Slökkviliðsmaðurinn - 01.04.1988, Side 30
Ávarp brunamálastj óra
á 15. þingi Landssam-
bands slökkviliðsmanna
Virðulegir þinggestir og þingfulltrúar!
Ég vil í upphafi máls lýsa því hversu leiður
ég er yfir því að mál hafa þróast þannig að ég
er ekki hér viðstaddur á þessu 15. þingi
Landssambands Slökkviliðsmanna og hef
orðið að fá annan til að flytja þetta erindi.
Ég mun hér á eftir drepa á nokkuð það
helsta sem að mínu mati skiptir mestu máli í
sambandi við störf Brunamálastofnunar og
er efst á baugi þessa dagana.
Helsta vandamálið sem hrjáir Brunamála-
stofnun í dag er auðvitað slæmur fjárhagur,
sem var löngu fyrirsjáanlegur og ekki hefur
verið ráðin bót á enn. En vonandi verður
leystur innan skamms með nýjum lögum um
tekjustofn Brunamálastofnunar.
Það er mat mitt, að auka þurfi getu og
mannafla stofnunarinnar, ef hún á að rækja
sitt hlutverk á viðunandi hátt. Þetta þýðir
auðvitað meiri tekjuþörf. Nauðsynlegt er að
tekin verði afstaða til þessa atriðis við endur-
skoðun laganna um tekjustofninn nú, því
ekki er auðvelt að breyta þeim fljótt aftur og
reynslan sýnir að fjárveitingar liggja ekki á
lausu til þessara mála.
Mestur starfskraftur Brunamálstofnunar
fer í fjóra málaflokka þ.e. eftirlit með
hönnun og byggingu nýrrar bygginga undir
starfsemi, sem reglugerðin frá 1978 segir að
eigi að hljóta samþykki Brunamálastofnun-
ar, eftirlit með byggingarefnum og tækjum til
brunavarna, kennslu og þjálfun slökkvi-
liðsmanna og eftirlit með brunavörnum í
eldri byggingum.
Eftirlit með brunavörnum eldri húsa hefur
verið takmarkað hjá stofnuninni og ástæðan
fyrir því hefur verið, að lögum nr. 74/1982
um brunavarnir og brunamál 4. gr. segir að
sveitarfélög skuli fara með eldvarnareftirlit
og ásamt slökkviliðsstjóra með brunavarna-
mál sveitarfélagsins. Þetta hefur verið túlkað
svo að Brunamálastofnun hafi takmarkaðan
rétt til þess að fara inn á verksvið sveitafélaga
og slökkviliðsstjóra, nema eftir því væri
óskað sérstaklega. Þetta hefur því haft þær
afleiðingar, að brunavarnaúttektir hafa verið
mjög óhagkvæmar eins og gefur að skilja
þegar verið er að fara langan veg til þess að
skoða einstakar byggingar og fyrirtæki að
ósk slökkviliðsstjóra.
Ég varð strax gagnrýninn á þessa túlkun
laganna hvað snertir verksvið Brunamála-
stofnunar og verkaðferð stofnunarinnar. Ég
hef tekið þá afstöðu, að betra sé að stofnunin
sé gagnrýnd fyrir að ganga of langt í
brunavarnaúttektum en of skammt. Ég er
þeirrar skoðunar, að flestir slökkviliðsstjórar
muni fagna meiri stuðningi og afskiptum frá
stofnuninni í þessum efnum. Enda eiga þeir
flestir mjög undir högg að sækja, þegar verið
er að valda sveitungum þeirra óþægindum
með kröfum um bættar brunavarnir. Ekki er
því samt að neita að í hópi slökkviliðsstjóra
finnast menn sem taka óstinnt upp afskipti
Brunamálstofnunar af því, sem þeir telja
vera í sínum verkahring, en þeir eru sem
betur fer undantekningar.
Stefna mín er því sú, að stofnunin taki út
sem flesta byggingar eða eldhættur og vinni
það verk skipulega með sem minnstum
kostnaði. Hugmyndir undirritaðs eru þær, að
vissir flokkar bygginga um land allt verði
teknir út af Brunamálastofnun. Það er að
segja flestar byggingar aðrar en venjulegt
húsnæði. Það er húsnæði þar sem fólk gistir,
dvelur eða safnast saman og getur verið
hætta búin, ef eldur brýst út, atvinnuhúsnæði
og annað húsnæði og mannvirki sem gerðar
eru kröfur um að Brunamálastofnun sam-
þykki nýbyggingu samkvæmt reglugerð um
brunamál og brunavarnir frá 1978.
Það hefur einnig verið viðtekin venja
brunavarnaeftirlits í landinu að reglugerðin
um brunamál og brunavarnir nr. 269 frá 1978
nái ekki til húsa byggðra fyrir setningu
reglugerðarinnar. Þessi túlkun á gildi reglu-
gerðarinnar er frá mínu sjónarmiði mjög
vafasöm og styðst ég þar við álit lögfræðinga,
sem ég hef rætt þetta mál við. Að vísu segir í
reglugerðinni að hún taki til húsa sem reist
SLÖKKVILIÐSMAÐ URINN