Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1989, Blaðsíða 36

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1989, Blaðsíða 36
24. september: Dagur heymarlausra Úr félagsmiðstöðinni. Glatt á hjalla í góðum hópi. Hinn 24. september sl. var Dagur heymarlausra hald- inn hér á landi í fyrsta sinn, en víða annars staðar hefur dagur- inn verið í heiðri hafður í þrjátíu ár. Það var í Hallgrímskirkju sem hátíðin hófst með messugerð. Við kirkjudyr stóðu þau Haukur Vilhjálmsson formaður og S. Mar- grét Sigurðardóttir ritari félagsins og buðu kirkjugesti velkomna. Kirkjugestir urðu mjög margir og m.a. var biskupinn yfir Islandi, Ólafur Skúlason viðstaddur. Það var prestur heyrnarlausra, Miyako Þórðarson, sem leiddi messugerðina og lagði út af orðun- um um umhyggju okkar fyrir öðr- um. Ahrifamikil og góð ræða henn- ar var mikillar eftirtektar verð. Módettukórinn söng, en einnig flutti eða söng hópur heyrnarlausra undir stjóm Júlíu G. Hreinsdóttur alla sálmana og var það áhrifamikill flutningur sem hreif mann með sér í nýjar hæðir eða víddir, lotning og tilbeiðsla héldust í hendur. I sálminum Astarfaðir himin- hæða, kom hópur heymarlausra bama einnig upp og söng og þótti undirrituðum það a.m.k. hámark athafnarinnar. En slíka hátíðastund helgi og einlægni, upplifir maður ekki oft. Að lokinni messu bauð Félag heymarlausra til veglegra veitinga í félagsmiðstöð sinni að Klapparstíg 28 og þar var heldur betur þröng á þingi og munu þó allir mettir hafa verið. Þar bauð Haukur Vil- hjálmsson gesti velkomna og bað þá vel að njóta veitinganna. Biskup íslands flutti ámaðar- óskir og bað félaginu blessunar Guðs, en ræddi bæði í alvöru og gamni svar við spumingunni: Hver er hér í raun hamlaður eða fatlaður? Ég gagnvart ykkur eða þið gagnvart mér? Bryndís Víglundsdóttir skóla- stjóri Þroskaþjálfaskólans flutti aðalræðuna og kom víða við. Minnti á þá tíð, þegar táknmál var bannað í kennslu, rifjaði upp ýmsa áfangasigra, m.a. þátttöku þroska- þjálfanema nú í að læra táknmál, sem tengdist námi Júlíu G. Hreins- dóttur í þeim skóla. Bryndís gaf sig glettninni á vald einnig og sagði dæmi broslegrar ættar úr kennslusögu sinni. Ræða hennar var bæði einkar fróðleg og skemmtileg. Þá tilkynnti Páll Magnússon fréttastjóri Stöðvar 2 að frá og með næsta laugardegi yrðu vikulegir fréttaþættir fyrir heymarlausa á stöðinni. Vakti þetta mikinn og verðskuldaðan fögnuð, en við sem höfum verið að baksa við að fá ríkissjónvarpið okkar til þessa, án árangurs, hugsuðum ekki með sem hlýjustum huga til þeirrar stofnunar allra landsmanna, sem löngu hefði átt að sinna þessu. Svo skemmtilega vildi til að morguninn eftir komu fulltrúar Fé- lags heymarlausra til endurskoðun- arnefndar um tryggingamál og þar voru ítrekuð áhersluatriði þeirra almenn sem sértæk. 1) Örorkumatsreglur gerðar réttlátari, 50% reglan er alfarið í dag. 2) Hærri endurgreiðslu ýmissa brýnna hjálpartækja. 3) Túlkaþjónusta með einhverj- um hætti greidd af samfélaginu. 4) Símgjöld lækkuð verulega. Eru í dag sexföld vegna lengdar textasímtalanna. Góður áhersluauki við daginn. Um leið og undirritaður þakkar fyrir sig og sína, vill hann óska félaginu alls velfarnaðar og hamingjuóskir með nýja starfs- manninn, Elfu Bergsteinsdóttur, sem greinilega er rétt kona á réttum stað. Megi Dagur heyrnarlausra ávallt skila árangri á þeirri leið út úr einangrun, sem þessi hópur er í eða þá einangrun okkar hinna, að sam- skipti okkar allra megi verða sem greiðust og farsælust í framtíðinni. H.S. 36 FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.