Fréttablaðið - 22.05.2020, Page 28

Fréttablaðið - 22.05.2020, Page 28
MARKMIÐ SWIMSLOW ER AÐ STÆKKA HEIMINN Í KRINGUM SUNDFERÐINA SEM ATHÖFN OG AÐ UNDIRSTRIKA UPPLIFUNINA EFTIR AÐ KOMIÐ ER UPP ÚR VATNINU. Efni sundbolanna og framleiðsla þeirra fer fram í sama héraði á Ítalíu og sérstök áhersla er lögð á að lág- marka áhrif á umhverfið. Þráðurinn sem er í efni sundbolanna er unninn úr notuðum teppum og fiskinetum. Sumarplanið hjá Swimslow er að mynda í sundlaugum víðsvegar um landið og er Erna því mjög spennt fyrir komandi sundsumri. MYNDIR/MARSÝ HILD Erna Bergmann hefur lengi verið viðloðandi tískubransann hérlendis en árið 2017 stofnaði hún sundfatamerkið Swimslow. Merkið hefur vakið athygli innanlands sem utan fyrir klassíska og fágaða hönnun og þá áherslu sem lögð er á sjálf bæra og umhverfisvæna framleiðslu. Það þótti sérstaklega viðeigandi að heyra í Ernu nú þegar sundþyrstir Íslendingar fá loks að dýfa tánum aftur í laugina. „Já, ætli það sé ekki rétt að ég hef komið víða við,“ svarar Erna þegar hún er innt eftir yfirgripi yfir ferilinn innan tískubransans hér- lendis. „Ég lærði fatahönnun í LHÍ og fór síðan í meistaranám í hönnun við sama skóla. Ég hef verið listrænn stjórnandi hjá fatamerkinu Eyland og stíliserað og stjórnað mynda- tökum fyrir önnur fatamerki, tón- listarmyndbönd, auglýsingar og gert búninga í bíómynd. Ég stofnaði Tímaritið Blæti árið 2016 með vin- konu minni Sögu Sig og höfum við gefið út þrjú tölublöð síðan,“ segir Erna. Vonast eftir meiri grósku Erna hefur verið ein af þekktustu stílistum landsins síðasta áratug- inn. „Ég byrjaði að aðstoða Öldu Guð- jóns stílista hjá Snyrtilegum klæðn- aði þegar ég var að vinna í second hand versluninni Spúútnik fyrir allt of mörgum árum. Þannig byrjaði stílistaævintýrið og þróaðist mjög lífrænt næstu ár á eftir. Ég hef núna unnið sem stílisti í og með síðustu fimmtán árin. Það var aldrei eitt- Með sjálfbærni að leiðarljósi Erna Bergmann hannar sundboli undir merkinu Swimslow. Hún hefur umhverfis- sjónarmið að leiðarljósi við framleiðsluna. Síðar í sumar stefnir Erna á að halda sýn- ingu í einum af sundlaugum borgarinnar. hvað sem ég ætlaði mér að gera. Það starf bara valdi mig ef svo má segja.“ Hún starfaði á lengi í tískuvöru- versluninni KronKron og tók þátt í að hanna þeirra fyrstu fatalínu eftir útskrift úr Listaháskólanum. „Andinn innan hönnunar- og „tískuheimsins” á Íslandi var svo- lítið öðruvísi en hann er í dag. Það ríkti mikil jákvæðni og mikil upp- sveifla var í gangi. Það var mikil gróska í gangi fyrir tæpum áratug síðan, en því miður eru margir af þeim hönnuðum sem voru starf- andi á þessum tíma hættir með fatamerki sín. Það er mín von að þessir fordæmalausu tímar sem við erum að upplifa núna, geti orðið jákvæð innspýting inn í íslenska fatahönnunargeirann því það er oft á svona tímum sem nýir hlutir fara að gerjast,“ segir hún. Sund er athöfn Þegar Erna fór að velta fyrir sér eigin línu segist hún hafa áttað sig á því að hana langaði til að fókusera á einn hlut og gera hann mjög vel. „Þannig gæti ég svo mögulega leyft merkinu að stækka og vaxa náttúrulega. Sundbolir urðu fyrir valinu því ég stunda mikið sund og átti erfitt með að finna mér sundföt sem mér líkaði. Markmið Swimslow er að stækka heiminn í kringum sundferðina sem athöfn og að undirstrika upplifunina eftir að komið er upp úr vatninu,“ segir Erna. Erna segist leggja mikla áherslu á sjálf bærni Swimslow. „Sundbolirnir eru hannaðir á Íslandi og framleiddir á Ítalíu úr endurunnum gæðaefnum. Efni sundbolanna og framleiðsla þeirra fer fram í sama héraði á Ítalíu með áherslu á lágmarks áhrif á umhverf- ið. Þráðurinn í efni sundbolanna er unninn úr notuðum teppum og fiskinetum sem er bjargað úr sjónum. Hugmyndafræði Swim- slow sprettur út frá baðmenningu Íslendinga og trúir Swimslow ekki á eina sundfataárstíð. Sundföt eiga að notast allt árið um kring,“ segir hún. Stefnir á erlendan markað Hún segist huga vel að smáatrið- unum við hönnunina. „Ég vel alltaf gæði fram yfir magn. Sundbolirnir eru saumaðir og fram- leiddir hjá litlu frábæru fjölskyldu- fyrirtæki sem er nokkra kílómetra frá efnaverksmiðjunni og gæðin ráða ríkjum. Sundbolirnir eru svo seldir í fjölnota pokum úr endur- unnu efni sem nýtist síðar í bað- ferðirnar. Auk þess eru þvottaleið- beiningar inni í bolunum þar sem neytendur eru hvattir til þess að hugsa vel um flíkina til þess að ná hámarksendingartíma hennar.“ Þessa stundina er helsta markmið Swimslow að komast á erlendan markað að sögn Ernu. „Fókusinn er að koma vörum merkisins í sölu út fyrir landstein- ana. Við tókum til að mynda þátt í fyrstu sjálf bæru sölusýningunni á tískuvikunni í Kaupmannahöfn í janúar 2020. Einnig erum við að vinna bókverk um baðmenningu Íslendinga þar sem Swimslow er í aðalhlutverki, þróa nýja vörulínu í kringum baðferðir og leggja drög að sýningu í einni af sundlaugum borgarinnar síðar í sumar,“ segir hún. Erna ætlar að njóta sumarsins með 10 mánaða stráknum sínum og hinum börnunum þremur ásamt því að vinna samhliða að uppbygg- ingu Swimslow. „Tímaritið Blæti fór í fæðingar- orlof með mér. En það er aldrei að vita nema við Saga Sig tökum upp þráðinn og gefum út fjórða tölu- blaðið vorið 2021. Sumarplanið hjá Swimslow er að mynda í sund- laugum víðs vegar um landið og er ég því hrikalega spennt fyrir kom- andi sundsumri. Þetta verður sundsumarið mikla og því mikilvægt að geta klæðst fal- legum sundfatnaði í leiðinni og enn þá mikilvægara að íslenskar konur geti klæðst íslenskri gæðahönnun í laugum landsins.“ Hægt er að skoða Swimslow nánar á swimslow.com. steingerdur@frettabladid.is 2 2 . M A Í 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R24 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð LÍFIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.