Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1988, Qupperneq 11

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1988, Qupperneq 11
Af stjórnarnefnd og s væðisstj órnum. I dagsins önn. sem utan. Ekki leið á löngu uns ýmsir vildu láta fé af hendi rakna okkur til stuðnings. Davíð Oddsson borgarstjóri og stjórn Reykjavíkurborgar sýndu einstakan skiln- ing og keyptu húsnæði það sem við erum í, í dag að Alandi 13, en þetta hús sem og mörg önnur þar í grennd eru hönnuð með þarfir fatlaðra í huga. Leigjum við það en eigum allt innbú, þ.m.t. vélar og allt sem notað er til sjúkra- og iðjuþjálfunar. Um áramótin 1986—87 réðumst við í að byggja við húsnæðið, þ.e.a.s. stofu fyrir iðjuþjálfun og föndur og svo forstofu, þar sem fyrirséð var, að við værum að sprengja utan of okkur og kom á daginn að ekki veitti af þessu aukaplássi. Fólk kemur til okkar snemma á morgnana og dvelur yfir daginn fram undir kl. 17.00. Tvisvar í viku er farið í sund í laugina á Grensásdeild Borgarspítalans í fylgd sjúkraþjálfarans okkar Bjargar Björns- dóttur og fer alltaf einhver starfstúlka henni til aðstoðar. Finnst fólki það hafa verulega gott af þessu, bæði vegna þjálf- unarinnar og félagsskaparins, því eins og flestum er kunnugt, þá er oft lagt margt á ráðin og ýmislegt skeggrætt í baðhúsum og sundlaugum, því hiti og vatn gerir fólk svo afslappað og glatt. Starfsfólk dagvistarinnar er allt til hinn- ar mestu fyrirmyndar og öll samvinna. Læknir er til viðtals daglega sem eykur á öryggi fólksins. Fræðslu/tímarit hafa verið gefin út reglulega undanfarið. Ferðir verið farnar, t.d. til Þingvalla og snætt af úti- grilli og stansað í Hveragerði í bakaleið og nokkrar styttri ferðir t.d. í leikhús og Kjarvalsstaði o.fl. í mars n.k. verður haldinn fundur nor- rænu M.S. félaganna í Reykjavík m.a. í tilefni 20 ára afmælisins okkar. í Álandinu eru allir sem ein fjölskylda og vonumst við til þess, að þessi starfsemi sé aðeins upphaf að öðru meira. Stjórn félagsins skipa: Gyða Jónína Ól- afsdóttir formaður, John E.G. Benedikz varaformaður, Sigurbjörg Ármannsdóttir ritari, Elín Herdís Forkelsdóttir gjaldkeri. G.Ó. Oft eru sett á blað eða reifuð í ræðu góð og göfug markmið, sem aldrei verða annað og meira. Einhver kann að hafa hugsað svo ókristilega að félagsleg fram- kvæmdaáætlun Þroskahjálpar og Ör- yrkjabandalagsins yrði vart meira en fall- eg orð í notalegum umbúðum og þegar á reyndi yrði annað uppi á teningnum. En nokkur prófsteinn kom hér á fljót- lega eftir að þessi áætlun hafði verið kynnt á sameiginlegum fundi samtak- anna í október síðastliðnum. í lögum um málefni fatlaðra segir svo um fulltrúa í stjórnarnefnd og svæðis- stjórnum, að í stjórnarnefnd um málefni fatlaðra og í svæðisstjórnum hvers um- dæmis skuli þrír fulltrúar tilnefndir sam- eiginlega af Þroskahjálp og Öryrkja- bandalaginu. Og hér stendur á stöku og þarf einingu um. Saman var sest og er skemmst frá því að segja, að þar tókst svo til, að ekki gat orðið betra samkomulag milli fulltrúa samtakanna um hinar ýmsu tilnefningar. Er þó um býsna viðkvæmt og vanda- samt mál að tefla, einkum þar sem bæði félagsleg og persónuleg áhersluatriði geta verið til staðar. En svo reyndist ekki vera. Hvoru tveggja samtökin sýndu hinn besta fél- agsþroska og samstarfsvilja og náðu al- gjörri einingu um allar tilnefnigar. Segja má því að bæði samtökin eða þau sam- eiginlega hafi staðist prófið með prýði. í stjórnarnefnd voru tilnefnd: Hafdís Hannesdóttir, Helgi Seljan, Jón Sævar Alfonsson. Til vara: Ásgerður Ingimarsdóttir, Jóhann Guðmundsson, Vilhjámur Hjálmarsson. Félagsmálaráðherra hefur nú staðfest þessar tilnefningar og með ráðherrabréfi skipað framantalda fulltrúa í stjórnar- nefnd til næstu fjögurra ára og hið sama gildir um skipan svæðisstjórna. Stjórnarnefnd um málefni fatlaðra er að öðru leyti þannig skipuð. Formaður skipaður af ráðherra: Gréta Aðalsteinsdóttir hjúkrunarfræð- ingur. Frá heilbrigðis- og tryggingaráðuneyti: Ingimar Sigurðsson deildarstjóri. Frá menntamálaráðuneyti: Kolbrún Gunnarsdóttir sérkennslufull- trúi. Frá sambandi íslenskra sveitarfélaga: Ingibjörg Pálmadóttir hjúkrunarfræð- ingur. Tilnefning í einstakar svæðisstjórnir frá Ö.B.Í. og Þroskahjálp varð sem hér segir: Svæðisstjórn um málefni fatlaðra í Reykjavík: Aðalmenn: Gerður Steinþórsdóttir, Reykjavík, Hörður Sigþórsson, Reykjavík, Sveinn Indriðason, Reykjavík. Varamenn: Gísli Helgason, Reykjavík, Sigurrós Sigurjónsdóttir, Reykjavík, Alda Sveinsdóttir, Reykjavík. Svæðisstjórn um málefni fatlaðra á Reykjanessvæði: Guðbjörg Birna Bragadóttir, Kópa- vogi, Guðríður Ólafsdóttir, Kópavogi, Hrafn Sæmundsson, Kópavogi. Varamenn: Kristinn Hilmarsson, Keflavík, Haukur Þórðarson, Mosfellsbæ, Jóhanna Sigurðardóttir, Mosfellsbæ. Svæðisstjórn um málefni fatlaðra á Vest- urlandi: Aðalmenn: Halldór Sigurðsson, Akranesi, Sigríður Pétursdóttir, Borgarnesi, Valgerður Björnsdóttir, Borgarnesi. Varamenn: Þorvarður Magnússon, Akranesi, Svanhvít Pálsdóttir, Stykkishólmi, Guðjón Ingvi Stefánsson, Borgarnes. Svæðisstjórn um málefni fatlaðra á Vestfjörðum: Aðalmenn: Evlalía Sigurgeirsdóttir, Bolungarvík, Gísli Hjartarson, ísafirði, Hildigunnur Högnadóttir, ísafirði. Varamenn: Ingibjörg Jónasdóttir, Suðureyri, Jónína Ásbjarnardóttir, Flateyri, Ólafía Aradóttir, ísafirði. Svæðisstjórn um málefni fatlaðra á Norðurlandi vestra: Aðalmenn: Eymundur Þórarinsson, Varmahlíð, Kristján ísfeld, Brú, Valey Jónasdóttir, Siglufirði. Varamenn: Sigríður Höskuldsdóttir, Blönduósi, Jón Dýrfjörð, Siglufirði, Jónas Björnsson, Siglufirði. Svæðisstjórn um málefni fatlaðra á Norðurlandi eystra: 11

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.