Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1988, Síða 8

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1988, Síða 8
bjartsýnisverðlaunin. Og óþarft er að taka fram að enginn er kátari og kætir aðra betur á kvöldvökum en hún. Anna Ingvarsdóttir heitir önnum kafin kona, sem gegnir því hlutverki að vera allt í öllu í fjármálum á svæðinu og þó víðar væri farið. Framkvæmdastjóri Hússjóðs og fjármálalegur framkvæmdastjóri vinnustofanna hefur býsna mörgum hnöppum að hneppa — auk sinna eigin — og nýliðinn er undrandi á þeim undra- tökum er hún hefur á öllu er að veraldar- vafstri snýr og er hún þó kærleiksrík kona sem hinar. Nú iðkar hún húsakaup, „brask“ mundu sumir segja í skjóli „lottó“ auðsins algóða og eirir engu. En dugnaður og dáð eru greinilega „lífsmottó“ hennar og lifað eftir þeim. Ekki verður svo við þetta skilið án þess að geta um hinn góða anda skrifstofunnar — anda, sem öðru hvoru birtist í eigin pers- ónu, en má í gríni gefa nafnið: Oddur yfir og allt í kring og öllu gamni fylgir ærin alvara. En nú víkur að öðru —- og nátengdu þó. Nýliðinn gerði óðar af sér óskunda nokkurn, er hann var hýstur héðra. Einar Aðalsteinsson, tæknifræðingur Örtækni — sat innst í kór — innar eðalkonum, en varð að víkja fyrir nýliðanum og hverfa á vit vinnustofu sinnar að fullu og öllu eða svo gott sem. Einar er svo sem forðum var sagt „hvers manns hugljúfi og leikur allt í höndunum á honum.“ Um starfsemi þá er hann stjórnar mun síðar fjallað sérstaklega, enda forvitnilegt, en nýliðinn hefur ekki hundsvit á þeirri hugvitsamlegu hátækni, sem Einar kann jafnvel eða betur en margföldunartöfluna og er þá mikið sagt. Eitt er á hreinu: Þar inni undir hans „regiment" una menn hag sínum mæta vel. Nú þá lítur alltaf annað slagið inn til okkar úr annríki sínu — „barnið á bæn- um“ — og er ekki hægt að segja að saumað sé að henni, en þetta er Guðrún Guðmundsdóttir forstöðumaður — kona — saumastofunnar. Hún ber með sér þann góða þokka, sem henni virðist snið- inn af sjálfu sér og allar hennar iðnu kvinnur njóta þessa við nostur sitt. En ekki er öll sagan sögð varðandi kvennalánið, því öðru hvoru svífur af hæstu hæðum ofan til okkar sú ágæta Guðrún Hannesdóttir, sem veitir forstöðu Starfsþjálfun fatlaðra af lipurð og lagni, en ærinni röggsemi engu að síður. Innlit hennar gleður auga og hressir huga. Og yrði nú upprof nokkurt eðli málsins samkvæmt, ef nýliðinn væri enn nýliði, en við því heiti hefur tekið Kristín Jónsdóttir, sem hefur nýtt ár hjá okkur með öllum sínum ráðum og leiðbeiningum, sem létta eiga öðrum lifsgönguna. Hún greinir sjálf örstutt frá eðli starfans síðar, en bætist í það broshýra safn sómakvenna sem undir- ritaður á nú í raun allt undir. Helgi Seljan. Ásgerður lngimarsdóttir. Rí Ásgerði og önn daganna. Fjölþætt starfsemi kallar á verkfært fólk, sem kann hvoru tveggja: skil á því sem skiptir máli og kann að umgangast fólk og sinna hinum mannlegu samskiptum svo vel fari. Ofmælt mun það ekki, að fram- kvæmdastjóri Öryrkjabandalagsins, Ás- gerður Ingimarsdóttir kunni hvoru tveggja frábærlega vel og starfi í samræmi við það. Ógerlegt er að fara yfir verksvið henn- ar allt í örstuttu viðtali, en til að forvitn- ast um meginlínur fengum við Ásgerði til að svara nokkrum spurningum. Fyrst um tímana tvenna, því Ásgerður hefur unnið á skrifstofu Ö.B.Í. um 17 ára skeið, þó það sé fyrst nú, sem hún er ráðin í fullt og fast starf sem fram- kvæmdastjóri. Hvað er efst í huga hennar nú er varðar þróun mála þennan tíma? Þegar Öryrkjabandalag íslands var stofnað 1961 hafa sjálfsagt engir fjár- munir verið í sigti. Tilgangurinn öldungis sá að félögin mynduðu heild til þess að þoka málefnum öryrkja áfram. Hugsun þeirra manna, sem stofnuðu bandalagið hefur réttilega verið: Sameinaðir stönd- um við — sundraðir föllum við. Fljótlega var komið á fót skrifstofu í húsakynnum S.Í.B.S. og Guðmundur heitinn Löve ráðinn framkvæmdastjóri. Pað var lán bandalagsins að strax í byrjun skyldi ráðast þangað jafn mikilhæfur og góður maður og hann var. Guðmundur var sjálfur öryrki og hafði víðtæka þekk- ingu á málefnum öryrkja. Þegar farið var að huga að sameigin- legu verkefni fyrir öryrkjafélögin kom strax í ljós að húsnæðismálin brunnu hvað heitast á félögunum og þess vegna var Hússjóður bandalagsins stofnaður. Honum hefur frá upphafi veitt forstöðu Oddur Ólafsson. Starf Odds að þessum málum er svo mikið og merkilegt að ég vona að einhver taki sig fram úr skaftinu og skrifi sögu hans. Það er með ólíkind- um hverju áræði, kjarkur og dugnaður Odds hefur komið til leiðar í húsnæðis- málum og öðrum málum öryrkja. Hann og Guðmundur Löve sneru bökum saman frá upphafi og upp risu húsin í Hátúni hvert af öðru. Ekki vil ég láta hjá líða að nefna fyrsta byggingameistara bandalagsins, Ingvar Þórðarson, sem ekki var bara byggingameistari heldur 8

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.