Fréttablaðið - 22.05.2020, Side 22

Fréttablaðið - 22.05.2020, Side 22
ÞAR ER ENGIN NÓTA SPILUÐ, TÓNSMÍÐIN SAMANSTENDUR AF ÞÖGNINNI EINNI, SEM ER RÖMMUÐ INN AF LEIKRÆNUM TILBURÐUM. Sýningin List— míla, sem haldin er í tilefni 40 ára afmælis Lista-safns Háskóla Íslands, hefur verið opnuð á ný í húsakynnum háskólans, samhliða opnun bygg- inga skólans. Markmið sýningar- innar er að gefa nemendum háskól- ans, starfsmönnum og ekki síst öllum almenningi færi á að kynnast safneigninni. Sýningin var formlega opnuð 13. mars í fimm byggingum skólans: Aðalbyggingu, Gimli, Háskólatorgi, Odda, Veröld, og tengigöngum á milli þessara bygginga. Örfáum dögum síðar var samkomubann sett á og byggingum skólans lokað og því fáir sem gátu notið listaverk- anna á meðan. Nú hafa byggingar skólans hins vegar verið opnaðar aftur og sýningin því sömuleiðis. Sýnd eru um 170 verk úr safneign, eftir 50 listamenn. Listaverkin eru frá ýmsum tímabilum íslenskrar myndlistar og endurspegla ólík viðfangsefni listamanna. Sýningar- stjórar eru Kristján Steingrímur Jónsson, forstöðumaður Listasafns List – míla opnuð á ný Maðu r nok k u r k e y p t i e i n u sinni slökunar-disk. Á kápunni stóð: Hugleiðsla í Pýramídanum mikla. Honum leist vel á, kveikti á geislaspilaranum og setti sig í stell- ingar fyrir hugleiðslu. En honum til skelfingar var ekkert á geisladisk- inum, bara þögnin ein. Hann stóð upp alveg brjálaður og henti frá sér heyrnartólunum, fannst hann illa svikinn að heyra ekki róandi tal við þægilega sveimtónlist í bakgrunn- inn. Mörgum er illa við þögn. Eitt sinn spilaði ég á tónleikum á ráðstefnu í Háskóla Íslands. Eða þannig. Ég gekk inn í fullan sal, settist við flyg- il, lagði hendurnar á hljómborðið eins og ég væri að fara að spila, en gerði ekki neitt. Þannig beið ég í nokkrar mínútur. Áheyrendurnir vissu ekki á hvaðan á sig stóð veðr- ið. Sumir flissuðu. Á endanum stóð ég upp, hneigði mig við vandræða- legt og dræmt lófatak, og gekk út. 4 mínútur og 33 sekúndur Ráðstefnan í Háskólanum fjallaði um tímann. Þetta var árið 2000 og þarna voru áhugaverðir fyrirlestrar, m.a. talaði sagnfræðingur um lífið í Reykjavík síðustu hundrað ár. Eðlis- fræðingur spáði fyrir um framtíð alheimsins, sem er býsna dapurleg, en þó ekki fyrr en eftir MJÖG lang- an tíma. Uppákoman mín var frægt verk eftir John Cage (1912-1992) sem heitir Fjórar mínútur og þrjátíu og þrjár sekúndur. Þar er engin nóta spiluð, tónsmíðin samanstendur af þögninni einni, sem er römmuð inn af leikrænum tilburðum. Tíminn er í aðalhlutverki í verk- inu, og því þótti það tilvalið til f lutnings á ráðstefnu um tímamót. Það hljómar kannski eins og ein- hvers konar viðundrasýning, en er bara ein af mörgum tilraunum í gegnum tíðina til að gefa þögninni listrænt gildi. Þagnir gefa merkingu Franska tónskáldið Debussy var á þeirri skoðun að þagnirnar sem eru allt í kring um tónana gæfu þeim merkingu. Miles Davis, djasstromp- etleikarinn óviðjafnanlegi, hélt því fram að list hans snerist ekki um tónana sem hann spilaði. Hún væri um þá sem hann spilaði ekki. Allt kemur úr þögninni. Hún á þó ekki alltaf við, eins og viðtalsþáttur í sjónvarpinu fyrir nokkrum árum var gott dæmi um. Gísli Marteinn Baldursson ræddi þar við Jónas heitinn Jónasson útvarpsmann. Talið barst að síbyljunni og hávaða- menguninni í kringum okkur, Ærandi þögn á tónleikum Jónas Sen skrifar um mögnuð augnablik í klassískri tónlist þar sem þagnir eru í aðalhlutverki. Hann segir þagnir vera alveg sérstaklega lifandi á tónleikum. Debussy taldi að þagnirnar sem eru allt í kringum tónana gæfu þeim merkingu. Byggingar háskólans eru skreyttar listaverkum. MYND/KRISTINN INGVARSSON og Jónas benti á að í sjónvarpinu væri þetta sérstaklega slæmt, þar væri bókstaf lega aldrei þögn. Svo stakk hann upp á því að þeir Gísli Marteinn myndu bara þegja í smá stund. Og þá gerðust undur og stór- merki: Þeir horfðu á hvor annan og þögðu. Á föstudagskvöldi! Gísli Marteinn varð fljótt vandræðalegur og þá var augnablikið búið. En þetta var áhrifamikið. Samstillti sig í þögninni Í gamla daga, þegar tónlist var sungin í kirkjum, voru þagnirnar á milli hendinga og melódía mótaðar af byggingunum, nánar tiltekið af bergmálinu. Munkar eða nunnur sungu einhverja línu, en svo biðu þau eftir að endirinn dæi út áður en sú næsta væri sungin, svo tónarnir rynnu ekki saman í graut. Í þessum pásum var hugleitt; kórinn sam- stillti sig andlega í þögninni. Í klassískri tónlist eru mörg mögnuð augnablik, þar sem þagnir eru í aðalhlutverki. Kannski var Beethoven fremstur meðal jafningja í að skapa áhrifamiklar þagnir. Hann átti það til að byggja upp gríðarlega spennu, og síðan þegar hann kom að hápunktinum, setti hann óvænta þögn, áður en næsta hending byrj- aði. Sú þögn er venjulega ærandi. Svona þagnir eru sérstaklega lif- andi á tónleikum. Þær eru auðvitað líka á upptökum, en þar eru þær bara ekki sami hluturinn. Á tónleik- um skapast andrúmsloft, og langar þagnir segja þá meira en mörg orð. Ég hlakka til þegar tónlistarlífið lifnar við aftur, með öllum sínum þögnum, hvort sem það er fimmta sinfónían eftir Sibelius, Sköpunin eftir Haydn, eða níunda sinfónían eftir Mahler. Þögnin er dásamleg. Jónas Sen Háskóla Íslands, og Æsa Sigurjóns- dóttir, listfræðingur og dósent við Háskóla Íslands. Að öllu samanlögðu hafa Lista- safni Háskóla Íslands verið gefin hátt í 1.300 listaverk og eru lista- verkagjafir til safnsins meðal verð- mætustu gjafa sem Háskóla Íslands hafa hlotnast. Með innkaupum safnsins hefur verið aukið við lista- verkaeignina og á Listasafn Háskóla Íslands nú um 1.450 listaverk, skiss- ur og gögn. Sýningin stendur fram í október. Hvað? Hvenær? Hvar? Föstudagur hvar@frettabladid.is 21. MAÍ 2020 Hvað? Ljósmyndasýning Hvenær? 15-18 Hvar? Gallerí Vest, Hagamel Áskell Þórisson blaðamaður sýnir myndir úr íslenskri náttúru. Sýn- ingin verður einnig opin laugar- daginn 23. maí frá kl. 13 til 17. Hvað? Sýningarspjall um bestu myndir ársins. Hvenær? 12.10 Hvar? Ljósmyndasafn Reykjavíkur, Tryggvagötu. Á sýningu Blaðaljósmyndarafélags Íslands ræða þrír ljósmyndarar um verðlaunamyndir sínar: Kjart- an Þorbjörnsson (Golli), Aldís Pálsdóttir og Kristinn Magnússon. Hvað: Tónleikar Hvenær: 20.00 Hvar: Múlinn Jazzklúbbur, Flói, jarðhæð Hörpu. Kvartett Ólafs Jónssonar ásamt Jóel Pálssyni á Múlanum. Dag- skrá tónleikanna verður blanda af lögum eftir saxófónleikarana Ólaf og Jóel ásamt fleiri verkum. Með þeim koma fram píanóleikarinn Agnar Már Magnússon, bassaleik- arinn Þorgrímur Jónsson og Scott McLemore sem leikur á trommur. Íþróttamynd ársins eftir Kristin Magnússon má sjá á sýningunni. Verk eftir Áskel. 2 2 . M A Í 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R18 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.