Slökkviliðsmaðurinn - 01.04.1988, Qupperneq 29
Rafmagnseftirlit ríkisins
vekur athygli slökkvi-
liðsmanna á eftirfarandi:
I reglugerð um raforkuvirki eru ákvæði um
að eigendum og umráðamönnum húseigna
beri að tilkynna bruna eða slys af völdum
rafmagns til Rafmagnseftirlits ríkisins, svo
og að gera grein fyrir þeim atriðum, sem talið
er að geti skýrt orsök eða upphaf óhappsins.
Þessi tilkynningarskylda miðar að því að
safna upplýsingum, skilgreina þær og vinna
úr þeim á tilhlýðilegan hátt, t.d. með því að
auka fræðslu, endurskoða lög og reglur
o.þ.h.
Enda þótt slíkar tilkynningar berist e.t.v.
ekki beint til Rafmagnseftirlitsins er mikil-
vægt, að rafveitan á staðnum fái örugglega
þessar upplýsingar í hendur og meti gangsemi
þeirra, hvað snertir ofangreindan tilgang.
Slökkviliðsmenn kannast við þá tilhögun,
að þegar eldsvoða ber að höndum og ein-
hverjar líkur gætu bent til þess að eldsupptök
kynnu að vera af völdum rafmagns, þá kallar
Rannsóknarlögreglan til eftirlitsmann frá
viðkomandi rafveitu, svo og Rafmagnseftir-
litinu, til þess að komast að hinu sanna í
hverju máli, eftir því sem hægt er. Þetta
samstarf er mikilvægt.
Rafmagnseftirlitið beinir þeim tilmælum
til slökkviliðsmanna, ekki síður en húseig-
anda sjáfra, að þeir reyni eftir mætti að koma
í veg fyrir ónauðsynlegar skemmdir á rafbún-
aði í sjálfu slökkvistarfinu og eftir að því er
lokið, til þess að koma í veg fyrir að mikilvæg
sönnunargögn fari forgörðum vegna fljót-
færni eða hugsunarleysis. Nýlegt dæmi um
þetta er atvik, þar sem öll verksummerki
voru fjarlægð, áður en eftirlitsmenn rafveit-
unnar komu á staðinn. Kviknað hafði í út frá
eldhúsviftu, sem greiðlega gekk að slökkva í.
Eigandinn og slökkviliðsmennirnir hjálpuð-
ust að við að fjarlægja viftuna og allt sem
skemmst hafði í eldinum og keyra á haugana
í snarhasti, til að losna við öll óhreinindi og
ónýta hluti sem fyrst. Þá mætti stundum
e.t.v. fara ögn mildilegar með kúbeinið í
nágrenni við rafbúnaðinn.
Að endingu heitir Rafmagnseftirlit ríkis-
ins á slökkviliðsmenn að þroska með sér
athygli og færni í að greina atferli elds á
brunastað, til þess að betur sé hægt að gera
sér grein fyrir upptökum eldsins. Sumir
slökkviliðsmenn sýna mikla yfirburði á þessu
sviði. Þá má einnig minna slökkviliðsmenn á
að vernda sjálfa sig í starfi, með því að reyna
sem fyrst að rjúfa straum af brennandi
húsnæði, ef rafveitumennirnir hafa þar ekki
frumkvæði af einhverjum ástæðum.
SLÖKKVILIÐSMAÐ URINN