Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1989, Blaðsíða 27

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1989, Blaðsíða 27
Hér má sjá marga félaga Gísla úr Blindrafélaginu. þetta er komið og sá fatlaði hefur fengið fyrirheit um menntun, at- vinnurekendurnir segja að þeir vilji gjaman fá hann í vinnu og löggjaf- arvaldið hefur tryggt honum forgang að vinnu hjá hinu opinbera, fyllist hann bjartsýni og segir: „Ég hef jafn mikinn sjálfsákvörðunarrétt og hver og einn. Ég ætla að mennta mig og sækja síðan um starf við mitt hæfi“. Tökum dæmi af tveimur. Annar gengur menntaveginn, gengur þokka- lega, og sækir um vinnu. Hann er fylg- inn sér og leiðir atvinnuveitandanum fyrir sjónir, að þó hann sé blindur, vanti vinstri fótinn, búið sé að taka af honum hægri handlegginn og í þokka- bót sé hann með astma, þá geti hann allt sem hann ætli sér, fái hann rétta aðstoð. Atvinnuveitandanum líst nokkuð vel á umsækjandann og lætur hann fá starf. Hann sækir um hjálpartæki til Trygg- ingastofnunar ríkisins og hinum fjöl- fatlaða einstaklingi er sköpuð góð vinnuaðstaða. Vinnuveitandinn er ánægður með hann og greiðir honum há laun sem að hluta til fara í skatta, sem fara í það að greiða insúlíníð fyrir atvinnuveitandann, sem er sykur- sjúkur. Auk þess kom í ljós að sá fatlaði hélt sig mun betur að verki en margir þeir ófötluðu sem unnu á sama vinnu- stað. Hinn fatlaði einstaklingurinn fer einnig menntaveginn og gengur vel í skólanum og sækir um vinnu. At- vinnuveitandinn segir „Nei, ég þori ekki að taka þá áhættu að ráða fatlaða í vinnu“. Sá fatlaði er ekki mjög fram- færinn, gengur út niðurbeygður og segir við sjálfan sig: „Ég á sama rétt og aðrir til að ákvarða líf mitt. Ég ætla að reyna aftur“. Þá man hann allt í einu eftir að samkvæmt lögum á hann að eiga rétt á atvinnu hjá ríki og bæ. Hann sækir um vinnu hjá ríkisútvarpinu, útvarpi allra landsmanna. Hann hafði fengið góða þjálfun í tómstundaskólanum og feng- ið afbragðs meðmæli sem fjölmiðl- ungur. Einnig hafði hann menntað sig sem tæknimaður. Hann sækir um starf sem dagskrárgerðarmaður en fær nei. Þá kærir hann úrskurðinn til félags- málaráðherra. Sá ritar útvarpinu bréf og átelur það. Ríkisútvarpið svarar, að þó að það sé bundið í lögum að fatlað fólk eigi forgang að atvinnu, þá komi þeim það ekki við, fyrst og fremst ráði hæfni, en ekki vorkunn, þess vegna eigi félagsmálaráðherrann að þegja og ekki skipta sér af útvarpinu, með einhver lög, sem engin viðurlög séu við. Sá fatlaði berst áfram, en alls staðar rekur hann sig á vegg. Loks gefst hann upp, fær allar þær hugs- anlegu tryggingabætur sem hann á völ á, gengur til geðlæknis og sálfræðings einu sinni í viku og er auk þess hjá félagsráðgjafa. Þannig kostar hann þjóðfélagið offjár á mánuði en hann fær ekki að nota hæfni sína til þess að skapa þær tekjur sem hann þarf til að leggja sitt af mörkum til þjóðfélagsins og framfley ta sér og sínum ef hann á þá einhverja að. Ég hef reynt að bregða upp nokkrum dæmum sem sýna hvernig sjálfsákvörðunarréttur fatlaðra er skertur og því miður oft fótum troðinn. Það hlýtur að vera sanngirniskrafa allra, hvort sem eru fatlaðir eða ófatl- aðir, að sjálfsákvörðunarréttur hvers og eins sé virtur og að manneskjan sem einstaklingur, óháð líkamlegu eða andlegu ástandi fái að njóta sín til fulls. Það er átakanlegt dæmi sem kemur fram í könnun sem landlæknir hefur látið gera að lífskjör þeirra sem eru fatlaðir eða sjúklingar, eins og stendur í könnuninni, eru mun lakari t.d. hvað varðar eigið húsnæði, en þeirra sem eru ófatlaðir. Sýnt er fram á að fötluðu fólki í eigin húsnæði fækkar. Því miður er það staðreynd, að hér á jörðinni fæðist mikill fjöldi fólks sem telst fatlaður. I ríki dýranna er slíkum einstaklingum varla hugað líf. Hvemig færi ef sá grimmi heimur sem við lifum í, tæki þá afstöðu, að láta alla þá sem óheilir eru, lönd og leið og byggja upp þjóðfélagið, aðeins fyrir ófatlaða. Það væri sjálfsákvörðun, sem hægt væri að framkvæma, og hver veit nema svo verði. Þá væri t.d. hægt að nota hús Öryrkjabandalagsins fyrir elliheimili alþingismanna og samstarfsmanna þeirra. Það gæti heitið Aþos. Sjálfs- bjargarhúsið væri kjörið fyrir gamla embættismenn. Hús Blindrafélagsins yrði félagsmiðstöð augnlækna og þar yrðu hvíldarherbergi fyrir þá lækna, sem ættu að úrskurða alblinda eða of sjónskerta sjúklinga vanhæfa til lífs. Við skulum hins vegar vona að við verðum þeirrar gæfu aðnjótandi að gera þjóðfélagið jafn gott fyrir alla, það yrði til góðs, því að allt sem gert er vel fyrir fatlaða, kemur hinum ófötl- uðu enn betur. Þess vegna er það miklu betra fyrir þá sem ófatlaðir eru, að virða til fullnustu sjálfsákvörðunarrétt hinna fötluðu og gera þeim kleift að verða jafnir þátttakendur í hinu dag- lega lífi. Þetta er draumur minn um von, sem ef til vill rætist. Gísli flutti erindi þetta á landsþingi Öryrkjabandalagsins og Þroskahjálpar 14. október sl. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 27

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.