Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1988, Page 4
Starf Ö.B.Í. á síðasta starfsári.
Úr ræðu formanns.
í þessu fyrsta fréttabréfi Ö.B.Í. þykir við
hæfi að rifja upp nokkur meginatriði úr
skýrslu formanns Ö.B.Í. sem hann flutti
á aðalfundi 25. okt. á síðasta ári.
Aðeins verður tæpt á því helsta, er þar
kom fram.
Samstarf við Þroskahjálp.
í upphafi var rakið hversu til hefði tekist
með samstarf við Þroskahjálp á liðnu
starfsári.
Samráðsnefnd hefði verið sett á lagg-
irnar og skilaði hún drjúgum árangri
alveg sérstaklega með drögum að félags-
legri framkvæmdaáætlun, en þau voru
kynnt rækilega á sameiginlegum fundi
Ö.B.Í og Þroskahjálpar 24. okt. á liðnu
ári.
í kjölfar þessa er að vænta enn nánara
samstarfs þessra tveggja heildarsamtaka.
Minnt var á aðgerðir svokallaðs „bylting-
arráðs“, sem sömu heildarsamtök komu
á fót undir forystu Hrafns Sæmunds-
sonar. Skammdegisvaka var haldin 11.
des. 1986 til varnar framlögum í Fram-
kvæmdasjóð fatlaðra alveg sér í lagi.
Vakan fór fram við Alþingishúsið og á
Hótel Borg. Árangur þeirra aðgerðar
skilaði sér án efa í 40 miljóna viðbótar-
framlagi til sjóðsins. Vakan vakti mikla
athygli, m.a. fyrir tilstuðlan fjölmiðla og
eins og orðrétt segir í skýrslu formanns:
„stjórnmálaflokkar léku á reiðiskjálfi“ út
af hugsanlegu sérframboði fatlaðra.
„Byltingarráðið“ stóð einnig fyrir
Kosningavöku fatlaðra á Hótel Sögu, er
sótt var af um 1000 manns.
Þar áttu fulltrúar stjórnmálaflokkanna
orðastað við fulltrúa fatlaðra um
hagsmunamál fatlaðra og stefnu
stjórnmálaflokkanna í þeim málum.
Einnig voru flutt eftirminnileg dagskrár-
atriði. Kosningavakan varð þeim er
fylgdust með ógleymanleg, sýndi styrk
samstöðunnar og olli því ótvírætt að
meira var fjallað um málefni fatlaðra í
kosningabaráttunni en áður hafði verið.
Samhliða var gefið út kynningarrit með
kröfum samtakanna.
íslensk getspá.
Gjörbylting varð á högum og mögu-
leikum Ö.B.Í. með starfsemi íslenskrar
getspár -lottósins- og hefur gjörbreytt
framkvæmdamöguleikum Hússjóðs
Ö.B.I. svo og félagslegri stöðu þess.
Síðan „lottóið" byrjaði hefur Ö.B.Í.
fengið í sinn hlut 70 milljónir króna
(okt.’87). Samstarfssamningur var gerð-
ur milli stjórna Ö.B.Í. og Hússjóðs
bandalagsins. Fyrstu þrjú árin renna
80% til framkvæmda á vegum Hússjóðs,
en 20% til félagslegra framkvæmda á
vegum Ö.B.Í.
Er þessi samningur í fyllsta samræmi
við lög um „lottóið“.
Ö.B.Í. á 40% í íslenskri getspá og tvo
fulltrúa í stjórn: Arinbjörn Kolbeinsson
og Björn Ástmundsson.
Þeir ásamt framkvæmdastjóranum Vil-
hjálmi B. Vilhjálmssyni hafa unnið mikið
og óeigingjarnt starf. Vilhjálm nefndi
formaður „hugmyndafræðing fyrirtækis-
ins og auðgjafa bandalagsins.“
Félögum innan bandalagsins hefur ver-
ið skrifað og þau beðin um nánari til-
lögur um framtíðarstefnu bandalagsins.
Unnið verður úr þeim hugmyndum, er
svörin gefa til kynna.
Stuðningur Ö.B.Í. við félögin á ekki
að vera til að hrifsa frumkvæði frá þeim,
heldur stuðla að því, að starf þeirra eflist
sem allra mest og ákvarðanatekt um mál-
efni fatlaðra verði meir í höndum fatlaðra
sjálfra.
Hlíf — öryggismiðstöð.
Þá var rætt um útboð Tryggingastofnun-
ar ríkisins á öryggiskerfi fyrir sjúklinga í
heimahúsum.
Fyrirtækin Vari og Securitas tóku þátt í
útboðinu ásamt fyrirtækinu Fjölrás.
Framkvæmdastjóri Fjörásar leitaði m.a.
til Ö.B.Í. um möguleika á stofnun hluta-
félags um rekstur öryggismiðstöðvar,
sem þjónaði þessu hlutverki.
Félagið Hlíf, öryggismiðstöð, var svo
formlega stofnað 8. júní með aðild
Ö.B.Í. Tryggingastofnunin ákvað hins
vegar að ganga ekki til samninga við hið
nýstofnaða félag og þar við situr.
En félagið er til og nauðsyn slíkrar
þjónustumiðstöðvar dregur enginn í efa.
Starfsþjálfun fatlaðra.
Rakinn var aðdragandi að starfsþjálfun
fatlaðra og saga hennar.
Upphafið námskeið — Skóli fatlaðra
— sem hófst 1983 á vegum nokkurra
samtaka með aðild að Ö.B.I.
Fyrrverandi félagsmálaráðherra Alex-
ander Stefánsson beitti sér fyrir fundi í
september 1986 með fulltrúum Ö.B.Í. og
Rauða krossins og í kjölfarið var skipuð
nefnd undir forystu Margrétar Margeirs-
dóttur, sem gerði tillögur til ráðherra um
framtíðarskipan mála.
Á grundvelli þeirra var gengið til
samninga við Ö.B.Í. um rekstur Starfs-
þjálfunar fatlaðra, sett reglugerð og
skipuð stjórn stofnunarinnar með tveim
fulltrúum Ö.B.Í.
Starfsþjálfun fatlaðra var svo sett 6.
okt. s.l. og er það Guðrún Hannesdóttir
námsráðgjafi, sem veitir henni forstöðu.
Með ágætu samstarfi við Hússjóð Ö.B.Í.
og sér í lagi formanninn, Odd Ólafsson
var innréttað húsnæði að Hátúni 10 a, 9.
hæð, þar sem starfsþjálfun fatlaðra er til
húsa.
Kennslugreinar eru: íslenska, enska,
hagnýtur verslunarreikningur, bók-
færsla, félagsfræði og tölvufræði.
Þetta er merkur áfangi á þeirri leið að
vinna sem best að endurhæfingu fatlaðra.
Framtíðarsýnin er sú að skólakerfið sjái
til þess, að þessi nauðsynlega fræðsla sé
til staðar.
Þjónusta og þáttaka.
Minnt var á lögfræðiþjónustu Ö.B.Í. en
við hana starfaði Halldór S. Rafnar um
árabil.
Nú er Jóhann Pétur Sveinsson lögfræð-
ingur til viðtals á skrifstofu Ö.B.I. alla
þriðjudagsmorgna.
Þáttur í starfi Ö.B.f. hefur verið aðild
að sýningum og þátttaka í ráðstefnum.
Ö.B.Í. átti virka aðild að tveim sýningum
á starfsárinu og m.a. þátttöku í þrem
veigamiklum ráðstefnum.
Einnig á Ö.B.Í. aðild að nefndum og
starfshópum.
Má þar sér í lagi nefna hóp um hús-
næðismál, sem átta samtök í landinu
standa að.
Fulltrúi Ö.B.Í. var Ólöf Ríkarðsdótt-
ir. Starfshópurinn boðaði til ráðstefnu
um nýjungar í húsnæðismálum 23. októ-
4