Bændablaðið - 20.02.2020, Blaðsíða 12

Bændablaðið - 20.02.2020, Blaðsíða 12
Bændablaðið | Fimmtudagur 20. febrúar 202012 FRÉTTIR Íbúar Hörgársveitar búa margir hverjir ekki við hitaveitu í húsum sínum, en gjöful jarðhitasvæði eru innan sveitarfélagsmarkanna sem sveitarstjórn vill gjarnan að verði nýtt þar. Margvíslegar tæknilegar hindranir eru hins vegar við að leggja hitaveitu í dreifbýli, hitaveita er í eðli sínu dreifbýlistækni. Mynd / MÞÞ Norðurorka og Hörgársveit: Kanna fýsileika þess að leggja hitaveitu um hluta sveitarinnar „Hörgársveit telur óviðunandi að íbúar sveitarfélagsins þurfi að sæta svo löku hlutskipti þegar gjöful jarðhitasvæði eru innan sveitarfélagsmarkanna,“ segir í umsögn sveitarstjórnar Hörgár­ sveitar, en Orkustofnun óskaði eftir henni vegna umsóknar Norður orku um nýtingarleyfi fyrir jarðhitasvæðið á Hjalteyri. Hörgársveit beinir því til rétt­ hafa nýtingarleyfisins að það vatn sem unnið er við Hjalteyri sé í auknum mæli nýtt til að mæta þörf innan sveitarfélagsins, svo sem í Hörgárdal og Öxnadal. Unnið er að könnun á fýsileika þess að leggja hitaveitu um ákveðið svæði í sveitarfélaginu og mun niðurstaða liggja fyrir síðar í vetur. Fjárhags- og umhverfislegt óhagræði Hörgársveit bendir í umsögn sinni á að verulegur hluti íbúa sveitarfé­ lagsins sé án hitaveitu og rýri það til muna búsetuskilyrði á þeim svæðum sem í hlut eiga. Skemmst sé að minnast þess ástands sem skapaðist þegar óveður gekk yfir landið í desember síðastliðnum og rafmagnslaust varð dögum saman. Þá urðu þess dæmi að íbúar sveitar­ félagsins þurftu að yfirgefa heim­ ili sín þar sem hitastig innanhúss var komið undir 10 °C á svæðum þar sem hitaveitu nýtur ekki við. Einnig bendir sveitarstjórnin á fjár­ hagslegt og umhverfislegt óhag­ ræði sem hlýst af því að kynda hús með rafmagni og jarðefnaeldsneyti. Hitaveita í eðli sínu þéttbýlistækni Helgi Jóhannesson, forstjóri Norðurorku, segir að unnið sé að fýsileikakönnun um þessar mundir á því hvort hagkvæmt geti talist að leggja hitaveitu um ákveðið svæði í Hörgársveit, frá Laugalandi og suður að Melum, beggja vegna í sveitinni í nokkurs konar hring. Allmargir myndu ná að tengjast hitaveitu ef könnunin leiði í ljós að slíkt sé fýsilegt. „Það var gerð svipuð könnun á þessu árið 2007 og niðurstaðan þá var að það væri fjárhagslega óhagkvæmt að fara í slíkar framkvæmdir,“ segir Helgi en hitaveita sé í eðli sínu þétt­ býlistækni. Vatn kólni verulega í lögnum á leið sinni á áfangastað og því lengri sem leiðin er og notkun lítil, því meira kólni vatnið. Sömu tæknilegu skilyrði gildi fyrir hita­ veitu í dreifbýli í Hörgársveit, óháð því hvar jarðhitasvæði eru staðsett. Margvíslegar tæknilegar hindranir „Það eru margvíslegar tæknilegar hindranir við það að leggja hita­ veitu í dreifbýli. Það getur víða gengið og þá er yfirleitt til bóta að stórnotandi sé á enda þess svæðis sem lagt er á. Því er ekki að heilsa í þessu tilviki,“ segir hann. Bendir hann á að aðrar forsendur séu uppi nú varðandi fjárhagslegu hlið málsins en var fyrir rúmum áratug. Niðurgreiðslur ríkisins til rafmagnshitunar, sem nýta megi til uppbyggingar hitaveitu hafi á tímabilinu hækkað umtalsvert en gert yrði ráð fyrir að það fé fengist til verkefnisins og gerði það eflaust mun hagkvæmara en áður. „Þetta kemur allt í ljós síðar í vetur þegar niðurstaða liggur fyrir,“ segir hann. Notkun á Akureyri aukist um 100% Helgi segir að Norðurorka standi í umfangsmiklum framkvæmdum þessi árin, m.a. við nýja Hjalteyrar­ lögn, frá jarðhitasvæðinu við Hjalteyri og til Akureyrar. Þær fram kvæmdir hófust sumarið 2018 og áætlað að þeim ljúki árið 2023. Kostnaður við þá framkvæmd er ekki undir 2,5 milljörðum króna, en Helgi segir að um sé að ræða stóra fjárfestingu til langrar fram­ tíðar. Heitt vatn hafi á fyrstu árum hitaveitu á Akureyri verið leitt sunnan að, úr Eyjafjarðarsveit, en nægt magn sé ekki fyrir hendi til framtíðar. Leit að heitu vatni á svæðinu bar góðan árangur við Hjalteyri og því þurfi að leggja í mikla fjárfestingu við að ná í vatnið þangað. Notkun Akureyringa og nærsveitarmanna á heitu vatni hefur aukist um 100% á síðustu tveimur áratugum, frá árinu 2000. /MÞÞ Alexandersflugvöllur við Sauðárkrók: Lokun vegna veðurskilyrða fátíð Sveitarfélagið Skaga­ fjörður hefur á undan­ förnum árum lagt mikla áherslu á uppbyggingu Alexanders flugvallar sem vara flugvallar vegna góðra lendingar skilyrða og landfræði legrar legu flugvallarins. Þetta kemur fram í umsögn vegna þings­ ályktunartillögu um Alexandersflugvöll sem vara flugvöll fyrir Kefla­ víkur­, Reykja víkur­, Akur eyrar­ og Egils­ staða flugvelli. Byggðaráð Sveitar félags ins Skaga­ fjarðar styður málið. Óumdeilt sé að lendingarskilyrði séu með því besta sem gerist á landinu og þeir dagar þar sem vellinum er lokað vegna veðurskilyrða eru fátíðir, segir í umsögninni. Einnig að slíkt myndi heyra til undantekinga með bættum vallarbúnaði. „Jafnframt er ljóst að uppbygging vallarins myndi hafa veruleg jákvæð áhrif á ferðaþjónustu á Norðurlandi öllu,“ segir í umsögn­ inni. /MÞÞ Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar, Svavar Atli Birgisson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Skagafjarðar, Jón Helgi Björnsson, forstjóri HSN og Örn Ragnarssonm framkvæmdastjóri lækninga við HSN, við undirritun samningsins. Mynd / HSN HSN og Skagafjörður: Nýr samningur um sjúkraflutninga Nýr samningur um sjúkraflutninga á milli Heilbrigðisstofnunar Norðurlands og Sveitarfélagsins Skaga fjarðar hefur verið undir­ ritaður. Brunavarnir Skaga­ fjarðar munu sjá um framkvæmd samnings ins líkt og undanfarin ár. Samningurinn, sem gildir til næstu 5 ára, nær til sjúkraflutninga í Skagafirði, utan Fljóta sem njóta þjónustu frá Fjallabyggð. Áralöng hefð er fyrir samstarfi Heilbrigðisstofnunar Norðurlands, Sveitar félagsins Skagafjarðar og Brunavarna Skagafjarðar vegna sjúkraflutninga og eru samnings­ aðilar því mjög ánægðir með að óbreytt fyrirkomulag vegna sjúkraflutninga í Skagafirði hafi verið tryggt næstu árin. /MÞÞ Alexanders­flugvöllur­í­Skagafirði.­ Mikil aukning á kamfílóbaktersýkingum í Danmörku rakin til kjúklingakjöts Kamfílóbaktersýkingum fer fjölgandi í Danmörku og hafa aldrei mælst fleiri tilfelli en á síð­ asta ári, samkvæmt frétt Global Meat. Meira en 5.300 ein staklingar voru greindir með kamfílóbakter­ sýkingu í Danmörku á árinu 2019. Er þetta mesti fjöldi smittilfella sem sést hefur þar í landi á einu ári og hefur verið nær stöðug aukning í kamfílóbaktersmiti síðan 2012. Talað er um faraldur á síðasta ári og er aukin smittíðni að mestu rakin til sýkinga vegna neyslu á kjúklinga­ kjöti. Vitnað er í Evu Møller Noelsen hjá Statens Serium Institude (SSI) sem segir að áður fyrr hafi slík smittilfelli verið fremur sjaldgæf. Hún segir að aukin tíðni sýkinga megi í langflestum tilfellum rekja til matvæla. Þá er einnig bent á að aukin tíðni sé vegna smits á kam­ fílóbakter úr sýktum jarðvegi, sandi, vatni og vegna snertinga við dýr. Í rannsókn sem gerð var á þessum málum fyrir nokkrum árum kom í ljós að aukin tíðni smits af þessum toga átti sér stað í kjölfar vætutíðar og mikilla rigninga. Segir Katrin Kuhn, sem líka starfar hjá SSI, að vegna hlýnandi veður­ fars megi búast við að smithættan í náttúr­ unni aukist yfir lengra tímabil en bara yfir sumarmánuðina. /HKr. Mat á umhverfisáhrifum Athugun Skipulagsstofnunar Breikkun Vesturlandsvegar milli Varmhóla og Hvalfjarðarvegar Vegagerðin hefur tilkynnt til Skipulagsstofnunar frummatsskýrslu ásamt viðaukum um breikkun Vesturlandsvegar milli Varmhóla og Hvalfjarðar- vegar. Kynning á frummatsskýrslu:Tillaga að ofangreindri framkvæmd og skýrsla um mat á umhverfisáhrifum hennar liggur frammi til kynningar frá 24. febrúar til 7. apríl á eftirtöldum stöðum: Í íþróttahúsi Klébergs- skóla, Kjalarnesi, á skrifstofu Reykjavíkurborgar, í Þjóðarbókhlöðunni og hjá Skipulagsstofnun. Frummatsskýrslan er aðgengileg á vef Skipu- lagsstofnunar www.skipulag.is. Athugasemdafrestur: Allir geta kynnt sér frummatsskýrsluna og lagt fram athugasemdir. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 7.apríl 2020 til Skipulagsstofnunar, Borgartúni 7b, 105 Reykja- vík eða með tölvupósti á skipulag@skipulag.is. Kynningarfundur: Vakin er athygli á að Vegagerðin stendur fyrir kynn- ingarfundi á frummatsskýrslu þann 27. febrúar kl. 16:00 til 18:00 í Klébergsskóla, Kjalarnesi og eru allir velkomnir. Bænda bbl.is Facebook

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.