Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1989, Blaðsíða 8

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1989, Blaðsíða 8
Aðalfundur Öryrkjabandalagsins Aðalfundur Öryrkjabandalags- ins var haldinn sunnudaginn 15. október og hófst kl. 9 ár- degis í Borgartúni 6. Mættir voru full- trúar allra aðildarfélaga bandalagsins. Samtals mættu rúmlega 60 manns á fundinn, fulltrúarfélaga, svæðisstjórn- arfulltrúar og starfsfólk. Það var formaður Öryrkjabanda- lagsins, Arnþór Helgason, sem setti fundinn með nokkrum orðum. Hann minntist í upphafi tveggja látinna fé- laga: Kristínar Hjaltadóttur, fyrsta verkstjóra á saumastofu Ö.B.I. og Theodórs A. Jónssonar fyrrv. for- manns Sjálfsbjargar - landssambands fatlaðra og risu fundarmenn úr sætum til að votta hinum látnu virðingu sína. Þá var aðild Parkinson-samtakanna borin upp til samþykktar og var það einróma gert og með lófataki. Næst kynntu allir fundarmenn sig og frá hverjum þeir kæmu. Fundarstjórar voru þau kjörin Jóna Sveinsdóttir og Vilhjálmur Vilhjálms- son og fundarritarar þau Einar Aðal- steinsson og Þórey Ólafsdóttir. Þá var komið að skýrslu formanns, en hún var lögð fram á fundinum, bók upp á 38 blaðsíður og öll sérlega vel úr garði gerð. Formaður, Amþór Helgason, flutti svo allítarlegan úrdrátt, en að öðru leyti kemur hugleiðing hans hér í Frétta- bréfinu inn á flesta meginþætti. Til viðbótar sjálfri skýrslu for- manns og framkvæmdastjóra um al- menna starfsemi bandalagsins, fylgdu þessar skýrslur í bókinni góðu: 1) Skýrsla vinnustofa Öyrkjabanda- lagsins: Anna Ingvarsdóttir. 2) Skýrsla um Starfsþjálfun fatlaðra: Guðrún Hannesdóttir. 3) Samvinnunefnd Ö.B.I. og Þroska- hjálpar: Arnþór Helgason. 4) Félgsleg framkvæmdaáætlun sam- takanna: Helgi Hróðmarsson. 5) Hússjóður Öryrkjabandalagsins: Oddur Ólafsson. Rétt er að geta þess að formaður fór yfir alla þætti skýrslunnar utan skýrslu Hússjóðs Ö.B.Í. Öll skýrslan sannaði enn betur en áður hið viðamikla umfang, sem starf- semi Öryrkjabandalagsins spannar og eykst á ýmsan veg, ár frá ári. Hér skal svo aðeins minnt á þá málaþætti, sem fram komu í skýrslu formanns beint: 1) Ferlimál, 2) Aðild að Bréfaskólanum, 3) Málefni heyrn- arlausra, 4) Samskipti við stjórnvöld, 5) Kjaramál, 6) Málefni starfsmanna Ö.B.Í., 7) Kynningarstarf og ráðstefn- ur, 8) Erlend samskipti, 9) íslensk getspá, 10)Þakyfirhöfuðið, U)Ýmis mál, 12) Störf félagsmálafulltrúa. Flest þessara mála eða öll, hafa fengið meiri eða minni umfjöllun í Fréttabréfinu. Það var mál fundarmanna, að ræða formanns og skýrslugerð öll hefði verið til hinnar mestu fyrirmyndar og hefði gefið ljósa mynd og glögga af öllum þáttum þess mikla starfs, sem unnið er svo víða á vettvangi. Að lokinni ræðu formanns voru reikningar Öryrkjabandalagsins, Hússjóðs Ö.B.I. og Vinnustofu Ö.B.Í. teknir fyrir. Það var Eyjólfur Guðmundsson löggiltur endurskoðandi, sem lagði fram þessa reikninga og útskýrði þá. Reikningarnir lágu allir frammi í fjölriti, svo allir fulltrúar fengu þá, og svo er unnt að nálgast þá á skrifstofu Ö.B.Í. Aðeins verður því greint frá nokkrum fróðleikstölum úr rekstrar- reikningi Öryrkjabandalagsins. Rekstrartekjur urðu alls 86.650 þús. af þeim renna til Hússjóðs 68.800 þús. Þess er skylt, að geta að allt eru þetta tekjur frá íslenskri getspá utan ríkisstyrkur að upphæð 650 þús. Helstu liðir útgjalda eru þessir. Styrkir og framlög til félaga Ö.B.Í.: 10.398 þús. og hefur skipting þeirra áður komið fram. Styrkir og framlög tií annarra 7.267 þús. Stærstu liðir þar eru: Til samstarfs Ö.B.Í. og Þroskahjálpar 2.760 þús. - íþróttasambands fatlaðra 1.150 þús. - til Fræðsluvarps 750 þús. - til Þroskahjálpar 600 þús. - til N.F.A.B. 600 þús. - til Fallaskila (rit) 350 þús. Rekstrargjöld almennt 7.215 þús. Þar af er Fréttabréfið í heild 1.388 þús. 8 FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.