Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1989, Blaðsíða 24

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1989, Blaðsíða 24
Dagur fatlaðra á Mottó: Lífsgæði Það var vissulega stór ákvörðun, þegar samvinnunefnd Þroska- hjálpar og Öryrkjabanda- lagsins ákvað fjöldaaðgerð hinn 13. október sl., nefndi þann dag, Dag fatl- aðra á Islandi, og setti fram hið ein- falda en torsótta kjörorð: Lífsgæði. Undirbúningur allur var mikill og góður, enda mikið í húfi. Liðsinnis var víða leitað um undirtektir í þeirri meg- inkröfu dagsins, sem sneri að húsnæð- ismálum mikið fatlaðs fólks. Öll meginsamtök launafólks í land- inu tóku undir með samtökunum af einlægni og opnum huga, en eins og oft hefur verið bent á hér í Fréttabréfinu er stuðningur heildarsamtaka launafólks ómetanlegur, því þau eiga í fórum sín- um þau vopn er bíta, einnig í hags- munabaráttu fatlaðra, ef á þá sveif er líka lagst. Það er enda ljúf frumskylda þess- ara samtaka að styðja hvert það vel- ferðar- og lífskjaramál sem fötluðum viðkemur. Þó samvinnunefnd sam- takanna hefði allan æðri veg og vanda af aðgerðinni voru til fengin „vinnu- dýr“ nokkur til að sjá um „smáatriðin“. Forystu í því vinnuliði hafði að sjálfsögðu hinn þrautreyndi „víga- maður“, Hrafn Sæmundsson Kópa- vogskappi, en honum til halds og trausts var Helgi Hróðmarsson. Síðan voru Helga Hjörleifsdóttir og und- irritaður til ýmissa nota fyrir þá höf- uðsmenn. Sem sagt h- heilög nefnd. Samstarf tókst við marga um kynningu og áróður. Reynt var að ná sem víðast, bréf send út í stórum stíl og síminn rauðglóandi - ekki bara einn heldur ótal símar síðustu dagana, þar sem aðeins var um eitt beðið: Vertu með. I undirbúningnum var m.a. boðað til formannafundar hjá Öryrkja- bandalaginu, þar sem formaður þess, Arnþór Helgason kynnti málin og hvatti fólk til dáða hvert á sínum vettvangi. Of langt yrði að telja upp og tíunda öll atriði þessa „indæla stríðs“, en þess í stað skal vikið að sjálfum atburðinum og honum gerð þau skil sem skylt er. Ávarp dagsins og áskorun til stjómvalda eru svo birt sérstaklega hér í Fréttabréfinu. Það fór ekki milli mála að veður- guðir veittu þessari aðgerð velþóknun sína, því eftir regnhryðjur og rosa, brá til bezta veðurs. Svalt var en bjart - og bjart var yfir þeim ótal mörgu, sem söfnuðust saman á Hlemmi um fjög- urleytið. Sumir voru alllangt að komn- ir s.s. þeir Sunnlendingar, er fjöl- menntu þarna. Brátt var fjölmenni Hér eru allir í ham. Útifundur í algleymingi Islandi samankomið og lúðrasveitir hófu leik sinn og lagt var af stað undir kröfu- borðum, sem á var letrað kjörorð dags- ins: Lífsgæði, en í fararbroddi fóru skátar með íslenzka fánann. Lúðrasveit verkalýðsins og Homa- flokkur Kópavogs léku, en göngunni stýrði á réttan veg, Emil Bóason. Á Austurvelli var svo útifundur, sem sóttur var af rúmlega 1000 manns. Það var Hrafn Sæmundsson sem setti útifundinn og gaf Sigmundi Guð- 13. október: 24 FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.