hann gera það undir sérstökum dagskrárlið á morgun. Skýrslan var send formönnum allra aðild- arfélaga L.S.S. með þingboði. Það er von okkar að hún hafi verið rædd í sem flestum félögum. Blaðið okkar, Slökkviliðsmaðurinn, kom aðeins einu sinni út. Vandamálin við útgáfu blaðsins vaxa með hverri nýrri útvarpsstöð sem tekur til starfa. Höskuldur Einarssonar sá um útgáfu þessa btaðs og skilaði það hagnaði til L.S.S. upp á rúmlega 119.000 kr. ^<5 SLÖKKVILIÐSMAÐ URINN

x

Slökkviliðsmaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.