Fréttablaðið - 22.05.2020, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 22.05.2020, Blaðsíða 12
Dagskrá: Venjuleg ársfundarstörf Vakin er athygli á að allir sjóðfélagar eiga rétt til setu á ársfundinum með málfrelsi og tillögurétti. Stjórn Gildis-lífeyrissjóðs Grand Hótel Reykjavík, þriðjudaginn 16. júní kl. 17:00 Gildi–lífeyrissjóður Ársfundur 2020 ▪ Lífeyrissjóður www.gildi.is 2 2 . M A Í 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R12 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT FÓTBOLTI Stjórn KSÍ ræddi á síð­ asta stjórnarfundi sambandsins um f lugáætlun Flugfélags Íslands í sumar en samkvæmt þeim upp­ lýsingum sem sambandið hefur frá f lugfélaginu mun ferðum fækka og tímasetningar breytast. „Ef af verð­ ur hafa þessar breytingar neikvæð áhrif á ferðatilhögun liða og auka kostnað þeirra. KSÍ hefur nálgast ÍSÍ með þetta mál og mun ÍSÍ ræða það við flugfélagið á fundi nú í maí,“ segir í fundargerð KSÍ. Eitt af landsbyggðarliðunum sem þarf oft að f ljúga á leiki er Leiknir Fáskrúðsfirði en liðið spilar í sumar í 1. deild eftir að hafa unnið 2. deild­ ina mjög óvænt í fyrra. Liðinu var spáð falli fyrir tímabilið af þjálf­ urum liðanna á fótbolta.net. Brynjar Skúlason, þjálfari Leikn­ ismanna, segir að þetta geti haft mikil áhrif á sitt lið. „Við þurfum að færa leiki og annað út af þessu. Það er auðvitað enn þá langt í þetta og ekki alveg komið á hreint en við vorum búnir að bóka flug fyrir alla útileikina og núna erum við að fá póst um að tímasetningar séu að breytast þannig við erum stundum að lenda klukkutíma fyrir leik og þurfum að bruna beint á völlinn. Spila leikinn og f ljúga heim í bún­ ingunum ef við ætlum að ná þessu.“ Brynjar segir að þetta komi hart niður á félögunum úti á landi sem hafi sett mikinn pening í starf Flug­ félag Íslands sem heitir nú Air Icel­ and Connect. „Ef þeir færa tímann fram um einn klukkutíma getur það þýtt að við komumst ekki heim eftir leik. Getum ekki f logið fram og til baka samdægurs. Þá þarf að gista í Reykjavík eða keyra heim á bílaleigubílum með tilheyrandi kostnaði.“ Hann segir þó að hann hafi fullan skilning á aðstæðum flugfélagsins. „Þetta gerir allavega ferðaplönin okkar samt erfiðari og dýrari fyrir vikið. Og síðast þegar ég vissi voru ekki að aukast peningarnir í íþrótt­ unum.“ Air Iceland Connect vildi ekki svara síma heldur fá tölvupóst. Vandamál að koma leikmönn- um til landsins Bæjarráð í Fjarðabyggð samþykkti að leggja nýtt gervigras í Fjarðar­ byggðarhöllina fyrir um 40 millj­ ónir króna en grasið var komið til ára sinna. Brynjar fékk að fara inn og prófa og líst vel á. „Það er frábært. Menn eru vanir öðru en það lofaði góðu. Við fengum að fara og sprikla aðeins og þetta verður tilbúið fyrir fyrsta leik.“ Jesús Suarez ætlar að snúa aftur í búningi Leiknis í sumar en hann spilaði með félaginu í þrjú ár og var lykilmaður. Nú þarf bara að koma honum til Fáskrúðsfjarðar frá Val­ enciu. „Þetta ástand er búið að vera leiðinlegt, eiginlega hundleiðin­ legt. En það þarf að fara eftir þeim reglum sem eru settar og ég vona að allir aðrir séu að fara eftir þeim líka. Það er eitt vandamálið í þessu er að koma mannskapnum til landsins. Ég verð með samkeppnishæft lið og ef allt gengur eftir verð ég með fínt lið í höndunum. Það er verið að vinna í þessu og toga í spotta til að þetta verði í lagi í sumar.“ benediktboas@frettabladid.is Ferðatillögur liða ganga illa upp Air Iceland Connect mun fljúga færri ferðir og breyta tímasetningum í sumar. Það gæti lagt þungar byrðar á lið á landsbyggðinni og auka við kostnaðinn. Þjálfari Leiknis Fáskrúðsfjarðar segir að liðið gæti lent í að komast ekki til og frá borginni á einum degi. Leiknismenn frá Fáskrúðsfirði komu öllum að óvörum og flugu upp í fyrstu deild í fyrra. Það er þó ekki víst að þeir fljúgi mikið í sumar um háloftin. Brynjar Skúlason, þjálfari Leiknismanna. MYNDIR/ASTURGLUGGINN ÍÞRÓTTIR Jón Karl Ólafsson, formað­ ur Fjölnis, segir í ársskýrslu félags­ ins, að komið sé að ákveðinni ögur­ stund í rekstri íþróttafélaga. Félagið tapaði um 22 milljónum króna en þetta er þriðja árið í röð sem félagið er rekið með halla. Það hefur tapað alls 53 milljónum síðustu þrjú ár. „Við Fjölnismenn höfum rætt opinskátt um það, að núverandi rekstrarform íþróttafélaga gengur ekki upp til lengdar. Af koma Fjölnis sýnir kannski stöðuna í hnotskurn og við vitum, að það eru mörg íþróttafélög komin í þrönga stöðu. Sem fyrr er það afreksstarf sem hefur hleypt kostnaði félaga upp. Staðan er einna verst í hóp­ íþróttum, en þó má segja að afreks­ starf almennt vegi þungt í rekstri íþróttafélaga,“ segir Jón Karl. Hann segir að erfitt sé að fá opinskáa umræðu á milli forráðamanna íþróttafélaga um leiðir til að mæta þeim breytingum á forsendum sem eru að verða á rekstri félaganna. „Ég held að það séu fáir sem trúa því, að rekstrarform íþróttafélaga verði óbreytt eftir um 10 ár. Það verða að koma til breytingar og nýjar hug­ myndir til að félögin nái vopnum sínum til framtíðar.“ Hann hvetur forráðamenn íþróttafélaga til að koma að samtali framtíðarstefnu í rekstri félaganna. „Hvaða leið sem valin er, þá er það staðreynd, að rekstrarkostnaður hefur hækkað og er orðinn þannig, að félögin standa einfaldlega ekki undir honum. Það verður því annað hvort að finna leiðir til lækkunar kostnaðar, eða til að gera rekstur félaga hagkvæmari. Þetta eru mjög krefjandi verkefni og því fyrr sem samtalið fer af stað því betra.“ – bb Segir núverandi rekstrarform íþróttafélaga ekki ganga upp Fjölnismenn spila í efstu deild í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.