Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1988, Qupperneq 15
Stjórn Öryrkjabandalags íslands.
Arnþór Helgason, Blindrafélgið, for-
maður,
Ólöf Ríkarðsdóttir, Sjálfsbjörg, varafor-
maður,
Jóna Sveinsdóttir, Foreldra- og styrktarfé-
lag heyrnarlausra, ritari,
Hafliði Hjartarson, Styrktarfélagi vangef-
inna, gjaldkeri,
Andrés Kristjánsson, Heyrnarhjálp,
Arinbjörn Kolbeinsson, Gigtarfélag
Islands,
Elín Pálsdóttir, Blindravinafélagið,
Garðar P. Jónsson, S.Í.B.S.,
Hafdís Hannesdóttir, M.S. félagið,
Magnús Þorgrímsson, Geðhjálp,
Oddur Bjarnason, Geðverndarfélagið,
Sigurjón Grétarsson, Laufið,
Vigfús Gunnarsson, Styrktarfélag lam-
aðra og fatlaðra,
Vilhjámur B. Vilhjámsson, Félag
heyrnarlausra.
Áheyrnarfulltrúi:
Jóhann Pétur Sveinsson, Félag ungra fatl-
aðra.
Helstu nefndir og ráð.
Umferðarráð: Halldór S. Rafnar.
Öldrunarráð: Jóna Sveinsdóttir.
Ferlinefnd: Arnþór Helgason og Vigfús
Gunnarsson.
Samráðsnefnd um málefni fatlaðra: Hall-
dór S. Rafnar.
Afgreiðslunefnd öryrkjabifreiða: Kári
Sigurbergsson.
Ráöstefnur áNorrænu tækniári.
Norræna nefndin um málefni fatlaðra
(NNH) hyggst í tilefni af Norrænu tækni-
ári halda tvær ráðstefnur. Ráðstefnurnar
verða haldnar í tengslum við sýninguna
„Forsorg og Hospital“ sem haldin verður
dagana 17. til 19. maí í Herning. Þann 18.
verður ráðstefna sem ber titilinn Tölvan
sem hjálpartæki og þann 19. verður ráð-
stefna sem ber titilinn samskipti með
nýrri tækni. Opinber tilkynning og þátt-
tökueyðublöð verða ekki tilbúin fyrr en í
lok mars.
Fyrir íslands hönd sitja Ólöf Ríkarðs-
dóttir, forstöðumaður og Björn Ön-
undarson, tryggingayfirlæknir í stjórn
NNH og veita þau eða undirritaður fús-
lega nánari upplýsingar um fyrirhugaðar
ráðstefnur.
Sigurjón Einarsson
sími 72355
Lokaorð.
Hér birtist ykkur fyrsta fréttabréf Ör-
yrkjabandalags íslands eða málgagn
þess, ef menn kjósa það heldur.
Knýjandi nauðsyn er á lifandi tengsl-
um milli stjórnar og skrifstofu Ö.B.Í. og
hinna einstöku aðildarfélaga.
Tengsl skapa skilning, skila árangri ef
rétt er á haldið.
Kynning á einstökum þáttum í starf-
semi heildarsamtakanna er upphafið.
Það þótti vel við hæfi að hefja útgáf-
una með því að lýsa inn í þessa starfsemi,
sýna í knöppu en ljósu máli, hvað fram
fer á vegum Ö.B.Í. og innan veggja þess.
En umfram allt þarf fréttabréfið að
vera vakandi og lifandi vettvangur fyrir
alla, sem þar eiga erindi nokkurt.
Aðildarfélögin eiga nú leik.
Þau geta snúið sér til umsjónarmanns
fréttabréfsins með það,sem þau vilja sér-
staklega geta um í starfsemi sinni eða
hvað þau eru með á prjónunum. Allt að
sjálfsögðu innan hæfilegra lengdartak-
markana. Kynning á einstökum félögum
Ö.B.Í. er sjálfsögð og um þann þátt mun
umsjónarmaður sjá og hafa samband það
tímanlega , að unnt sé að hafa á hrað-
bergi helstu upplýsingar varðandi félags-
starfið.
Þó ritstjórinn svokallaði hafi margt
ritað um dagana, hefur hann aldrei rit-
stýrt neinu nema sjálfum sér, svo þetta er
alger frumraun á þessu sviði. í þessari
frumraun hefur hann notið alúðarfyllstu
aðstoðar ýmissa góðra starfskrafta, for-
manns og framkvæmdastjóra þó fyrst og
síðast.
Frumraunin er lögð í ykkar dóm og
framhaldið fer ekki síður eftir ykkur, því
gagnkvæm tengsl ein koma að gagni. Eitt
er víst, öll eigum við vissa samleið og sú
samleið þarf að skila okkur sem allra
lengst fram á vonbjartan veg.
15