Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1988, Page 13
Endurskoðun almannatrygginga
Svohljóðandi bréf hefur verið sent til
aðildarfélaga Ö.B.Í.
Reykjavík 10/12/87.
Heiðraða félagsstjórn!
Nú stendur fyrir dyrum allsherjarend-
urskoðun tryggingalöggjafarinnar. Að
mörgu mun þar þurfa að hyggja, því hratt
mun eiga að starfa. Undirritaður hefur
verið beðinn um að taka sæti í nefnd
þeirri, er hefur þetta mikla starf að sínu
verkefni. Honum er því vandi á höndum.
Án þess að beðið sé um á þessu stigi
neina úttekt á löggjöfinni eða víðtækum,
alhliða tillögum til úrbóta væri gott að
þessi mál yrðu rædd í félögunum, þannig
að þau yrðu tilbúin til álitsgerðar síðar,
þegar eftir yrði leitað.
Hins vegar væri mjög æskilegt, ef fé-
lögin vildu senda inn sem fyrst nokkur
meginatriði, sem þau teldu að leiðrétt-
ingar þyrftu við. Mættu vera þrjú-fjögur
atriði, sem heitast brenna á í dag.
Undirrituðum væri þökk í því að fá
slíkt inn á borð sitt sem væntanlegt
veganesti til vandasamrar iðju.
En æskilegt væri svo að félögin fund-
uðu sérstaklega um þessi mál síðar og
sendu væntanlegri nefnd breytingartil-
lögur eða hugmyndir að þeim, þegar til
þess kæmi.
Hefi sambandi við ykkur um þessi mál,
þegar þau skýrast, m.a. hver stýra muni
starfi nefndarinnar.
Með kærum kveðjum, Helgi Seljan.
Nú hefur nefnd þessi verið sett á
laggirnar með ráðherrabréfi frá 17. des.
s.l.
Formaður nefndarinnar er Finnur Ing-
ólfsson aðstoðarmaður heilbrigðis- og
tryggingaráðherra, en ritari nefndarinnar
er Gunnar Jónsson lögfræðingur. Verk-
svið nefndarinnar er viðamikið og marg-
þætt og segir svo í erindisbréfi: Hlutverk
nefndarinnar skal m.a. vera eftirfarandi:
1. Að endurskoða lögin um almanna-
tryggingar og leggja mat á þau mark-
mið, sem fram koma í núgildandi
lögum.
2. Að skoða tengsl almannatrygginga-
laganna við önnur lög s.s. lögin um
málefni aldraðra og fatlaðra.
3. Að gera úttekt á stjórnskipulagi og
verksviði Tryggingastofunar ríkisins.
4. Að endurskoða deildarskiptingu
stofnunarinnar og embætti trygginga-
yfirlæknis.
5. Að endurskoða fyrirkomulag trygg-
ingaumboða og sjúkrasamlaga.
Nú er vitað að ráðherra hyggst láta
nefnd þessa starfa svo hratt, sem auðið er
og helst skila áliti svo, að á Alþingi
1988—89 verði unnt að afgreiða
nauðsynlegustu breytingar og helst allt
málið.
Undirritaður vill því brýna fyrir að-
ildarfélögum svo og einstaklingum sem
áhuga hafa á breytingum að senda inn
hugmyndir sínar sem allra fyrst. Eitt er
alveg víst, af ærnu er að taka.
Helgi Seljan.
Tölvumidstöð fatlaðra
Tölvumiðstöð fatlaðra var stofnuð 24.
nóvember 1985, en þá hafði undirbún-
ingshópur starfað um nokkurt skeið, en
til hans var stofnað að tilstuðlan SAF-
ÍR—hópsins svonefnda. Eftirtalin félög
stóðu að stofnuninni:
Blindrafélagið
Félag heyrnarlausra
Landssamtökin Þroskahjálp
Sjálfsbjörg, landssamtök fatlaðra
Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra
Öryrkjabandalag Islands
Eftirtalin markmið voru efst í huga
stofnenda:
a) söfnun upplýsinga um vélbúnað og
hugbúnað, sem nýtist fötluðu fólki í
sambandi við tölvur til atvinnu, náms
og tómstundastarfs;
b) þróun slíks búnaðar og aðhæfing að
íslenskum aðstæðum;
c) dreifingu slíks búnaðar;
d) skráning upplýsinga um ráðstefnur og
námskeið á þessu sviði.
1. janúar 1987 tók miðstöðin til starfa
og var undirritaður ráðinn sem forstöðu-
maður í hlutastarf.
Síðastliðið ár var aðallega unnið við
söfnun upplýsinga, en einnig hefur ein-
staklingum, félögum og stofnunum verið
veitt ýmiss konar ráðgjöf varðandi tölvu-
málefni fatlaðra.
Á yfirstandandi ári mun aðaláherslan
verða lögð á kynningu á miðstöðinni,
söfnun og flokkun upplýsinga, uppsetn-
ingu á gagnabanka um hug- og vélbúnað
sem hentað getur fötluðum og, að sjálf-
sögðu, ráðgjafaþjónustu við fatlaða og
aðstandendur þeirra.
Forstöðumaður Tölvumiðstöðvar fatl-
aðra á sæti í starfshóp sem starfar á
vegum Nordiska nemden för Handikapp-
fraagor, en starfshópnum er ætlað að
safna upplýsingum um hugbúnað sem
nýtist fötluðum. Starfshópurinn hefur
gefið út frumútgáfu af Software Cata-
logue, en það er skrá yfir fyrstu 100
forritin sem skráð hafa verið í gagna-
banka um hugbúnað fyrir fatlaða Nor-
disk software database. Skráin hefur að
geyma ýtarlegar upplýsingar um viðkom-
andi hugbúnað og má þar nefna að lýsing
á honum er á tungumáli viðkomandi
þjóðar sem skráir hann og stutt lýsing á
ensku. Á vegum NNH eru tveir gagna-
bankar fyrir tölvubúnað: Nordisk
software database og gagnabanki um
hjálpartæki fyrir fatlaða Nordisk hjelpe-
middel database. Gagnabankarnir eru í
tölvu Handikappinstitutet í Solna við
Stokkhólm. Fyrirhugað er námskeið fyrir
þá sem koma til með að þjóna bankanum
frá hverju landanna. Á næstunni mun
verða sent út eyðublað til fyrirtækja og
stofnana þar sem viðkomandi aðilar
verða beðnir um að skrá hugbúnað sem
nýtast megi fötluðum og er í notkun á
íslandi.
Mér þykir hér viðeigandi að benda
þeim fötluðum, sem ætla að tölvu-
búnaður geti létt þeim tilveruna á, að
möguleikar eru á styrkjum og lánum til
að verða sér úti um viðeigandi búnað og
veitir miðstöðin upplýsingar og ráðgjöf í
því sambandi.
Að lokum vil ég biðja alla þá, sem
eitthvað hafa til málanna að leggja, varð-
andi tölvubúnað fyrir fatlaða, að hafa
samband við mig. Einnig er mér ljúft að
aðstoða hvern þann sem leitar eftir
upplýsingum um viðeigandi tölvubúnað
fyrir fatlaða.
Tölvumiðstöð fatlaðra er til húsa að
Hátúni 12, 105 REYKJAVÍK sími 689494
eða 29133.
Reykjavík, 11. febrúar 1988
Sigurjón Einarsson
13