Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1989, Blaðsíða 31

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1989, Blaðsíða 31
Ingibjörg Þorgeirsdóttir: Helsi Selian: Þrjú lítil ljóð TVÖ SMÁLJÓÐ AÐFANGA- DAGSKVÖLD HAUSTKVÍÐI Horfafrá heiði bláu himinsins stjörnur niður, breiðist ofbyggðir allar blessaður jólafriður. Er sem augnablik hljóðni ymur stundlega glaumsins meðan klukkurnar kalla kveðju eilífa draumsins. Eitt viðkvæmt blóm sem beygir höfuð hnípið og hretum kvíðir þó að skíni sól. Það bíður þess að horfa í heljardýpið í hörkubyl, sem engu veitir skjól. Með hneigðri krónu andar til mín orðum og andvarinn mér kveðju þessa ber. Þín æviblóm sem fegurst skinu forðum til foldar hnigu, þannig lífið er. SKOHT TOF) LITLA KERTIÐ LOGAR Litla kertið logar, Ijómar stjarnan bjarta. Bæði Ijúft þér lýsi, leggi geisli að hjarta. Innst í Ijóssins eining allir heimar mætast; svo munu einnig okkar æðstu draumar rætast. y JtV W 11 í-j J U jW MINNINGANNA Á nóttunni sækja að mér minninganna skóhljóð svo margvíslegrar gerðar. Þau lágværustu hinna hógværu sem heyrðust varla hrópa nú hæst út í nóttina. Ég hrekk upp í angist í orðvana skelfing og segi við sjálfan mig. Víst gaztu betur gert ÓTTUSTUND gefið svo miklu meira rétt oftar hjálparhönd. Stjörnur hátt á himni lýsa hafið bíður stillt og rótt blá ífjarska fjöllin rísa færist yfir þögul nótt. Svæfir jörðu blítt við barm breiðir gleymsku yfir harm. Englar bjartir vegi vísa veröld draumsins opnast hljótt. En skóhljóð hinna horfnu halda áfram að ymja við eyru mér ágeng og krefjandi kalla og knýja á um svör sem ég get ekki gefið lengur. Og skóhljóðið færist fj'ær, og í firrð það deyr eins og strengur innra með mér. Úr ljóðabókinni: Líf og litir. Höfundurinn hefur áður lagt okkur gott lið. Ritstjóri lofar að birta ekki margar hugarsmíðar sínar af þessu tagi, en lætur þessar þó flakka í von um fyrirgefningu. H.S. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 31

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.