Bændablaðið - 20.02.2020, Blaðsíða 13

Bændablaðið - 20.02.2020, Blaðsíða 13
Bændablaðið | Fimmtudagur 20. febrúar 2020 13 Víkurhvarfi 6 - 203 Kópavogur - Sími 412 1700 - idex@idex. iswww.idex.is Byggðu til framtíðar með lausnum frá IDEX Af hverju krosslímt tré? – Umhverfisvæn og sjálfbær framleiðsla – Léttari en steypa – Frábær einangrun – Engar kuldabrýr sem bjóða heim raka og myglu – Mjög fljótlegt að reisa – Einstakir burðareiginleikar – Jarðskjálftaþol eins og best getur orðið – Þynnri veggir - meira innra rými – Notalegt og heilsusamlegt innra umhverfi Byggðu umhverfisvænt hús -úr krosslímdu tré Umhverfisvæn hús úr krosslímdu tré Stór eða lítil - allt eftir þínum óskum Bjóðum einnig glugga, hurðir og utanhússklæðningar sem hæfa þínu húsi 0,0% 5,0% 10,0% 15,0% 20,0% 25,0% 30,0% 35,0% 40,0% 45,0% 50,0% Bændablaðið Fréttablaðið Morgunblaðið Stundin DV Viðskiptablaðið Mannlíf 20 15 4 5, 0% 20 16 4 3, 8% 20 17 4 3, 1% 20 18 4 5, 6% 20 19 4 1, 9% 20 14 3 3, 9% 20 16 28 ,6 % 20 17 27 ,3 % 20 18 2 4, 6% 20 19 2 1, 9% 20 14 2 7, 8% 20 15 2 6, 0% 20 16 2 5, 3% 20 17 2 2, 0% 20 18 2 2, 1% 20 19 1 9, 0% 20 19 5 ,8 % 20 15 7 ,0 % 20 16 1 0, 8% 20 17 1 1, 2% 20 18 1 0, 8% 20 19 9 ,1 % 20 14 5 ,7 % 20 15 1 0, 0% 20 16 7 ,3 % 20 17 1 1, 2% 20 18 5 ,1 % 20 19 5 ,2 % 20 19 2 ,2 % Meðallestur prentmiðla á landsbyggðinni þróun lestrar síðastliðin sex ár, 2014-2019, samkvæmt könnunum Gallup 20 14 4 3, 3% 20 15 3 1, 0% 20 18 9 ,1 % 20 14 1 1, 3% Kvenfélögin í Flóahreppi: Gáfu hjarta- stuðtæki Fulltrúar kvenfélaganna í Flóa­ hreppi heimsóttu sveitarstjórn Flóahrepps nýlega til að afhenda Árna Eiríkssyni oddvita gjafa­ bréf að andvirði 300.000 króna til kaupa á hjartastuðtækjum fyrir félagsheimilin í Flóahreppi. Um er að ræða Félagslund, Þjórsárver og Þingborg. Félags­ heimilin þjóna samfélaginu, sem íþróttahús, mötuneyti og funda­ og veislusalir. Tvö félagsheimilanna eru staðsett á lóð skólanna í Flóahreppi þannig að tækin nýtast einnig fyrir bæði grunn­ og leikskóla sveitar­ félagsins. Þess má geta að öll hjartastuðtæk­ in eru skráð hjá neyðarnúmerinu 112 og staðsetningin á þeim þannig að ef einhver hringir þangað sem er stutt frá félagsheimilunum í Flóanum þá vita þeir af því hvar tækin eru stað­ sett og geta látið kalla eftir þeim eða vísað á þau. Á myndinni, sem Eydís Indriða­ dóttir sveitarstjóri tók, tekur Árni á móti gjafabréfinu úr hendi Guðrúnar Elísu Gunnarsdóttur frá Kvenfélagi Gaulverjabæjarhrepps. Með henni eru þær Ingibjörg Einarsdóttir, Kvenfélagi Hraungerðishrepps og Sigrún Hrefna Arnardóttir, Kvenfélagi Villingaholtshrepps. /MHH Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri og Trausti Valur Traustason við undir ritun verksamningsins. Með þeim á mynd er Indriði Þ. Einars son, sviðsstjóri veitu- og framkvæmda- sviðs og Gunnar Gíslason. Hofsós: Byggja leikskóla Skrifað hefur verið undir verk­ samning við Uppsteypu ehf. um byggingu viðbyggingar við Grunn­ skólann austan vatna. Viðbyggingin, sem rísa mun sunnan við núverandi skólahúsnæði, mun hýsa leikskólann Barnaborg sem nú er í bráðabirgðahúsnæði á Hofsósi. Viðbygging er 205,5 m2, steypt á einni hæð með flötu þaki, einangrað að utan og klætt með lit­ aðri álklæðningu. Verklok eru áætluð 1. febrúar 2021. Þetta kemur fram á vefsíðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar og þar er haft eftir Sigfúsi Inga Sigfússyni sveitarstjóra að hann sé ánægður með undirritunina. „Það er virkilega ánægjulegt að búið sé að ganga frá samningum um fram­ kvæmdina. Þetta er framkvæmd sem við höfum horft lengi til að hefjist og mun hún stórbæta leikskólaaðstöðu á Hofsósi.“ /MÞÞ Bænda 5. mars

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.