Bændablaðið - 20.02.2020, Blaðsíða 10

Bændablaðið - 20.02.2020, Blaðsíða 10
Bændablaðið | Fimmtudagur 20. febrúar 202010 FRÉTTIR Átakið var kynnt formlega föstudaginn 7. febrúar en þá komu forstjórar fyrirtækjanna tíu og undirrituðu samning um Þjóðþrif í verksmiðju Pure North Recycling, Sunnumörk 4 í Hveragerði. Myndir / Magnús Hlynur Hreiðarsson. Þjóðþrif – þjóðarátak í endurvinnslu plasts: Tíu stór fyrirtæki skuldbinda sig til að endurvinna allt plast hjá sér Nýlega var undirritaður stór samningur hjá fyrirtækinu Pure North Recycling í Hveragerði við tíu stór fyrirtæki sem skuldbinda sig til þess að koma öllu því plasti sem fellur til hjá fyrirtækinu í endurvinnslu hjá Pure North. Með því er tryggt að flokkun verði betri, plast verði aftur plast og sú kolefnislosun sem sparast, vegna umhverfisvænna vinnsluaðferða Pure North, fara inn í kolefnisbók- hald fyrirtækjanna. Fyrirtækin sem um ræðir eru Bláa Lónið, BM Vallá, Brim, CCEP, Eimskip, Krónan, Lýsi, Marel, Mjólkursamsalan og Össur. „Þetta eru allt ótrúlega öflug fyrirtæki og virkilega mik- ilvægt og ánægjulegt að atvinnu- lífið sé að taka þátt í svo mikil- vægu verkefni þar sem sjálfbærni og hringrásarhagkerfið er í aðal- hlutverki,“ segir Sigurður Grétar Halldórsson, framkvæmdastjóri Pure North Recycling. Hvers konar endurvinnsla? Það eru kannski ekki margir sem vita hvers konar fyrirtæki Pure North Recycling er. En til upplýs- ingar þá er fyrirtækið eina endur- vinnsla plasts á Íslandi þar sem hreinum plastúrgangi er breytt í plastpallettur. Jarðvarminn í Hveragerði, ásamt umhverfis- vænum orkugjöfum, er í aðalhlut- verki. „Vinnsluaðferðin er einstök á heimsvísu hjá okkur og byggir á íslensku hugviti. Það að nota jarðvarmann og hreina orkugjafa gefur okkur forskot, bæði rekstr- arlega og gagnvart umhverfinu. Við fengum óháðan aðila til að gera lífsferlisgreiningu á vinnslu- aðferðum félagsins til saman- burðar við endurvinnslu í Evrópu og Asíu. Niðurstaðan er einföld; Plastpallettur Pure North Recycling eru umhverfis vænasta plast í heimi. Fyrir hvert tonn sem endurunnið er af plasti hjá Pure North sparast 0,7 tonn af kolefni, næstum tonn á móti tonni. Þetta er til viðbótar við það hversu miklu umhverfisvænna það er að endurvinna plast í stað þess að framleiða nýtt plast. En fyrir hvert tonn sem endurunnið er af plasti sparast 1,8 tonn af olíu vegna þess hversu olíufrekt það er að framleiða nýtt plast,“ segir Sigurður Grétar. Hjá fyrirtækinu starfa 10 manns. /MHH MS er eitt af þeim fyrirtækjum sem skrifaði undir samninginn um Þjóðþrif. Hér er Ari Edwald forstjóri með sínu fólki þegar undirritunin fór fram. Allar umbúðir frá MS verða framvegis endurunnar í Hveragerði. Sigurður Grétar Halldórsson, fram­ kvæmdastjóri Pure North Re cycling, sem er með tíu starfs menn í vinnu. FJÓSAMEISTARI Á HVANNEYRI HELSTU VERKEFNI » Umsjón og rekstur fjóssins á Hvanneyri » Fóðrun og dagleg umhirða gripa » Umsjón ræktunarstefnu og hjarðskýrsluhalds » Almennt viðhald og viðgerðir véla og tækja » Jarðvinnsla og heyskapur » Leiðbeining nemenda í verklegu námi í búfræði og móttaka gesta » Virk þátttaka í uppbyggingu og innleiðingu nýsköpunar í búrekstri » Samstarf við teymi kennara og sérfræðinga Land- búnaðarháskóla Íslands við verklega kennslu og rannsóknir í nautgriparækt, jarðrækt, bútækni og umh- verfismálum MENNTUNAR- OG HÆFNISKRÖFUR » Búfræðipróf og/eða BS próf í búvísindum, auk annarrar menntunar sem nýtist í starfi » Reynsla af hirðingu búfjár og vélavinnu » Sjálfstæð vinnubrögð » Færni í mannlegum samskiptum » Góð almenn tölvukunnátta » Gott vald á talaðri og ritaðri íslensku og ensku Umsóknarfrestur er til 10. mars 2020 Gert er ráð fyrir að umsækjandi hefji störf sem fyrst og helst eigi síðar en 15. maí 2020. Tilgangur Hvanneyrarbúsins ehf er að reka á hagkvæman hátt kúabú í þágu kennslu og rannsókna Landbúnaðarháskóla Íslands. Áhöfn er um 70 kýr auk geldneyta og ársframleiðsla mjólkur er um 550.000 lítrar. Nánari upplýsingar Guðmunda Smáradóttir, mannauðs- og gæðastjóri veitir nánari upplýsingar, gudmunda@lbhi.is sími 433-5000 og á heimasíðu skólans www.lbhi.is/storf Starf fjósameistara Hvanneyrarbúsins ehf við Landbúnaðarháskóla Íslands er nú laust til umsóknar Hlutverk Landbúnaðarháskóla Íslands er að skapa og miðla þekkingu á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu á norðurslóðum. Viðkomandi starfsmaður yrði hluti af teymi Landbúnaðarháskólans sem hefur umsjón með rekstri Hvanneyrarbúsins í samráði við bústjóra. Um fullt starf er að ræða. Costco hefur óskað eftir því að Kjötafurðastöð KS komi aftur í viðskipti með lambakjöt þar sem viðskipti við nýjan birgja gengu ekki sem skyldi. Ágúst Andrésson, forstöðu- maður Kjötafurðarstöðvar KS, segir að 6. febrúar síðastliðinn hafi KS og Costco skrifað undir samning þess efnis að Costco kæmi aftur í lambakjötsviðskipti við Kjötafurðastöð KS. Viðskiptin eru þegar hafin. „KS hóf viðskiptin með bæði lamba- og nautakjöt við Costco þegar þeir opnuðu en Costco bauð út viðskiptin með lambakjöt í haust og valdi annan birgja. Lagt verður kapp á að ná upp fyrri sölu sem allra fyrst í Costco, en salan virðist hafa dregist talsvert saman.“ /VH Kaupfélag Skagfirðinga: Costco semur við KS um lambakjötsviðskipti Ágúst Andrésson. KS og Costco hafa skrifað undir samning þess efnis að Costco komi aftur í lambakjötsviðskipti við Kjötafurðastöð KS. Viðskiptin eru þegar hafin.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.