Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1989, Blaðsíða 21

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1989, Blaðsíða 21
Ólöf Ríkarðsdóttir: Húsnæðismál fatlaðra Það eru aðeins rúm fimmtíu ár síðan farið var að huga sérstak- lega að húsnæðismálum fatlaðra hér á landi og eins og að líkum lætur, þá voru það samtök fatlaðra, sem riðu á vaðið. Fyrstu heimili fatlaðra á Islandi risu á Reykjalundi, þegar Samband íslenskra berklasjúklinga, hóf þar sitt merkilega starf við endurhæfingu ís- lenskra berklasjúklinga. I lok ársins 1945 var þar komið húsnæði fyrir 40 manns í litlum heimiliseiningum. Þetta framtak var vissulega ein af undir- stöðum þess, að endurhæfingin bæri árangur. Alllöngu síðar komu fleiri félög fatlaðra til sögunnar og hófu að byggja hús fyrir sína hópa. A þessum árum voru ríkisstyrkir og lán til þessara framkvæmda bundnir því skilyrði að húsnæðið væri eingöngu notað fyrir fatlað fólk. Þetta hefur vissulega leyst húsnæð- isvanda fjölmargra og gjörbreytt lífi þeirra. En nú eru ný viðhorf komin til sögunnar og stefna okkar er sú, að fatlaðir hafi sömu valkosti í húsnæð- ismálum og aðrir þegnar þjóðfélags- ins. Stefnan felst í hugtakinu blöndun, og það er ánægjuleg staðreynd, að þær íbúðir, sem Öryrkjabandalagið hefur keypt fyrir tekjur af Islenskri getspá, eru dreifðar í almennum íbúðahverf- um víða um landið. Húsnæði er ein af frumþörfum mannsins, en þar stendur fatlað fólk oft höllum fæti af ýmsum ástæðum. Við búum í samfélagi, sem til skamms tíma hefur eingöngu verið miðað við þá sem eru fleygir og færir og valkostir því fáir fyrir marga fatlaða. Meðal þeirra, er að finna mjög mikið af láglaunafólki, en lítið framboð er af húsnæði sem sá hópur getur ráðið við, hvort sem um er að ræða leigu eða kaup. Þetta end- urspeglar hina löngu biðlista, sem liggja fyrir á þeim fáu stöðum, þar sent ódýrt leiguhúsnæði er í boði. Innan sömu vébanda er líka stór hópur, sem býr við það alvarlega fötlun að hann hefur engin tök á að eignast heimili af eiginn rammleik, né annast eigið heimili. Það eru einmitt þarfir þessa hóps sem samtökin okkar setja nú á oddinn i' baráttunni fyrir mannrétt- indum. En það eru fleiri hópar sent hafa hagsmuna að gæta á sviði húsnæðis- mála og árið 1986 var stofnað til sam- vinnu milli 8 slíkra almannasamtaka fyrir tilstilli Sjálfsbjargar landssam- bands fatlaðra, í þeim tilgangi að vinna að eflingu félagslegra íbúðabygginga. Þarna myndaðist sem sagt húsnæðis- hópur, sem fljótlega fékk nafnið „Þak yfir höfuðið“. I honum eru eftirtalin almanna- samtök: Öryrkjabandalag íslands, Landssamtökin Þroskahjálp, Sjálfsbjörg landssamband fatlaðra, Samtök aldraðra, Stúdentaráð Háskóla íslands, Bandalag íslenskra sérskólanema, Leigjendasamtökin, Búseti, landssamband húsnæðis- samvinnufélaga. Þessi samtök hafa á bak við sig á milli 30-40 þúsund félagsmenn og geta því verið sterkt afl. Hópurinn hefur síðan staðið þétt saman og á vegum hans er starfandi nefnd sem heldur reglulega fundi. Hún er skipuð einum fulltrúa frá hverjum samtökum. Samtökin gengust fyrir ráðstefnu um húsnæðismál haustið 1987. Þá voru lögð fram drög að frumvarpi til laga um félagsíbúðasjóð, sem gæti orðið eins konar útvíkkun á byggingarsjóði verkamanna og fengi hann það hlutverk að fjármagna félagslegar íbúðabyggingar. I kjölfarráðstefnunn- ar var gefinn út bæklingur um félagslegt húsnæði á íslandi og hefur honum verið dreift í nokkur þúsund eintökum. Samtökin „Þak yfir höfuðið“ hafa frá upphafi lagt kapp á að fá fulltrúa í nefnd, sem endurskoða skyldi félags- lega hluta húsnæðiskerfisins. Þessi nefnd var sett á laggimar í júnímánuði sl. og fengu samtökin tilmæli frá félagsmálaráðherra um að skipa full- trúa í hana. Þetta þótti mikill sigur. Reynir Ingibjartsson var tilnefndur fulltrúi samtakanna. Aðrir í nefndinni eru fulltrúar félagsmálaráðuneytisins, Húsnæðisstofnunar ríkisins, Alþýðu- sambands Islands, Bandalags starfs- manna ríkis og bæja, Verkamanna- sambands Islands, Sambands ís- lenskra sveitarfélaga og stjórnar- flokka. Ingi Valur Jóhannsson deild- arstjóri í félagsmálaráðuneytinu er formaður nefndarinnar. Hlutverk nefndarinnar er sem sagt að gera tillögur um endurskipulagn- ingu og framtíðarskipan félagslega Sjá næstu síðu Ólöf fremst á myndinni með hópnum: Þak yfir höfuðið. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 21

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.