Slökkviliðsmaðurinn - 01.04.1988, Side 31
verða eftir gildistöku hennar og húsa sem
voru í byggingu þegar hún tók gildi. En þar
segir einnig að í húsum fullgerðum fyrir
gildistöku reglugerðarinnar skuli fara eftir
kvæðum hennar eftir því sem unnt er og gera
þær ráðstafanir sem brunamálanefnd telur
nauðsynlega til að afstýra hættu fyrir menn
og eignir. Nú er það vitað mál að flestum
eldri húsum má breyta svo þau uppfylli
ákvæði reglugerðarinnar, þó ljóst sé að ekki
verði þau hús færð úr stað, sem byggð hafa
verið eftir öðrum fjarlægðarmörkum en
reglugerðin segir fyrir um. Flestar kröfur um
brunavarnir geta einnig afstýrt hættu fyrir
menn og eignir. Nú er það vitað mál að
dómstólar hafa dæmt menn til ábyrgðar
vegna slysa á þeirri forsendu að þeir hafi ekki
gert nægilegar varúðar ráðstafanir, þó þeirra
hafi hvergi verið krafist í reglugerðum eða
öðrum reglum. Hætt er við því að erfitt geti
reynst að sannfæra dómstóla um að ekki hafi
verið hægt að krefjast framkvæmanlegra
brunavarna og brunavarna samkvæmt reglu-
gerð í húsi byggðu fyrir 1978 eftir að þar
hafði orðið mannskaði.
Brunavarnaskýrslur hafa nú verið staðlað-
ar með eyðublöðum en áður voru þær
skrifaðar, hver með sínu lagi. Brunavarna-
skýrslurnar verða síðan geymdar í gagna-
banka á tölvu og verður þess vegna hægt að
útbúa skýrslur um vissa flokka bygginga með
stuttum fyrirvara. Hugmyndin er sú, að
brunavarnaskýrslurnar verði opnar öllum,
sem hafa með þessi mál hafa að gera og verði
þannig settir til höfuðs þeim sem standa sig
ekki nógu vel í brunavörnum.
Uppbygging tölvuaðstöðu Brunamála-
stofnunar stendur nú þannig, að nokkrar
Macintosh tölvur hafa verið keyptar og tveir
svokallaðir harðir diskar, sem geta geymt
mikið magn upplýsinga, en ókeypt eru tæki
eins og t.d. laserprentari. Verið er að setja
upp gagnakerfi fyrir brunavarnaskýrslur.
Fengist hefur samþykki Fasteignamats Ríkis-
ins fyrir því, að Brunamálastofnun noti
þeirra gagnakerfi og þær grunnupplýsingar
sem erindi eiga inn í brunavarnaskýrslur.
Þess má geta að Macintosh tölvurnar eru
miklu auðveldari í notkun en PC tölvur, sem
mest hafa tíðkast til þessa, en að fá starfsfólk
til að læra á tölvur og nota þær hefur víða
reynst erfitt. Einkum gefa Macintosh tölvur
mikla möguleika við ýmisskonar útgáfustarf-
semi.
Það skal tekið fram að hér er verið að tala
um verkefni sem tekur fleiri ár að ljúka, en
eftir að flesta byggingar hafa verið teknar út
einu sinni og skýrslur um þær erum komnar í
gagnabanka stofnunarinnar verðunöll vinna
við síðari úttektir og eftirlit miklu auðveldari
og árangursrríkari.
Um brunavarnaúttektir Brunamálastofn-
unar á þessari stundu er það að segja, að
undanfarið hefur verið unnið að úttekt
barnaheimila fyrir barnaverndarráð og er
því verki að mestu leyti lokið. Er sá starfs-
máti, að aðili, sem veitir starfsleyfi fyrir
ákveðinni starfsemi nýti brunavarnaúttektir
Brunamálastofnunar við ákvörðun um leyf-
isveitingar, í samræmi við ofangreindar hug-
myndir.
Starfsmenn Brunamálastofnunar hafa nú í
sumar farið nokkrar ferðir út á land eins og
t.d. til Vestfjarða og Norðurlands eystra og
unnið var samkvæmt ofangreindum aðferð-
um við úttektir á helstu byggingum. Ætlunin
hefur verið að taka út nú í sumar þá staði á
landinu sem erfiðast er að fara um á veturna.
Það fer ekki á milli mála að stofnunin er
alls ekki fær um að taka á almennum
brunavarnaúttektum af þeim krafti, sem
æskilegt er, vegna mannfæðar og að núver-
andi kerfi skv. lögum með brunavarnaeftirlit
unnu af slökkviliðsstjórum flestum í auka-
starfi er alls ekki vænlegt til árangurs.
Annar málaflokkur sem líður einnig fyrir
manneklu og getuleysi Brunamálastofnunar
er vinna við reglugerðir og leiðbeiningar um
brunavarnir ásamt alls konar kennslubókum
fyrir eldvarnareftirlit og slökkviliðsmenn.
Reglugerðin um brunavarnir og brunamál
frá 1978 er orðin úrelt og í hana vantar stóra
kafla vegna breyttra byggingarhátta og nýrra
efna. Mikil þörf og raunar stór ábyrgðarhluti
er, að ekki skuli vera til reglugerðir um ýmiss
sérsvið á sviði brunavarna eins og t.d. með-
ferð á gasi, gisti- eða dvalarheimili, meðferð
hættulegra, búnað slökkviliða, eldvarnakerfa
og fleira. Listi yfir helstu reglugerðir eða
reglur, sem þörf er fyrir er orðinn æði langur.
Staðan er sú, að þeir tveir verkfræðingar sem
helst kæmu til greina til að vinna að reglu-
gerðarsmíð eru yfirhlaðnir af daglegri af-
greiðslu mála.
Við samningu reglugerða og fyrirmæla um
brunamál þyrfti að vinna tæknimenntaður
maður, sem gæti einbeitt sér að þessu verk-
efni og væri ekki sífellt truflaður af daglegu
amstri. Einnig gæti hann sinnt útgáfustarf-
semi sem mikil þörf er fyrir. Ennfremur er
brýn þörf fyrir skrifstofumann, sem væri vel
að sér og hefði áhuga á notkun Macintosh
tölva. Slíkur starfsmaður myndi sjá um
uppbyggingu gagnabanka stofnunarinnar og
SLÖKKVILIÐSMAÐ URINN