Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1989, Blaðsíða 14

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1989, Blaðsíða 14
fram, fremur en fyllilega blaðfestar niðurstöður. Meðal einstakra punkta má þó nefna: Samtökin ráði lögfræðing til réttindagæzlu. Svæðisstjómir þyrftu að hafa þverfaglegan hóp um siðfræði sér til stuðnings. Varðandi sjálfs- ákvörðunarréttinn: „að skella hurðinni aldrei svo fast á eftir viðkomandi að ekki sé unnt að opna neina rifu síðar“. Lykilatriði varðandi þjónustu við foreldra, að hlusta á óskir þeirra og virða þær. Stuðningsfjölskyldur verði festar í sessi. Húsnæðismál fatlaðra verði færð undir eftirlit Húsnæðis- stofnunar ríkisins. Félagslega kerfið nýtt til hins ýtrasta fyrir fatlaða. Þær sérstöku tillögur, sem fram komu voru allar á þann veg að aðalfundum beggja samtaka var falin forsjá þeirra til framtíðarályktana. Að loknum skýrslum umræðu- stjóra fóru fram frjálsar umræður. Nokkrir tóku til máls og m.a. var lýst yfir sérstakri ánægju yfir þessari ráðstefnu. Það var svo Jón Sævar Alfonsson, sem sagði þessu þingi slitið og þakkaði starfshópum og þingfulltrúum gott starf. Þakkaði f.h Þroskahjálpar hið ágæta samstarf við félagana í Öryrkjabandalagi Islands. „Við þurfum að koma fram sem ein órofa- heild“ sagði Jón Sævar. Yfir eitt hundrað sóttu þingið, sem var hið ánægjulegasta. H.S. / • • Oddur Olafsson heiðursformaður Oryrkjabandalagsins: Skyrsla Hússjóðs Öryrkjabandalags Islands Hússjóður Öryrkjabandalags íslands er sjálfseignarstofn- un. Stofnskrá hans er staðfest af forseta Islands. Sjóðurinn hefur sér- staka stjórn, sérfjárhag og reiknings- hald. Hlutverk hans er að reisa og reka leiguíbúðir fyrir öryrkja. Nokkru áður en Öryrkjabandalag- ið var stofnað, hafði verið gerð könnun á húsnæðisaðstöðu öryrkja á Reykja- víkursvæðinu. Sú könnun leiddi í Ijós að öryrkjar bjuggu gjarnan í lélegasta húsnæðinu sem til var, svo sem í kjöll- urum, bröggum eða risíbúðum. Því var það að árið 1964 samþykkti stjóm Öryrkjabandalags Islands að einbeita kröftum sínum að umbótum í húsnæð- ismálum öryrkja. Ekki höfðu aðildarfélög Öryrkja- bandalags Islands fjárhagslega getu til þess að framkvæma þetta fjárfreka verkefni, en lögðu fram 100 þús. g. kr. sem stofnframlag. Framreiknaðar eru þetta 396 þús. n. kr. miðað við sl. ára- mót. I 4. gr. skipulagsskrár segir svo: Tekjur sjóðsins eru vextir af stofnfé, gjafir og áheit og venjulegar tekjur af fasteignum. 5. gr. hljóðar svo: Hlutverk sjóðsins er að eiga og reka íbúðarhús fyrir öryrkja. Tilgangi sínum hyggst sjóðurinn ná bæði með því að kaupa húsnæði í þessum tilgangi og byggja hús. Ibúðarhúsnæði þetta mun sjóðurinn leigja öryrkjum fyrir hæfilegt verð. Ekki má sjóðurinn Oddur Ólafsson. leigja öðrum en öryrkjum og öryrkja- stofnunum húsnæði nema sérstakar ástæður séu fyrir hendi. Byggingarnar skyldi fjármagna meðal annars á eftirfarandi máta: 1. Lán frá Húsnæðismálastofnun. 2. Lán úr Erfðafjársjóði. 3. Framlög og lán frá sveitarfé- lögum. 4. Fyrirframgreiðslur eða skulda- bréfalán frá væntanlegum leigjendum. Þegar ákvörðun hafði verið tekin um byggingu leiguíbúða, var sótt um lóð hjá Reykjavíkurborg. Á fundi borgarstjórnar þann 19. maí 1965 var samþykkt að gefa Öryrkjabandalagi íslands og Sjálfsbjörg kost á lóð við Hátún. Stjómin réð svo arkitektana Helga og Vilhjálm Hjálmarssyni til þess að teikna húsin og árið 1966 lögðu þeir fram teikningar af háhýsunum sem nú standa við Hátún 10. Þann 21. september 1966 tók svo þáverandi félagsmálaráðherra, Eggert Þorsteinsson, fyrstu skóflustunguna að þessum miklu byggingum og skömmu síðar hófust byggingafram- kvæmdir af fullum krafti. Á fáum árum risu svo háhýsin þrjú hér í Hátúninu, húsin sem við þekkjum svo vel. Ekki gengu framkvæmdir þó snurðulaust fyrir sig. Þegar þriðja húsið var nærri uppsteypt, þá urðum við gjörsamlega ráðþrota vegna fjárskorts. Hvergi fannst smuga. Þá var það ráð tekið að leigja ríkinu hluta af B-inu í 10 ár og fá alla leiguna greidda fyrirfram. Þetta gekk upp. Þriðja húsið reis, en við höfðum ekki staðið við þann ásetning að reisa 250 íbúðir. Nokkru síðar opnaðist möguleiki til þess að leiðrétta þessa skekkju. Við byggðum 41 íbúðar hús í Kópavogi. Það er okkar ágæta Fannborg 1, sem hefur komið að góðum notum. Nú er að því komið að við förum að fá til baka þann hluta af Hátúni 10B, sem ríkið hefur á leigu fyrir stærstu öldrunarlækningastöð landsins. Leigunni hefur þegar verið sagt upp og því er ekki að neita að það mundi bæta okkar hag til mikilla muna, ef við fengjum allar þessar 36 íbúðir til ráðstöfunar. Hitt verður svo að vega og meta hverju við töpum við það að missa ríkisþjónustuna úr okkar húsum. Ríkið hefur einnig á leigu fyrstu hæðimar í Hátúni 10 og 10A. Framhald á bls. 25 FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 14

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.