Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1989, Blaðsíða 34

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1989, Blaðsíða 34
IBRENNIDEPLI Helgi, Helgi, Hrafn og Helga Hjörleifs. H-nefndin sem vann að Degi fatl- aðra, H-heiIög. „Hve löng er þessi ganga og stundum siglt í strand og stöðnun ríkir ein. Þá finnst okkur að vonum svo óralangt í land og loforðsefndin sein“. Mikið gætu forsvarsmenn samtaka fatlaðra og einstakra félaga þeirra, að ógleymdum öllum einstaklingunum innan þeirra, mikið gæti þetta fólk nú tekið undir þessar línur, oft og einatt. Og þó er ekki sanngjarnt að segja, að allt sé í stöðnun, því vissulega hefur framfarasvipurinn sett sitt mark á þennan málaflokk og í mörgu meir og betur en ýmsa aðra á síðustu árum. Hitt skal þá enn einu sinni undir- strikað ærlega og af fullum þunga, að það er svo fjarska skammt liðið frá því, að nokkur þróun af nokkru tagi fór að eiga sér stað yfirleitt. Nú eiga stjómvöld og löggjafinn að vita þetta öðrum betur, en svo virðist oft að sumum gleymist þessar óhrekjandi staðreyndir. Málaflokkur- inn var svo alltof nálægt núllmarkinu, ef t.d. er litið þrjátíu ár aftur og jafnvel þó mun skemmra sé skyggnzt aftur í tímann. Þess vegna hefur þróunin orðið óvenjulega hröð, þrátt fyrir allt, en einnig skal undirstrikað alveg sér- staklega, að hvorki má koma til stöðn- unar eða stórfelldrar minnkunar raun- aukningar, vegna þess hversu þróunin er ung og á enn alltof fá ár örrar uppbyggingar að baki. Efvel eráhaldið máe.t.v. segja,að samfellt fimm ára átak til beinnar raunaukningar, gæti þýtt það, að. þá dygði það eitt að halda vel í horfi. En slíkt er útilokað í dag, einfald- lega vegna þess hve margur óleystur vandi er enn á ferðum og við vitum öll af hverju. Fram í dagsljósið hafa ýmsir hópar fatlaðra verið að koma undanfarin ár og því hefur áþreifanleg fjölgun orðið meiri en ýmsir áttu von á. Við hljótum öll að vera einhuga um það, að velferðarþjóðfélag okkar verður að sinna þessu fólki, en það kostar auka átak - tímabundið fyrst og fremst. Að því aukaátaki beindist Dagur fatlaðra nú og það er hvorki af illgimi í garð stjórnvalda eða óeðli- legri heimtufrekju til samfélagsins, að þessi krafa - þetta heita ákall, er borið fram af svo miklum þunga og máske tilfinningahita einnig. Hér er einfaldlega svo mikið af mannlegri hamingju í húfi að aldrei er um of brýnt fyrir þeim sem með fjárráð og völd fara að hér blasir válegur vandi við, verði ekkert gert. Við tjárlagaafgreiðslu nú verða að sjást þess einhver merki að ekki sé í öllu talað fyrir daufum eyrum. Það eitt dugar nefnilega ekki að berja sér á brjóst og segjast ætla að skera allra síðast niður í þessum málaflokki, því þar þýðir niðurskurður afturför eina. I þessum orðum skrifuðum í októ- berlok skal það eitt sagt, að engin hætta er á því að samtök fatlaðra láti þessi mál lognast út af og týnast í öllu eymd- arhjalinu nú meira og minna tilbúnu. Það mun verða séð til þess. í þessu Fréttabréfi eru birt ný lög bandalagsins, sem ber að fagna sérstaklega. Það hefur áður verið ítrekað hversu ágæt hin eldri lög reyndust, en hver tíð kallar á ný viðhorf í einhverju, og umfang starfseminnar kallar á önnur vinnubrögð. Framkvæmdaráðið, sem nú fær lagasess, hefur gegnt og mun enn frekar gegna ákaflega þýðingarmiklu hlutverki í þá veru, að taka mál fyrir, ýmist til undirbúnings fyrir stjóm- arfundi svo og ekki síður til afgreiðslu mála, er stjórnin felur því í hendur. Aðeins skal það ítrekað og undir- strikað hér, að auðvitað fer stjómin öll alltaf með æðsta vald og að því skyldu menn gæta, að stjórnin er eins lýðræðislega uppbyggð og hægt er að hugsa sér, einfaldlega af því að öll aðildarfélög eiga þar sína rödd inni. En nýjum lögum ber að fagna, en um leið tekið einlæglega undir með formanni Öryrkjabandalagsins, þegar hann leggur á það ofurþunga áherslu, að Öryrkjabandalagið efli og styrki hin félagslegu tengsl sín á landsbyggðinni. Það er rétt að fólk innan Öryrkja- bandalagsins og ekki sízt í stjóm þess geri sér þess glögga grein að í augum öryrkja almennt úti á landsbyggðinni, er Öryrkjabandalag Islands einfald- lega Stór-Reykjavíkursamtök fyrst og síðast. Þeirri ímynd þarf að breyta og verður að breyta með einhverjum hætti, alveg eins og Hússjóður Ö.B.I. er nú að fá á sig nýjan svip í augum margra á landsbyggðinni, sem varir verða við verk hans þar í vaxandi mæli. Hér er a.m.k. um eitt fremsta fram- tíðarverkefni Öryrkjabandalagsins að ræða og skiptir sköpum um tilveru þess í vitund þess stóra hóps fatlaðra, sem landsbyggðina byggja. „Já, löng er þessi ganga“ máeflaust oftar segja og nú fer að bjarma fyrir nýjum tillögum í tryggingamálum - væntanleg gæti verið lagabreyting á þessu þingi og skiptir miklu hvernig á verður haldið. Því er ekki að leyna að mikils eru virði margar þær réttarbætur 34 FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.