Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1989, Blaðsíða 9

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1989, Blaðsíða 9
Reikningar Öryrkjabandalagsins voru samþykktir og endurskoðaðir af félagslegum endurskoðanda Páli Svavarssyni. Varðandi Hússjóð og vinnustofur vísast til skýrslna Odds Ólafssonar formanns og Önnu Ingvarsdóttur framkvæmdastjóra, sem birtar eru í Fréttabréfinu. Eftir smávægilegar athugasemdir voru allir reikningar samþykktir sam- hljóða. Þá flutti Oddur Ólafsson formaður stjórnar Hússjóðs Öryrkjabandalags íslands skýrslu þá, sem birt er hér í Fréttabréfinu. Oddi var þökkuð þessi skýrsla með dynjandi lófataki. Þá fór fram tilkynning stjórnar- manna og er skrá um þá birt hér í Fréttabréfinu. Kjör formanns, varaformanns, rit- ara og gjaldkera fór því næst fram: Formaður: Amþór Helgason, varafor- maður Ólöf Ríkarðsdóttir, ritari Þórey Ólafsdóttir, gjaldkeri Hafliði Hjart- arson. Öll voru þau sjálfkjörin með lófataki. Fyrrverandi ritari, Jóna Sveins- dóttir gaf ekki kost á sér. Sömuleiðis voru endurskoðendur sjálfkjömir: Páll Svavarsson, fyrir Öryrkjabandalagið og Einar S. Ing- ólfsson, fyrir vinnustofur. Næst voru teknar fyrir lagabreytingar og hafði Arnþór Helgason framsögu fyrir frumvarpi að nýjum lögum bandalagsins. Laga- nefndina, sem lagði þetta frumvarp fram skipuðu: Arnþór Helgason, Arinbjörn Kolbeinsson, Asgerður Ingimarsdóttir, Ólöf Ríkarðsdóttir og Helgi Seljan. Arnþór greindi frá starfi nefnd- arinnar og mörgum fundum við vandasamt verk. Frumvarpsdrög höfðu verið lögð fyrir stjórn og síðan fullunnin í ljósi athugasemda. Formaður óskaði afgreiðslu á þessum fundi varðandi frumvarpið, en kynnti aðeins tillögur um svæða- skipulag öryrkjafélaga sem hann kvað vera til athugunar en ekki afgreiðslu nú. Eftir matarhlé hóf fundarstjóri lest- ur frumvarpsgreina og voru þær síðan bornar upp og samþykktar að fengnum ýmsum ábendingum og breytingum. Lagaumræðan var býsna mikil og sýndist sitt hverjum um ýmis atriði, en Hér bendir Vigfús á brýn mál. allt leystist þó farsællega og nýju lögin litu dagsins ljós eftir fimm stundar- fjórðunga lotu. Lögin eins og þau eru í endanlegri gerð eru svo birt hér í Fréttabréfinu. Þá var tekið fyrir dagskrármálið: Samstarf Öryrkjabandalagsins og Þroskahjálpar og hafði Amþór enn framsögu. Hann greindi frá samþykkt stjóm- arfundar Ö.B.Í. frá 3. okt. sl. um tilboð Ö.B.I. til Þroskahjálpar um fulla aðild landssamtakanna að Öryrkjabanda- laginu. Því tilboði var hafnað á for- mannafundi, en Þroskahjálp lagði hins vegar til að samtökin fengju ákveðinn hluta lottófjárins, en því höfnuðu full- trúar Ö.B.I.. Samkomulag tókst hins vegar milli formannanna um ákveðna samstarfstilhögun í sex liðum, sem sumpart þýðir svipaða skipan og verið hefur, þ.e. með sameiginlegan starfs- mann og ákveðinn samstarfsvettvang, en einnig er þar horft til framtíðar- þróunar, m.a. um sameiginlega stefnu- mótun í ákveðnum baráttumálum. Eftir miklar umræður þar sem sitt sýndist hverjum um framkvæmd, þó samstarfið hlyti fullan stuðning, var borin fram tillaga frá Magnúsi Þor- grímssyni o.fl. um þá málsmeðferð að formannagrundvöllurinn yrði sendur til félaganna til umsagnar, sem skili áliti til stjómar Öryrkjabandalagsins, sem taki þá fyrst, og í ljósi álits fé- laganna, afstöðu í málum. Eftirallnokkrarumræður varsú til- laga samþykkt, en samvinnunefnd sú er nú situr, fékk framlengt umboð til áramóta. Önnur mál: Sameiginlegar tillögur frá þingi beggja samtaka frá deginum áður, voru teknar fyrir og samþykkt að vísa þeim til stjómar, til afgreiðslu. Haukur Vilhjálmsson, Félagi heymarlausra, bar fram svohljóðandi tillögu, er samþykkt var með lófataki: Aðalfundur Öryrkjabandalags íslands, haldinn 15. okt. 1989 í Borg- artúni 6, fagnar vikulegum fréttaþætti fyrir heymarlausa á Stöð 2, sem nýlega hóf göngu sína. Öryrkjabandalag Islands þakkar einnig daglegan fréttaþátt á táknmáli, sem verið hefur um nokkurra ára skeið í sjónvarpinu. Þá flutti Ólöf Ríkarðsdóttir tillögu um húsnæðismál, svohljóðandi: Aðal- fundur Öryrkjabandalags Islands lýsir ánægju sinni yfir nefndarskipan varð- andi endurskipulagningu og framtíð- arskipan félagslega hluta húsnæðis- kerfisins. Fundurinn væntir þess að tillögum hópsins, Þak yfir höfuðið þar að lútandi verði vel tekið og minnir sérstaklega á það nýmæli, sem er í til- lögunum um lánveitingar til sambýla (sameignaríbúða). Tillagan var sam- þykkt samhljóða. Valey Jónasdóttir svæðisstjórnar- fulltrúi frá Norðurlandi vestra - Siglufirði - þakkaði fyrir fundinn og færði stjórn Hússjóðs og fram- kvæmdastjóra sérstakar þakkir fyrir húsbyggingu á Siglufirði: „Við fögn- um því að okkur er ekki gleymt" sagði Valey. Formaður sleit svo fundi og kvað FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 9

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.