Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1989, Blaðsíða 28

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1989, Blaðsíða 28
Áslaug Sigurbjörnsdóttir: ^ Parkinson-samtökin á Islandi Parkinsonsamtökin á íslandi voru stofnuð 3. desember 1983. Undirbúningsfundur að stofnun félags til styrktar Parkinsonsjúkling- um á íslandi var haldinn að Lögbergi, Háskóla íslands 20. júní 1983. Um 40 manns sóttu fundinn. Fundarstjóri var Hulda Guðmundsdóttir. Gestir fund- arins voru læknishjónin Lise og Henr- ik Hoffmeyer frá Danmörku. Þau voru virkir félagar í Dansk Parkinsons- forening og hvatti Lise Hoffmeyer mjög til stofnunar sltkra samtaka á Islandi. Lise Hoffmeyer lýsti í fróð- legu erindi markmiðum og starfsemi DPF: Að nýta þá félagslegu þjónustu sem fyrirfinnst í þjóðfélaginu. Að styðja og létta undir með aðstandend- um sjúklinga. Að vísa á sérfræðiþjón- ustu, sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun, tal- þjálfun og ýmsa aðra ráðgjöf. Að senda út fréttabréf til að fræða sjúkl- inga og aðstandendur um sjúkdóminn. Að veita fé til rannsókna á sjúkdómn- um. í ávarpi sem dr. Jón Ottar Ragn- arsson, fyrsti formaður samtakanna flutti á undirbúningsfundinum, sagði hann meðal annars: „Hún er löng og grýtt leiðin frá huga til handar“, sagði Páll heitinn ísólfsson, eitt sinn er honum blöskraði hve illa honum gekk að hafa stjóm á höndum sínum. Hann var þá illa hald- inn af Parkinsonveiki. En þessi orð eiga við fleiri en Park- insonsjúklinga. Þau eiga ekki síður við um okkur hin, sem um nokkurt skeið hefðum viljað vinna þessu fólki gagn, en ekki komið því í verk. Tímahrak, yfirvinna, streita eru hinar hefðbundnu afsakanir þegar við reynum að útskýra, hvers vegna við komum ekki í framkvæmd hugmynd- um, sem við vissum mætavel að þörf var fyrir. Það er einmitt þess vegna sem heimsókn hinna dönsku vina okkar, Lisu og Henriks Hoffmeyers, er okkur svo kærkomin. Vegna þess að hún er kveikjan að því að við látum nú von- andi til skarar skríða. Það er löngu orðið tímabært að stofna Parkin- sonsamtök á Islandi. Hér á landi eru yfir 400 manns með sjúkdóminn. Má gera ráð fyrir að a.m.k. 1% allra yfir sextugu séu með sjúkdóminn. En það erekki síðureðli sjúkdómsins en fjöldi sjúklinganna, sem skapar mikla þörf fyrir félagsskap af þessu tagi, bæði fyrir sjúklingana sjálfa og þá sem standa þeim næst. Ég ímynda mér, að sá sem fær Parkinsonveiki, líkt og læsist inni í búri, fullfrískur maður, sem finnur að samband hans við umheiminn dofnar smátt og smátt í tímans rás. Eftir því sem veikin færist í aukana reynist honum örðugra að tjá sig. Hann á líka stöðugt erfiðara með gang, uns þar að kemur að hann má sig ekki framar hræra. Ekki bætir úr skák að hann fær einkenni sem gerir hann skringilegri í eigin augum og þeim mun skringilegri sem hann reynir ákafar að tjá hug sinn í orði og verki. Þótt hugsunin sé skýr, kemur að því að hann missir kjarkinn. Honum fallast hendur. Þá er oft stutt í að hann læsist endanlega inni í sjálfum sér: Einangrunin er fullkomin. Það er því Ijóst að Parkinsonveiki er sjúkdómur sem reynir mjög á þolrif sjúklinganna og aðstandenda þeirra, sem og annarra sem annast þá og umgangast á þessu tímabili. Allt hefur þetta fólk mikilla hags- muna að gæta, að til sé eitthvert félag, sem það getur leitað til, í því skyni að fræðast af öðrum, til samanburðar og stuðnings. í þeim tilgangi munum við stofna Parkinsonsamtökin á Islandi". (Úr ávarpi dr. Jóns Óttars Ragnars- sonar á undirbúningsfundi). Boðað var til stofnfundar Park- insonsamtakanna áIslandi hinn 3. des. 1983 og var fyrsta stjórn samtakanna þannig skipuð: Dr. Jón Óttar Ragnarsson formaður. Hulda Guðmundsdóttir varaformaður, Kristjana Milla Thorsteinsson ritari, Bryndís Tómasdóttir gjaldkeri, Magnús Guðmundsson meðstjómandi. Varamenn: Friðgeir Bjömsson og Jóhannes L.L. Helgason. A árinu 1977 kom upp umræða hjá litlum áhugamannahópi á Akureyri um að stofna til félags um Parkinsonveiki. Var talið eðlilegast að félagið á Akureyri yrði deild innan Parkinsonsamtakanna á íslandi. Félagsdeildin á Akureyri hefur aðstöðu til fundahalda í safnaðar- heimili Glerárkirkju. Þann 2. maí 1987 var kosin stjórn Akureyrardeildar- innar, en hana skipa: Þorbjörn Kristinsson formaður, Björn Gestsson ritari, Eiríkur Jónsson gjaldkeri, Sigríður Guðmundsdóttir með- stjórnandi. Félagar í Akureyrardeildinni eru nú 25, og félagar alls í Parkinsonsam- tökunum á Islandi um 170. Sambærileg samtök eru til á hinum Norðurlöndunum og er ekki mikill aldursmunur á samtökunum í Dan- mörku sem stofnuð voru 1980 og á Islandi stofnuð 1983 og í Finnlandi 1985. Núverandi stjóm Parkinsonsam- takanna á Islandi skipa þessir: Aslaug Sigurbjömsdóttir, Fjöln- isvegi 2, Reykjavík, form., Stein- grímur Thorsteinsson, Kambaseli 49, Reykjavík, varaform., Kristjana Milla Thorsteinsson, Haukanesi 28, Garðabæ, ritari, Herdís D. Bald- vinsdóttir, Malarási 16, Reykjavík, gjaldkeri, Guðríður J. Pétursdóttir, Drápuhlíð 28, Reykjavík, meðstj. Varamenn eru: Lárus Þórarinsson, Rvík og Hjördís Jónsdóttir Seltjamarnesi. Af starfi samtakanna segir svo í skýrslu fyrir aðalfund 1989: Haldnir voru fimm félagsfundir í Parkin- sonsamtökunum á árinu 1988. Erindi fluttu Grétar Sigurbergsson læknir, Sigurður Thorlacius læknir, Asgeir B. Ellertsson yfirlæknir, Gunnar Guðmundsson prófessor og sr. 28 FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.