Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1989, Blaðsíða 15

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1989, Blaðsíða 15
Pistilinn skrifar Brynhildur Bjarnadóttir Það vakti þjóðarathygli þann 4. sept sl. þegar borgarstjóri Reykjavíkur, Davíð Oddsson settist í hjólastól snemma morguns og sat þar sem fastast allt til kvölds. Kæmi mér ekki á óvart þó margur óþægilegursannleikurinn hefði runnið upp fyrir honum þennan dag. A hann allan heiður skilið fyrir framtakið. En gjaman hefði ég viljað sjá þennan atburð sem upphaf keðjuverkandi athafna framámanna á ýmsum sviðum þjóðfélagsins. Því það er nú svo, að heitast brennur ætíð á þeim sem sjálfir reyna. Væri það t.d. ekki nokkuð snjallt, ef meðlimir Náttúruverndar- ráðs tækju sig til og gerðu eins og borgarstjórinn. Sumir þeirra gætu t.d. sest í hjólastól, aðrir tekið sér tvær hækjur, og lagt svo í ferðalag um þau svæði, sem undir Náttúruverndarráð heyra. Nú er það fjarri mér að agnúast út í allt það sem þessi stofnun hefur gjört, landinu til góðs og þjóðinni til sóma. En verið gæti nú samt, þegar virðulegir starfsmenn Náttúruvemdar- ráðs væm staddir t.d. við Öskjuop í hjólastólum og á hækjum að þeim dytti í hug Búkollusaga, sem allir þekkja frá bamæsku. „Taktu hár úr hala mínum og leggðu það á jörðina“, sagði Bú- kolla við strákinn, - og „Legg ég á og mæli ég um, að þú verðir að svo háu fjalli, að enginn komist yfir, nema fuglinn fljúgandi“. Þannig segir sagan. Næst myndu þeir svo kannski vilja sjá Hólmatungurnar, Hljóðakletta og Forvöðin í Jökulsárgljúfrunum, sem er einn af fegurstu þjóðgörðum landsins. Hvemig yrði þeim við, forkólfum náttúruvemdarmála, þar sem þeir stæðu og sætu, heftir af sinni tímabundnu hreyfihömlun við þröskuld þessara náttúrudjásna, og komast ekki yfir hann. Legg ég á, og mæli ég um, sagði Búkolla. Það er sárgrætilegt, að á undan- förnum árum virðist eins og skipulega hafi verið unnið að því, svo víða, á friðlýstum svæðum landsins, að hefta för þeirra, sem ekki eru færir um að ganga, jafnvel svo klukkutímum skiptir, til að njóta þessara staða á borð við aðra þjóðfélagsþegna. Og tekur sá hópur að sjálfsögðu til miklu fleira Brynhildur Bjarnadóttir. fólks, en þess sem bundið er hjólastól- um eða hækjum. Ekki dettur mér í hug að þama ráði mannvonska, heldur er þar um að ræða skammsýni, eða nærsýni, sem auðvitað er hægt að bæta úr með góðum gleraugum, hjálpar- tækjum þeirra sem ekki hafa góða sjón. Vandinn er, að gera sér grein fyrir því, að sjónin sé ekki í góðu lagi. En geta skal þess sem vel er gert. Fyrir skömmu var ég með hópi hreyfi- hamlaðs fólks í Ásbyrgi. Þar er tiltölu- lega auðvelt fyrir alla að komast um, flestirgangstígarbreiðir, og auðvelt að aka um þá í hjólastólum. Þó mætti að ósekju koma fyrir handriði meðfram stígnum niður að tjöminni. Kæmi það mörgum til góða, og ætti að vera auð- velt að hanna það svo snoturlega að ekki særði augu neins. Þó að ég nefni ekki fleiri staði, væri það auðvitað bein nauðsyn, að hið ágætafólk íNáttúruvemdarráði reyndi að ferðast á þennan máta um öll vernd- arsvæðin. Trúi ég að þá myndi skiln- ingur aukast fyrir mörgu, sem betur mætti fara, og það er fyrsta skrefið til úrbóta. Næsti hópur sem ég vildi gjaman sjá að tæki sér borgarstjórann til fyrir- myndar, eru arkitektar og aðrir hönn- uðir og umsjónarmenn mannvirkja. Og nú heyri ég ykkur segja: Hvaða vitleysa er þetta í konunni. Er ekki búið að setja ótal lög og reglugerðir um aðgengi fatlaðra? Er það ekki nóg, eða hvað? Og þetta var nú stór spurning, eins og sagt er. Eg skal nefna dæmi um splunku- nýja opinbera byggingu, heilsugæslu- stöð. Þar virðist hið prýðilegasta aðgengi öllum utan dyra, sömuleiðis innandyra. En viti menn. Allt í einu er komin á staðinn útidyrahurð, ein mikil og voldug með tilheyrandi verklegum þröskuldi, ogekki hugsað um hvort þar geti þeir um garða gengið, sem ekki eru fullfærir. Og kemur enn í hug Búkollusagan gamla. Sem betur fer varð því slysi forðað, að útidyrahurðin fatlaða kæmist á sinn stað í óbreyttu ástandi. Við munum líka eftir því í sögunni, að skessan boraði gat á fjallið til þess að komast leiðar sinnar. Vitiðþið,aðþaðertaliðaðum 10% þjóðarinnar séu á einhvern hátt hreyfi- hamlaðir. Það er sjálfsagt dýrt að skipuleggja og byggja þannig, að allir komist leiðar sinnar, en mistökin eru líka dýr. Jafnrétti er stórt orð. Ófram- kvæmanlegt, segja margir. En á því sviði sem ég hefi um fjallað í þessum pistli, er það framkvæmanlegt. Hætt- um að búa til fjöllin, og bora göt í gegnum þau á eftir. Leggjum vegina slétta og færa í upphafi. Brynhildur Bjarnadóttir, form Sjálfsbjargar, félags fatlaðra á Húsavík. Pistillinn var fluttur í Svœðisútvarpi Norðurlands 14. sept sl. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 15

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.